Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hatursglæpum fjölgar meira eftir kosningasigur Trumps

Í ný­legri skýrslu FBI al­rík­is­lög­regl­unn­ar kem­ur í ljós að hat­urs­glæp­um í Banda­ríkj­un­um fer fjölg­andi. Enn meiri aukn­ing er tal­in vera að eiga sér stað í kjöl­far þess að Don­ald Trump var kos­inn for­seti lands­ins.

Hatursglæpum fjölgar meira eftir kosningasigur Trumps
Fordómafullar skoðanir eru nú að vera æ háværari

Ríkissaksóknari Bandaríkjanna og ríkisstjóri New York vara við því að hatursglæpir hafa aukist gríðarlega undanfarið ár, og hefur orðið sprenging síðan Donald Trump var kosinn forseti 8. nóvember síðastliðinn.

Bandaríska alríkislögreglan gaf fyrir stuttu út skýrslu um hatursglæpi fyrir árið 2015. Þar kom fram að aukning hefur orðið í glæpum sem beinast gegn múslimum í landinu, sem og ofbeldi sem beinist gegn fólki vegna kynþáttar, kynhneigðar og kynáttunar. Ríkissaksóknari Bandaríkjanna ávarpaði þjóðina í nýlegu ávarpi þar sem hún sagði að þessi aukning í hatursglæpum ætti að vekja landsmenn til alvarlegrar íhugunar.

Síðan Donald Trump var kosin forseti, þann 8. nóvember síðastliðinn, hefur hins vegar orðið algjör sprenging í tilkynningum á hatursglæpum. Ríkisstjóri New York ríkis, Andrew Cuomo, hefur nú heitið því að stofna sérstaka lögreglusveit sem á að taka á þessari aukningu, auk þess sem hann ætlar að stofnsetja sjóð svo einstaklingar sem telji Trump-stjórnina brjóta á sér geti leitað réttar síns. „Sérfræðingar munu rannsaka hvert einasta atvik og lögsækja þá sem brjóta af sér eins langt og bókstafur laganna nær,“ sagði ríkisstjórinn.

Atvik tengd kosningunum

Á fimm dögum í kjölfar kosninganna skráði Southern Poverty Law Center, samtök sem berjast gegn fordómum og fátækt, 437 tilfelli hatursglæpa. Á síðu samtakanna má finna nokkrar lýsingar þar sem árásum og ógnandi hegðun er lýst:

Múslimsk kona í Oregon fylki:

„Múslimsk kona sat í MAX lestinni til Beaverton einn eftirmiðdag þegar hópur af táningum umhringdi hana í horni vagnsins sem hún sat í og öskruðu framan í hana að hún væri hryðjuverkamaður, að nýji forsetinn okkar myndi flytja hana úr landi og að hún mætti ekki ganga með höfuðslæðu lengur. Þeir urðu sífellt árásagjarnari þar til ég og vinur minn fengum unglingana til þess að yfirgefa lestina. Þegar þau voru að fara reyndu þau að hrækja á konuna.“

Samkynhneigður maður í Norður-Karólínu:

„Ég og kærastinn minn vorum að rölta niður gangstéttina í Raleigh. Klukkan var 9:30 um kvöld og við leiddumst og vorum á leið á veitingastað til þess að fá okkur kvöldmat. Hvítur bíll keyrði fram hjá okkur og hvítur karlmaður sem var í aftursætinu hallaði sér út um gluggann og öskraði „Helvítis hommar!“ að okkur.“

Grunnskóli í Texas:

„13 ára hálf-Filippeysk dóttir mín var að bíða eftir strætó þegar drengur sem hún þekkti ekki gekk upp að henni. Hann spurði „Þú ert asískt, er það ekki? Þegar þeir sjá augun í þér þá verður þú flutt úr landi,“ sagði hann og gekk í burtu.“

Úr frétt frá Georgíu fylki:

„Kennari við Gwinnet County framhaldsskólann fann bréf sem hafði verið skilið eftir fyrir hana eftir tíma á föstudaginn þar sem henni var sagt að múslimskur höfuðklútur hennar „væri ekki leyfilegur lengur.“ Ennfremur stóð í bréfinu: „Afhverju bindur þú hann ekki utan um hálsinn á þér og hengir þig með honum...?“ Bréfið var undirritað „Ameríka!“

KKK styður Trump

Frægustu samtök kynþáttahatara í bandaríkjunum, Ku Klux Klan, eða KKK, studdu Donald Trump opinberlega í aðdraganda forsetakosninganna. Á forsíðu fréttaritsins „Krossfarinn“ [e. The Crusader] sem samtökin gefa út fjórum sinnum á ári var slagorði Trump, „Gerum Bandaríkin stórkostleg aftur,“ slegið upp í fyrirsögn og farið í ítarlegu máli ofan í það hvernig stefnumál Trumps og baráttumál KKK samræmdust, en á vefsíðu samtakanna segir að höfuðbaráttumál þeirra sé að stöðva útrýmingu hvíta kynstofnsins.

Í kjölfar kosninganna um veru Bretlands í Evrópusambandinu átti sér stað álíka þróun. Eftir þær varð mælanleg aukning í tíðni árása á minnihlutahópa, múslima og samkynhneigða. Þeir stjórnmálamenn sem börðust fyrir útgöngu breta voru ásakaðir um að ýta undir fordóma í baráttu sinni, og virðast þeir sem létu sannfærast af þeirra málstað líta svo á að með kosningunni hafi þeir fengið staðfestingu á skoðunum sínum.

„Hættið þessu.“

Svipuð þróun virðist vera að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Trump hefur sætt ámæli fyrir að ýta undir fordóma, meðal annars gagnvart Mexíkóum og múslimum. Hann lagði meðal annars til algjört bann við því að múslimar mættu koma til landsins og lagði til að settur yrði á fót gagnagrunnur þar sem öllum múslimum væri gert að skrá sig, svo hægt væri að fylgjast náið með þeim, auk þess sem hann hefur lofað því að byggja vegg við landamæri Mexíkó, til þess að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur komist til landsins.

Í nýlegu viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 Minutes fordæmdi Trump hinsvegar árásir á minnihlutahópa í kjölfar kosninganna og ákallaði hann stuðningsmenn sýna að láta af hegðuninni: „Ef það hjálpar til, þá skal ég segja þetta, og ég segi það beint í myndavélarnar: Hættið þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
3
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
4
Fréttir

Fer í leyfi til þess að geta sinnt að­stoð­ar­mennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.
Óhlýðni er ekki ofbeldi
6
Greining

Óhlýðni er ekki of­beldi

Anna Lúð­víks­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Am­nesty In­ternati­onal á Ís­landi, seg­ir lít­ið þol hjá ráða­mönn­um fyr­ir borg­ara­legri óhlýðni og mót­mæl­um. Ólafi Páli Jóns­syni heim­spek­ingi finnst ámæl­is­vert af Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra að lýsa því yf­ir að ef fólk hlýð­ir ekki skip­un­um lög­reglu á mót­mæl­um séu mót­mæl­in þar með ekki frið­sam­leg.
Hvers vegna stöðvuðust friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna?
8
Flækjusagan

Hvers vegna stöðv­uð­ust frið­ar­við­ræð­ur Rússa og Úkraínu­manna?

Fyrstu vik­urn­ar eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu 24. fe­brú­ar 2022 áttu samn­inga­menn ríkj­anna við­ræð­ur um frið­ar­samn­inga sem virt­ust á tíma­bili lík­leg­ar til að skila ár­angri. Þær fóru þó út um þúf­ur að lok­um. Banda­ríska blað­ið The New York Times hef­ur rann­sak­að ástæð­ur þess og hér er fjall­að um nið­ur­stöð­ur blaðs­ins.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár