Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hagfræðingar hella sér yfir Jón og Gunnar: „Rökþrota“ og „taka upp hráar röksemdir hagsmunaðila“

Gunn­ar Bragi Sveins­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Jón Gunn­ars­son, formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, sögðu í við­töl­um á RÚV í gær að ekki kæmi til greina að bjóða upp fisk­veiðikvóta líkt og Fær­ey­ing­ar hafa gert. Hag­fræð­ing­arn­ir Jón Steins­son og Þórólf­ur Matth­ías­son hafa ým­is­legt við rök­stuðn­ing þeirra að at­huga.

Hagfræðingar hella sér yfir Jón og Gunnar: „Rökþrota“ og „taka upp hráar röksemdir hagsmunaðila“

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegsráðherra og Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sögðu í viðtölum við fréttastofu RÚV í gær að ekki kæmi til greina að bjóða upp fiskveiðikvóta líkt og Færeyingar hafa gert. Helstu röksemdir Gunnars og Jóns voru þær að slíkt myndi auka samþjöppun í greininni; í Færeyjum hefðu útlendingar eignast mikinn hluta aflaheimilda og slíkt gæti einnig gerst á Íslandi.

„Ég las grein í færeyskum vefmiðli í morgun þar sem verið var að fara yfir þetta. Og það eru ýmsir gallar á þessu. Það voru ekki nýliðar sem tóku þátt, erlendir aðilar tóku mikið þátt, þetta voru stærstu aðilarnir sem buðu í og svo framvegis. Þetta er það sem við höfum sagt sem höfum efasemdir um uppboð, að myndi gerast. Þetta sé til þess fallið að ýta aflaheimildunum á enn færri hendur en er í dag. Þannig að ég get ekki séð að þetta henti okkur,“ var haft eftir Gunnari Braga og var málflutningur Jóns Gunnarssonar svipaður.

„Vá hvað þeir eru rökþrota“

Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, gagnrýnir Gunnar Braga og Jón harðlega í færslu á Facebook og segir málflutning þeirra lýsa algjöru rökþroti. „Vá hvað þeir eru rökþrota. En helstu rökin eru að útlendingar hafi tekið þátt í Færeyjum. Ég veit ekki betur en að íslensk lög banni útlendingum að eiga veiðiheimildir,“ skrifar hann og vísar þar væntanlega til 4. gr. laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sem setur hvers kyns aðkomu útlendinga að íslenskum sjávarútvegi þröngar takmarkanir.

Á þetta bendir einnig Einar Gautur Steingrímsson, hæstaréttarlögmaður. „Það gilda reglur um hverjir megi stunda útgerð hér á landi. Það eru innlendir aðilar. Fjárfestar sem myndu bjóða í kvóta eða braska með hann á eftirmarkaði myndu aldrei láta hann óveiddan. Erlendir aðilar hafa ekki yfir neinum skipum að ráða,“ skrifar hann á Facebook og bætir við: „Auðveldlega mætti með lagasetningu fyrirbyggja undarlega viðskiptahætti. T.d. mætti það varða missi veiðiréttar að nýta ekki kvótann á fiskveiðiári. Margar aðrar leiðir kæmu til greina.“

Grjót úr glerhúsi

Svo virðist sem áhyggjur Jóns Gunnarssonar og Gunnars Braga á samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi komi Jóni Steinssyni á óvart. „Svo tala þeir um samþjöppun. Þar eru nú aldeilis verjendur núverandi kerfis að kasta grjóti úr glerhúsi eins og nýleg kaup Granda á kvóta minna á,“ skrifar hann og bætir við: „Annars erum við með ákvæði í núverandi lögum um hámarkseign útgerða á kvóta. Svo það myndi setja frekari samþjöppun skorður ef uppboð væru tekin upp alveg eins og það gerir í dag. Æ hvað það hlýtur að vera ömurlegt að þurfa að standa fyrir svona aumum málflutningi.“ 

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, leggur einnig orð í belg og bendir á að svo virðist sem Torhéðinn Jenssen, fjármálastjóri Varðins – eins stærsta útgerðarfyrirtækis Færeyja – sé helsta heimild Jóns Gunnarssonar og Gunnars Braga Sveinssonar um uppboð aflaheimilda í Færeyjum. 

„Viðmælendur fréttamanns (ráðherra og formaður atvinnuveganefndar) vitna í innlegg Torhéðins Jenssen á vefsíunni vp.fo til sannindamerkis um að uppboð aflaheimilda auki samþjöppun, vinni gegn nýliðun og færi kvóta í hendur útlendinga. Nú er þess að geta að Torhéðin er ekki óháður upplýsingagjafi í þessu máli. Hann er fjármálastjóri eins stæsta útgerðarfyrirtækis Færeyja, Varðin,“ skrifar Þórólfur og bætir við: 

„Erlent eignarhald er talsvert meira í Færeyskri útgerð en hér á landi. Þannig á Samherji 1/3 í Framherja að því að mér er sagt. Mér er jafnframt sagt að Varðin sé eina stóra útgerðarfyrirtækið sem ekki er með erlenda aðila á eigendahliðinni. Því hefði krafa um að engir útlendingar kæmu að uppboðunum þýtt að Varðin hefði setið tiltölulega einn að kökunni!“

Röksemdir hagsmunaaðila verði að heilögum sannleika

Þórólfur bendir á að Lögþingið í Færeyjum hafi gert það að skilyrði þegar lögin um tilraunauppboð voru samþykkt að einungis fyrirtæki með veiðileyfi mættu bjóða í kvóta. „Hvort það hafi verið skynsamlegt má deila um, en það að nýliðar hafi ekki boðið hefur ekkert með uppboðsaðferðafræðina að gera, heldur með skilyrði Lögþingsins. Hvað samþjöppun varðar þá má nú nefna að íslenska kerfið ýtir undir samþjöppun samanber nýleg kaup HB Granda á kvóta Hafnarness VERs.“ 

Loks spyr hann: „Verður ekki að gera þær kröfur til ráðherra og formanns atvinnuveganefndar Alþingis að þeir afli sér upplýsinga áður en þeir taka upp hráar röksemdir hagsmunaaðila eins og um heilagan sannleika væri að ræða?“

Telur að uppboð séu besta aðferðin 

Stundin hefur áður birt skrif Jóns Steinssonar um tækifæri sem felast í uppboði á aflaheimildum. Í fyrra fjallaði Jón um málið í stuttu innleggi sem fylgdi fréttaskýringu Stundarinnar um afstöðu stjórnmálaflokka á Alþingi til slíkra hugmynda. Jón skrifaði meðal annars:

Það er smjörklípa að halda því fram að uppboð hafi ekki reynst vel í öðrum löndum við úthlutun á veiðiheimildum. Uppboð hafa verið notuð við úthlutun alls kyns náttúrugæða víða um heim og einnig við sölu á opinberum eignum og réttindum. Almennt hafa þau reynst vel og hafa fest sig í sessi sem algert lykiltæki í opinberri stjórnsýslu. Engum dettur í hug að selja ríkisskuldabréf á annan veg en með uppboði. Í dag er einnig gerð krafa um útboð þegar ríkið ræðst í verklegar framkvæmdir. Þetta á við um öll lönd sem ekki eru þeim mun spilltari. Önnur dæmi um uppboð af hálfu hins opinbera víða um heim eru uppboð á farsímarásum, uppboð á rétti til olíuleitar, uppboð á rétti til skógarhöggs, og svo mætti lengi telja. Það er almenn samstaða á meðal fræðimanna um að uppboð séu besta aðferðin til þess að úthluta takmörkuðum gæðum af hálfu hins opinbera. Það sem helst kemur í veg fyrir enn meiri notkun uppboða er spilling. Svo einfalt er það. Þegar uppboð eru ekki notuð hafa þeir sem eru innvígðir og innmúraðir mun meira svigrúm til þess að sölsa undir sig verðmæti á undirverði. Það er þessi spilling sem þetta mál snýst um. En stjórnarflokkarnir vilja vitaskuld þyrla upp ryki og reyna að telja fólki trú um að málið snúist um eitthvað allt annað. En það gerir það ekki. Þetta mál snýst um að viðhalda forréttindum innvígðra og innmúraðra auðmanna á kostnað almennings.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár