Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að Fjármálaeftirlitið svari ekki ekki þeirri gagnrýni sem félagið hefur sett fram á það um að stofnunin sinni ekki eftirlitshlutverki sínu með tryggingafélögunum í landinu. Runólfur hefur gagnrýnt stóru tryggingafélögin þrjú, VÍS, Sjóvá og Tryggingamiðstöðina, harðlega vegna fyrirhugaðra 8,5 milljarða króna arðgreiðslna út úr félögunum á sama tíma og félögin hafa hækkað iðgjöld. VÍS ráðgerir að greiða mest, eða fimm milljarða, Sjóvá ætlar að greiða þrjá og Tryggingamiðstöðin hálfan milljarð.
Hann hefur auk þess gagnrýnt Fjármálaeftirlitið fyrir að sinna ekki eftirlitshlutverki með tryggingafélögunum en forstjóri stofnunarinnar, Unnur Gunnarsdóttir, svaraði þeirri gagnrýni í gær í viðtali við fréttastofu RÚV þar sem hún sagði meðal annars: „Ég vil nú vísa því algjörlega á bug og tel að þarna sé talað af vanþekkingu á hlutverki og starfsemi Fjármálaeftirlitsins.“
Athugasemdir