Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hnattræn hlýnun eykst – ríkisstjórnin gerir minna

Síð­ustu þrjú ár hafa öll ver­ið þau heit­ustu síð­an mæl­ing­ar hóf­ust. Vís­inda­menn vara við því að af­leið­ing­ar hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar muni þýða ham­far­ir á hnatt­ræn­um skala jafn­vel þótt allri los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda yrði hætt sam­stund­is. Nú­ver­andi rík­is­stjórn og um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herr­ar henn­ar hafa enga stefnu boð­að vegna ástands­ins, en settu þó sam­an „sókn­aráætl­un í lofts­lags­mál­um“ fyr­ir ráð­stefn­una sem hald­in var í Par­ís í fyrra.

Hnattræn hlýnun eykst – ríkisstjórnin gerir minna
Dreifing hlýnunar Lofttegundir sem sleppa út í andrúmsloftið, sérstaklega vegna landbúnaðar, eru að valda gríðarlegri hnattrænni hlýnun.

Hitastig jarðar hækkar hraðar en spár vísindamanna fyrir nokkrum árum áætluðu. Þjóðir heims eru flestar að leggja sitt af mörkum, til dæmis með aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru mörg stór skref stigin til að tryggja að Ísland tæki ábyrgð á þessari yfirvofandi ógn. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur hins vegar lítið sem ekkert gerst í þessum málum. Sigrún Magnúsdóttir setti þó saman svokallaða „sóknaráætlun í loftslagsmálum“ fyrir loftslagsráðstefnuna sem haldin var í París í fyrra.

Árin 2014 og 2015 slógu bæði met fyrir heitustu ár síðan mælingar hófust, fyrir rúmum 150 árum síðan. Árið 2016 stefnir svo í að slá það met. Það mun þýða að í fyrsta sinn í sögunni verða þrjú ár í röð þau heitustu allra tíma.

Það er þó aðeins tilviljun að árið hefst í janúar, þannig einnig er áhugavert að bera saman 12 mánaða tímabil. Þegar það er gert kemur í ljós að við lifum á gríðarlega heitu tímabili í jarðsögunni.

Tímabilið frá júní 2015 fram í maí 2016 var heitasta 12 mánaða tímabil sem mælst hefur. Það var tímabili frá maí 2015 fram í apríl 2016 einnig. Í rauninni eru öll síðustu 12 mánaða tímabil allt aftur frá september 2015 þau heitustu síðan mælingar hófust.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár