Sveinn Gestur Tryggvason, sem var handtekinn fyrir að myrða vin sinn við heimili hans í Mosfellsdal 7. júní, hefur í nokkrum tilfellum ógnað eða hótað þeim sem gagnrýna Íslensku þjóðfylkinguna og meðlimi hennar.
Óttast er að útlendingahatur á Íslandi geti stigmagnast yfir í aukið ofbeldi gegn minnihlutahópum af erlendum uppruna. Nýlega varð múslimi fyrir alvarlegri líkamsárás, sem endaði í beinbroti. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur, samkvæmt heimildum Stundarinnar.
Alls voru rannsökuð 29 tilfelli hatursglæpa eða -atvika í fyrra, þar af voru 14 tilfelli haturstjáningar. Víða erlendis eru sterk tengsl milli þjóðernishyggju og ofbeldisvæðingar. Það sama virðist eiga við á Íslandi.
Ógnanir samfara þjóðernishyggju
Sveinn Gestur Tryggvason, sem talinn er hafa átt lykilhlut í því að Arnar Jónsson Aspar var myrtur fyrir utan heimili sitt í Mosfellsdalnum, var virkur í umræðum á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar og víðar.
Hann tók þátt í öfgafullum umræðum sem einkenndust af útlendingahatri. Meðal annars fagnaði …
Athugasemdir