Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hnattræn hlýnun eykst – ríkisstjórnin gerir minna

Síð­ustu þrjú ár hafa öll ver­ið þau heit­ustu síð­an mæl­ing­ar hóf­ust. Vís­inda­menn vara við því að af­leið­ing­ar hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar muni þýða ham­far­ir á hnatt­ræn­um skala jafn­vel þótt allri los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda yrði hætt sam­stund­is. Nú­ver­andi rík­is­stjórn og um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herr­ar henn­ar hafa enga stefnu boð­að vegna ástands­ins, en settu þó sam­an „sókn­aráætl­un í lofts­lags­mál­um“ fyr­ir ráð­stefn­una sem hald­in var í Par­ís í fyrra.

Hnattræn hlýnun eykst – ríkisstjórnin gerir minna
Dreifing hlýnunar Lofttegundir sem sleppa út í andrúmsloftið, sérstaklega vegna landbúnaðar, eru að valda gríðarlegri hnattrænni hlýnun.

Hitastig jarðar hækkar hraðar en spár vísindamanna fyrir nokkrum árum áætluðu. Þjóðir heims eru flestar að leggja sitt af mörkum, til dæmis með aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru mörg stór skref stigin til að tryggja að Ísland tæki ábyrgð á þessari yfirvofandi ógn. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur hins vegar lítið sem ekkert gerst í þessum málum. Sigrún Magnúsdóttir setti þó saman svokallaða „sóknaráætlun í loftslagsmálum“ fyrir loftslagsráðstefnuna sem haldin var í París í fyrra.

Árin 2014 og 2015 slógu bæði met fyrir heitustu ár síðan mælingar hófust, fyrir rúmum 150 árum síðan. Árið 2016 stefnir svo í að slá það met. Það mun þýða að í fyrsta sinn í sögunni verða þrjú ár í röð þau heitustu allra tíma.

Það er þó aðeins tilviljun að árið hefst í janúar, þannig einnig er áhugavert að bera saman 12 mánaða tímabil. Þegar það er gert kemur í ljós að við lifum á gríðarlega heitu tímabili í jarðsögunni.

Tímabilið frá júní 2015 fram í maí 2016 var heitasta 12 mánaða tímabil sem mælst hefur. Það var tímabili frá maí 2015 fram í apríl 2016 einnig. Í rauninni eru öll síðustu 12 mánaða tímabil allt aftur frá september 2015 þau heitustu síðan mælingar hófust.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár