Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Tengsl manndrápsmanna við útlendingahatur og ógnanir

Sveinn Gest­ur Tryggva­son, sem hand­tek­inn var fyr­ir mann­dráp á vini sín­um, hef­ur ógn­að og hót­að fólki sem hef­ur sett sig upp á móti þjóð­ern­is­sinn­uð­um stjórn­mál­um. Hann kom með­al ann­ars að heim­ili blogg­ara. Sveinn fagn­aði því að hæl­is­leit­andi kveikti í sér. Jón Trausti Lúth­ers­son, ann­ar hand­teknu, hrós­aði sér af nasísku húð­flúri.

Tengsl manndrápsmanna við útlendingahatur og ógnanir
Sveinn Gestur Tryggvason Ræðir við lögreglu á mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn hælisleitendum, eftir að hafa elt unga konu og sakað hana um ofbeldi gegn þjóðfylkingarmanni sem fékk flís í höndina. Mynd: Pressphotos

Sveinn Gestur Tryggvason, sem var handtekinn fyrir að myrða vin sinn við heimili hans í Mosfellsdal 7. júní, hefur í nokkrum tilfellum ógnað eða hótað þeim sem gagnrýna Íslensku þjóðfylkinguna og meðlimi hennar.

Óttast er að útlendingahatur á Íslandi geti stigmagnast yfir í aukið ofbeldi gegn minnihlutahópum af erlendum uppruna. Nýlega varð múslimi fyrir alvarlegri líkamsárás, sem endaði í beinbroti. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Alls voru rannsökuð 29 tilfelli hatursglæpa eða -atvika í fyrra, þar af voru 14 tilfelli haturstjáningar. Víða erlendis eru sterk tengsl milli þjóðernishyggju og ofbeldisvæðingar. Það sama virðist eiga við á Íslandi.

Ógnanir samfara þjóðernishyggju

Sveinn Gestur Tryggvason, sem talinn er hafa átt lykilhlut í því að Arnar Jónsson Aspar var myrtur fyrir utan heimili sitt í Mosfellsdalnum, var virkur í umræðum á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar og víðar. 

Hann tók þátt í öfgafullum umræðum sem einkenndust af útlendingahatri. Meðal annars fagnaði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár