Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson fór fyrir hópi fólks árið 1998 sem ætlaði að auðgast á sölu svokallaðs töfraúða, sem átti að ráða bót á höfuðverk, hálsbólgu, tannpínu og hósta. DV sagði frá málinu á sínum tíma. Í samtali við Stundina í morgun segist Heimir sjálfur hafa verið plataður af bandarískum glæpamönnum til að vera í forsvari fyrir hópinn á sínum tíma. Segist hann hafa tapað bæði peningum og æru sinni vegna málsins.
Heimir var nefndur á nafn í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi sem fjallaði um hversu langt sölumenn ganga í að selja sjúklingum óviðurkenndan varning. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, sagði Heimi hafa eitt sinn haft samband við sig og haft milligöngu fyrir einum slíkum sölumanni.
Athugasemdir