Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hatursglæpum fjölgar meira eftir kosningasigur Trumps

Í ný­legri skýrslu FBI al­rík­is­lög­regl­unn­ar kem­ur í ljós að hat­urs­glæp­um í Banda­ríkj­un­um fer fjölg­andi. Enn meiri aukn­ing er tal­in vera að eiga sér stað í kjöl­far þess að Don­ald Trump var kos­inn for­seti lands­ins.

Hatursglæpum fjölgar meira eftir kosningasigur Trumps
Fordómafullar skoðanir eru nú að vera æ háværari

Ríkissaksóknari Bandaríkjanna og ríkisstjóri New York vara við því að hatursglæpir hafa aukist gríðarlega undanfarið ár, og hefur orðið sprenging síðan Donald Trump var kosinn forseti 8. nóvember síðastliðinn.

Bandaríska alríkislögreglan gaf fyrir stuttu út skýrslu um hatursglæpi fyrir árið 2015. Þar kom fram að aukning hefur orðið í glæpum sem beinast gegn múslimum í landinu, sem og ofbeldi sem beinist gegn fólki vegna kynþáttar, kynhneigðar og kynáttunar. Ríkissaksóknari Bandaríkjanna ávarpaði þjóðina í nýlegu ávarpi þar sem hún sagði að þessi aukning í hatursglæpum ætti að vekja landsmenn til alvarlegrar íhugunar.

Síðan Donald Trump var kosin forseti, þann 8. nóvember síðastliðinn, hefur hins vegar orðið algjör sprenging í tilkynningum á hatursglæpum. Ríkisstjóri New York ríkis, Andrew Cuomo, hefur nú heitið því að stofna sérstaka lögreglusveit sem á að taka á þessari aukningu, auk þess sem hann ætlar að stofnsetja sjóð svo einstaklingar sem telji Trump-stjórnina brjóta á sér geti leitað réttar síns. „Sérfræðingar munu rannsaka hvert einasta atvik og lögsækja þá sem brjóta af sér eins langt og bókstafur laganna nær,“ sagði ríkisstjórinn.

Atvik tengd kosningunum

Á fimm dögum í kjölfar kosninganna skráði Southern Poverty Law Center, samtök sem berjast gegn fordómum og fátækt, 437 tilfelli hatursglæpa. Á síðu samtakanna má finna nokkrar lýsingar þar sem árásum og ógnandi hegðun er lýst:

Múslimsk kona í Oregon fylki:

„Múslimsk kona sat í MAX lestinni til Beaverton einn eftirmiðdag þegar hópur af táningum umhringdi hana í horni vagnsins sem hún sat í og öskruðu framan í hana að hún væri hryðjuverkamaður, að nýji forsetinn okkar myndi flytja hana úr landi og að hún mætti ekki ganga með höfuðslæðu lengur. Þeir urðu sífellt árásagjarnari þar til ég og vinur minn fengum unglingana til þess að yfirgefa lestina. Þegar þau voru að fara reyndu þau að hrækja á konuna.“

Samkynhneigður maður í Norður-Karólínu:

„Ég og kærastinn minn vorum að rölta niður gangstéttina í Raleigh. Klukkan var 9:30 um kvöld og við leiddumst og vorum á leið á veitingastað til þess að fá okkur kvöldmat. Hvítur bíll keyrði fram hjá okkur og hvítur karlmaður sem var í aftursætinu hallaði sér út um gluggann og öskraði „Helvítis hommar!“ að okkur.“

Grunnskóli í Texas:

„13 ára hálf-Filippeysk dóttir mín var að bíða eftir strætó þegar drengur sem hún þekkti ekki gekk upp að henni. Hann spurði „Þú ert asískt, er það ekki? Þegar þeir sjá augun í þér þá verður þú flutt úr landi,“ sagði hann og gekk í burtu.“

Úr frétt frá Georgíu fylki:

„Kennari við Gwinnet County framhaldsskólann fann bréf sem hafði verið skilið eftir fyrir hana eftir tíma á föstudaginn þar sem henni var sagt að múslimskur höfuðklútur hennar „væri ekki leyfilegur lengur.“ Ennfremur stóð í bréfinu: „Afhverju bindur þú hann ekki utan um hálsinn á þér og hengir þig með honum...?“ Bréfið var undirritað „Ameríka!“

KKK styður Trump

Frægustu samtök kynþáttahatara í bandaríkjunum, Ku Klux Klan, eða KKK, studdu Donald Trump opinberlega í aðdraganda forsetakosninganna. Á forsíðu fréttaritsins „Krossfarinn“ [e. The Crusader] sem samtökin gefa út fjórum sinnum á ári var slagorði Trump, „Gerum Bandaríkin stórkostleg aftur,“ slegið upp í fyrirsögn og farið í ítarlegu máli ofan í það hvernig stefnumál Trumps og baráttumál KKK samræmdust, en á vefsíðu samtakanna segir að höfuðbaráttumál þeirra sé að stöðva útrýmingu hvíta kynstofnsins.

Í kjölfar kosninganna um veru Bretlands í Evrópusambandinu átti sér stað álíka þróun. Eftir þær varð mælanleg aukning í tíðni árása á minnihlutahópa, múslima og samkynhneigða. Þeir stjórnmálamenn sem börðust fyrir útgöngu breta voru ásakaðir um að ýta undir fordóma í baráttu sinni, og virðast þeir sem létu sannfærast af þeirra málstað líta svo á að með kosningunni hafi þeir fengið staðfestingu á skoðunum sínum.

„Hættið þessu.“

Svipuð þróun virðist vera að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Trump hefur sætt ámæli fyrir að ýta undir fordóma, meðal annars gagnvart Mexíkóum og múslimum. Hann lagði meðal annars til algjört bann við því að múslimar mættu koma til landsins og lagði til að settur yrði á fót gagnagrunnur þar sem öllum múslimum væri gert að skrá sig, svo hægt væri að fylgjast náið með þeim, auk þess sem hann hefur lofað því að byggja vegg við landamæri Mexíkó, til þess að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur komist til landsins.

Í nýlegu viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 Minutes fordæmdi Trump hinsvegar árásir á minnihlutahópa í kjölfar kosninganna og ákallaði hann stuðningsmenn sýna að láta af hegðuninni: „Ef það hjálpar til, þá skal ég segja þetta, og ég segi það beint í myndavélarnar: Hættið þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu