Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tengsl manndrápsmanna við útlendingahatur og ógnanir

Sveinn Gest­ur Tryggva­son, sem hand­tek­inn var fyr­ir mann­dráp á vini sín­um, hef­ur ógn­að og hót­að fólki sem hef­ur sett sig upp á móti þjóð­ern­is­sinn­uð­um stjórn­mál­um. Hann kom með­al ann­ars að heim­ili blogg­ara. Sveinn fagn­aði því að hæl­is­leit­andi kveikti í sér. Jón Trausti Lúth­ers­son, ann­ar hand­teknu, hrós­aði sér af nasísku húð­flúri.

Tengsl manndrápsmanna við útlendingahatur og ógnanir
Sveinn Gestur Tryggvason Ræðir við lögreglu á mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn hælisleitendum, eftir að hafa elt unga konu og sakað hana um ofbeldi gegn þjóðfylkingarmanni sem fékk flís í höndina. Mynd: Pressphotos

Sveinn Gestur Tryggvason, sem var handtekinn fyrir að myrða vin sinn við heimili hans í Mosfellsdal 7. júní, hefur í nokkrum tilfellum ógnað eða hótað þeim sem gagnrýna Íslensku þjóðfylkinguna og meðlimi hennar.

Óttast er að útlendingahatur á Íslandi geti stigmagnast yfir í aukið ofbeldi gegn minnihlutahópum af erlendum uppruna. Nýlega varð múslimi fyrir alvarlegri líkamsárás, sem endaði í beinbroti. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Alls voru rannsökuð 29 tilfelli hatursglæpa eða -atvika í fyrra, þar af voru 14 tilfelli haturstjáningar. Víða erlendis eru sterk tengsl milli þjóðernishyggju og ofbeldisvæðingar. Það sama virðist eiga við á Íslandi.

Ógnanir samfara þjóðernishyggju

Sveinn Gestur Tryggvason, sem talinn er hafa átt lykilhlut í því að Arnar Jónsson Aspar var myrtur fyrir utan heimili sitt í Mosfellsdalnum, var virkur í umræðum á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar og víðar. 

Hann tók þátt í öfgafullum umræðum sem einkenndust af útlendingahatri. Meðal annars fagnaði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
6
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár