Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hluthafi í VÍS segir fimm milljarða arðgreiðsluna „fullkomlega eðlilega“

Gest­ur Breið­fjörð Gests­son er hlut­hafi í Óska­beini ehf. sem á ríf­lega 5 pró­senta hlut í Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands. Fé­lag­ið keypti hlut­inn í nóv­em­ber á tæp­lega 1300 millj­ón­ir og gæti nú feng­ið tæp­lega 280 millj­óna arð út úr trygg­inga­fé­lag­inu. Gest­ur seg­ir fjár­festa fara inn í fyr­ir­tæki til að fá greidd­an arð.

Hluthafi í VÍS segir fimm milljarða arðgreiðsluna „fullkomlega eðlilega“
1/5 hluti kaupverðsins til baka Gestur Breiðfjörð Gestsson segir arðgreiðsluna frá VÍS sem stefnt er að vera „fullkomlega eðlilega“. Fyrirtæki hans mun fá um 1/5 hluta af kaupverði bréfanna í VÍS til baka ef af verður.

Eignarhaldsfélagið Óskabein ehf., sem meðal annars er í eigu fjárfestanna Andra Gunnarssonar og Gests Breiðfjörðs Gestssonar, gæti fengið um 1/5 af kaupverði hlutabréfanna í Vátryggingarfélagi Íslands til baka ef tryggingafélagið greiðir út fimm milljarða króna arð til hluthafa þess eins og stjórn fyrirtækisins ætlar að gera. Óskabein keypti ríflega 5,5 prósenta hlut í VÍS í nóvember síðastliðnum og var samningurinn um kaupin undirritaður í lok október þegar gengi bréfa í VÍS var hærra en það hafði verið mánuðina á undan og eins mánuðina á eftir. Kaupverð bréfanna miðað við gengið í VÍS þann 28. október var rúmlega 1.261 milljónir króna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Arðgreiðslur tryggingafélaganna

Gagnrýnir FME harðlega: „Hvernig geturðu dælt peningum út úr bótasjóðunum áður en lögin taka gildi?“
FréttirArðgreiðslur tryggingafélaganna

Gagn­rýn­ir FME harð­lega: „Hvernig get­urðu dælt pen­ing­um út úr bóta­sjóð­un­um áð­ur en lög­in taka gildi?“

Fram­kvæmda­stjóri fé­lags Ís­lenskra bif­reiða­eig­enda, Run­ólf­ur Ólafs­son, hef­ur gagn­rýnt Fjár­mála­eft­ir­lit­ið vegna að­gerð­ar­leys­is gagn­vart trygg­inga­fé­lög­un­um og fyr­ir­hug­uð­um 8,5 millj­arða króna arð­greiðsl­um þeirra. FME seg­ir að arð­greiðsl­urn­ar brjóti ekki gegn lög­um.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu