Gagnrýnir FME harðlega: „Hvernig geturðu dælt peningum út úr bótasjóðunum áður en lögin taka gildi?“

Fram­kvæmda­stjóri fé­lags Ís­lenskra bif­reiða­eig­enda, Run­ólf­ur Ólafs­son, hef­ur gagn­rýnt Fjár­mála­eft­ir­lit­ið vegna að­gerð­ar­leys­is gagn­vart trygg­inga­fé­lög­un­um og fyr­ir­hug­uð­um 8,5 millj­arða króna arð­greiðsl­um þeirra. FME seg­ir að arð­greiðsl­urn­ar brjóti ekki gegn lög­um.

Gagnrýnir FME harðlega: „Hvernig geturðu dælt peningum út úr bótasjóðunum áður en lögin taka gildi?“
Telja arðgreiðslurnar ekki lagabrot FME segir að arðgreiðslurnar tryggingarfélaganna séu ekki brot á lögum. Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri FME.

Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að Fjármálaeftirlitið svari ekki ekki þeirri gagnrýni sem félagið hefur sett fram á það um að stofnunin sinni ekki eftirlitshlutverki sínu með tryggingafélögunum í landinu. Runólfur hefur gagnrýnt stóru tryggingafélögin þrjú, VÍS, Sjóvá og Tryggingamiðstöðina, harðlega vegna fyrirhugaðra 8,5 milljarða króna arðgreiðslna út úr félögunum á sama tíma og félögin hafa hækkað iðgjöld. VÍS ráðgerir að greiða mest, eða fimm milljarða, Sjóvá ætlar að greiða þrjá og Tryggingamiðstöðin hálfan milljarð. 

Hann hefur auk þess gagnrýnt Fjármálaeftirlitið fyrir að sinna ekki eftirlitshlutverki með tryggingafélögunum en forstjóri stofnunarinnar, Unnur Gunnarsdóttir, svaraði þeirri gagnrýni í gær í viðtali við fréttastofu RÚV þar sem hún sagði meðal annars: „Ég vil nú vísa því algjörlega á bug og tel að þarna sé talað af vanþekkingu á hlutverki og starfsemi Fjármálaeftirlitsins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Arðgreiðslur tryggingafélaganna

Hluthafi í VÍS segir fimm milljarða arðgreiðsluna „fullkomlega eðlilega“
Fréttir

Hlut­hafi í VÍS seg­ir fimm millj­arða arð­greiðsl­una „full­kom­lega eðli­lega“

Gest­ur Breið­fjörð Gests­son er hlut­hafi í Óska­beini ehf. sem á ríf­lega 5 pró­senta hlut í Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands. Fé­lag­ið keypti hlut­inn í nóv­em­ber á tæp­lega 1300 millj­ón­ir og gæti nú feng­ið tæp­lega 280 millj­óna arð út úr trygg­inga­fé­lag­inu. Gest­ur seg­ir fjár­festa fara inn í fyr­ir­tæki til að fá greidd­an arð.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár