Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Tengsl manndrápsmanna við útlendingahatur og ógnanir

Sveinn Gest­ur Tryggva­son, sem hand­tek­inn var fyr­ir mann­dráp á vini sín­um, hef­ur ógn­að og hót­að fólki sem hef­ur sett sig upp á móti þjóð­ern­is­sinn­uð­um stjórn­mál­um. Hann kom með­al ann­ars að heim­ili blogg­ara. Sveinn fagn­aði því að hæl­is­leit­andi kveikti í sér. Jón Trausti Lúth­ers­son, ann­ar hand­teknu, hrós­aði sér af nasísku húð­flúri.

Tengsl manndrápsmanna við útlendingahatur og ógnanir
Sveinn Gestur Tryggvason Ræðir við lögreglu á mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn hælisleitendum, eftir að hafa elt unga konu og sakað hana um ofbeldi gegn þjóðfylkingarmanni sem fékk flís í höndina. Mynd: Pressphotos

Sveinn Gestur Tryggvason, sem var handtekinn fyrir að myrða vin sinn við heimili hans í Mosfellsdal 7. júní, hefur í nokkrum tilfellum ógnað eða hótað þeim sem gagnrýna Íslensku þjóðfylkinguna og meðlimi hennar.

Óttast er að útlendingahatur á Íslandi geti stigmagnast yfir í aukið ofbeldi gegn minnihlutahópum af erlendum uppruna. Nýlega varð múslimi fyrir alvarlegri líkamsárás, sem endaði í beinbroti. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Alls voru rannsökuð 29 tilfelli hatursglæpa eða -atvika í fyrra, þar af voru 14 tilfelli haturstjáningar. Víða erlendis eru sterk tengsl milli þjóðernishyggju og ofbeldisvæðingar. Það sama virðist eiga við á Íslandi.

Ógnanir samfara þjóðernishyggju

Sveinn Gestur Tryggvason, sem talinn er hafa átt lykilhlut í því að Arnar Jónsson Aspar var myrtur fyrir utan heimili sitt í Mosfellsdalnum, var virkur í umræðum á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar og víðar. 

Hann tók þátt í öfgafullum umræðum sem einkenndust af útlendingahatri. Meðal annars fagnaði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár