Í síðustu viki var birt á heimasíðu Landlæknis úttekt á gæðum og öryggi heimaþjónustu Sinnum ehf. Í skýrslunni er heimaþjónustunni hrósað í meginatriðum.
Þá annmarka má þó sjá í fljótu bragði að engin úttekt var gerð á húsnæði fyrirtækisins, hvorki á sjúkrahótelinu í Ármúla sem hefur verið gagnrýnt harðlega, né húsnæðisins í Holtsbúð. Þrátt fyrir að þessi hluti starfsemi Sinnum fari fyrst og fremst fram á heimilum sjúklinga bjuggu fjórir aðilar til lengri eða skemmri tíma í húsnæðinu í Holtsbúð árið 2014. Árið áður bjuggu enn fleiri í því húsnæði en þá rak Sinnum þar dvalarheimili fyrir aldraða. Áður hafði þar verið til húsa elliheimili á vegum Garðabæjar sem hafði fengið yfir sig gífurlega mikla gagnrýni.
Stjórnendur Sinnum hafa haft þó nokkur áhrif á vinnslu skýrslunnar og sést það meðal annars af eftirfarandi broti úr kafla um húsnæðismál: „Ekki var gerð sérstök úttekt á húsnæði þar sem þjónustan fer að mestu leyti fram á heimilum notenda. Að mati stjórnenda er ástand húsnæðis Sinnum gott.“
Athugasemdir