Hitastig jarðar hækkar hraðar en spár vísindamanna fyrir nokkrum árum áætluðu. Þjóðir heims eru flestar að leggja sitt af mörkum, til dæmis með aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru mörg stór skref stigin til að tryggja að Ísland tæki ábyrgð á þessari yfirvofandi ógn. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur hins vegar lítið sem ekkert gerst í þessum málum. Sigrún Magnúsdóttir setti þó saman svokallaða „sóknaráætlun í loftslagsmálum“ fyrir loftslagsráðstefnuna sem haldin var í París í fyrra.
Árin 2014 og 2015 slógu bæði met fyrir heitustu ár síðan mælingar hófust, fyrir rúmum 150 árum síðan. Árið 2016 stefnir svo í að slá það met. Það mun þýða að í fyrsta sinn í sögunni verða þrjú ár í röð þau heitustu allra tíma.
Það er þó aðeins tilviljun að árið hefst í janúar, þannig einnig er áhugavert að bera saman 12 mánaða tímabil. Þegar það er gert kemur í ljós að við lifum á gríðarlega heitu tímabili í jarðsögunni.
Tímabilið frá júní 2015 fram í maí 2016 var heitasta 12 mánaða tímabil sem mælst hefur. Það var tímabili frá maí 2015 fram í apríl 2016 einnig. Í rauninni eru öll síðustu 12 mánaða tímabil allt aftur frá september 2015 þau heitustu síðan mælingar hófust.
Athugasemdir