Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hagfræðingar hella sér yfir Jón og Gunnar: „Rökþrota“ og „taka upp hráar röksemdir hagsmunaðila“

Gunn­ar Bragi Sveins­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Jón Gunn­ars­son, formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, sögðu í við­töl­um á RÚV í gær að ekki kæmi til greina að bjóða upp fisk­veiðikvóta líkt og Fær­ey­ing­ar hafa gert. Hag­fræð­ing­arn­ir Jón Steins­son og Þórólf­ur Matth­ías­son hafa ým­is­legt við rök­stuðn­ing þeirra að at­huga.

Hagfræðingar hella sér yfir Jón og Gunnar: „Rökþrota“ og „taka upp hráar röksemdir hagsmunaðila“

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegsráðherra og Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sögðu í viðtölum við fréttastofu RÚV í gær að ekki kæmi til greina að bjóða upp fiskveiðikvóta líkt og Færeyingar hafa gert. Helstu röksemdir Gunnars og Jóns voru þær að slíkt myndi auka samþjöppun í greininni; í Færeyjum hefðu útlendingar eignast mikinn hluta aflaheimilda og slíkt gæti einnig gerst á Íslandi.

„Ég las grein í færeyskum vefmiðli í morgun þar sem verið var að fara yfir þetta. Og það eru ýmsir gallar á þessu. Það voru ekki nýliðar sem tóku þátt, erlendir aðilar tóku mikið þátt, þetta voru stærstu aðilarnir sem buðu í og svo framvegis. Þetta er það sem við höfum sagt sem höfum efasemdir um uppboð, að myndi gerast. Þetta sé til þess fallið að ýta aflaheimildunum á enn færri hendur en er í dag. Þannig að ég get ekki séð að þetta henti okkur,“ var haft eftir Gunnari Braga og var málflutningur Jóns Gunnarssonar svipaður.

„Vá hvað þeir eru rökþrota“

Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, gagnrýnir Gunnar Braga og Jón harðlega í færslu á Facebook og segir málflutning þeirra lýsa algjöru rökþroti. „Vá hvað þeir eru rökþrota. En helstu rökin eru að útlendingar hafi tekið þátt í Færeyjum. Ég veit ekki betur en að íslensk lög banni útlendingum að eiga veiðiheimildir,“ skrifar hann og vísar þar væntanlega til 4. gr. laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sem setur hvers kyns aðkomu útlendinga að íslenskum sjávarútvegi þröngar takmarkanir.

Á þetta bendir einnig Einar Gautur Steingrímsson, hæstaréttarlögmaður. „Það gilda reglur um hverjir megi stunda útgerð hér á landi. Það eru innlendir aðilar. Fjárfestar sem myndu bjóða í kvóta eða braska með hann á eftirmarkaði myndu aldrei láta hann óveiddan. Erlendir aðilar hafa ekki yfir neinum skipum að ráða,“ skrifar hann á Facebook og bætir við: „Auðveldlega mætti með lagasetningu fyrirbyggja undarlega viðskiptahætti. T.d. mætti það varða missi veiðiréttar að nýta ekki kvótann á fiskveiðiári. Margar aðrar leiðir kæmu til greina.“

Grjót úr glerhúsi

Svo virðist sem áhyggjur Jóns Gunnarssonar og Gunnars Braga á samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi komi Jóni Steinssyni á óvart. „Svo tala þeir um samþjöppun. Þar eru nú aldeilis verjendur núverandi kerfis að kasta grjóti úr glerhúsi eins og nýleg kaup Granda á kvóta minna á,“ skrifar hann og bætir við: „Annars erum við með ákvæði í núverandi lögum um hámarkseign útgerða á kvóta. Svo það myndi setja frekari samþjöppun skorður ef uppboð væru tekin upp alveg eins og það gerir í dag. Æ hvað það hlýtur að vera ömurlegt að þurfa að standa fyrir svona aumum málflutningi.“ 

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, leggur einnig orð í belg og bendir á að svo virðist sem Torhéðinn Jenssen, fjármálastjóri Varðins – eins stærsta útgerðarfyrirtækis Færeyja – sé helsta heimild Jóns Gunnarssonar og Gunnars Braga Sveinssonar um uppboð aflaheimilda í Færeyjum. 

„Viðmælendur fréttamanns (ráðherra og formaður atvinnuveganefndar) vitna í innlegg Torhéðins Jenssen á vefsíunni vp.fo til sannindamerkis um að uppboð aflaheimilda auki samþjöppun, vinni gegn nýliðun og færi kvóta í hendur útlendinga. Nú er þess að geta að Torhéðin er ekki óháður upplýsingagjafi í þessu máli. Hann er fjármálastjóri eins stæsta útgerðarfyrirtækis Færeyja, Varðin,“ skrifar Þórólfur og bætir við: 

„Erlent eignarhald er talsvert meira í Færeyskri útgerð en hér á landi. Þannig á Samherji 1/3 í Framherja að því að mér er sagt. Mér er jafnframt sagt að Varðin sé eina stóra útgerðarfyrirtækið sem ekki er með erlenda aðila á eigendahliðinni. Því hefði krafa um að engir útlendingar kæmu að uppboðunum þýtt að Varðin hefði setið tiltölulega einn að kökunni!“

Röksemdir hagsmunaaðila verði að heilögum sannleika

Þórólfur bendir á að Lögþingið í Færeyjum hafi gert það að skilyrði þegar lögin um tilraunauppboð voru samþykkt að einungis fyrirtæki með veiðileyfi mættu bjóða í kvóta. „Hvort það hafi verið skynsamlegt má deila um, en það að nýliðar hafi ekki boðið hefur ekkert með uppboðsaðferðafræðina að gera, heldur með skilyrði Lögþingsins. Hvað samþjöppun varðar þá má nú nefna að íslenska kerfið ýtir undir samþjöppun samanber nýleg kaup HB Granda á kvóta Hafnarness VERs.“ 

Loks spyr hann: „Verður ekki að gera þær kröfur til ráðherra og formanns atvinnuveganefndar Alþingis að þeir afli sér upplýsinga áður en þeir taka upp hráar röksemdir hagsmunaaðila eins og um heilagan sannleika væri að ræða?“

Telur að uppboð séu besta aðferðin 

Stundin hefur áður birt skrif Jóns Steinssonar um tækifæri sem felast í uppboði á aflaheimildum. Í fyrra fjallaði Jón um málið í stuttu innleggi sem fylgdi fréttaskýringu Stundarinnar um afstöðu stjórnmálaflokka á Alþingi til slíkra hugmynda. Jón skrifaði meðal annars:

Það er smjörklípa að halda því fram að uppboð hafi ekki reynst vel í öðrum löndum við úthlutun á veiðiheimildum. Uppboð hafa verið notuð við úthlutun alls kyns náttúrugæða víða um heim og einnig við sölu á opinberum eignum og réttindum. Almennt hafa þau reynst vel og hafa fest sig í sessi sem algert lykiltæki í opinberri stjórnsýslu. Engum dettur í hug að selja ríkisskuldabréf á annan veg en með uppboði. Í dag er einnig gerð krafa um útboð þegar ríkið ræðst í verklegar framkvæmdir. Þetta á við um öll lönd sem ekki eru þeim mun spilltari. Önnur dæmi um uppboð af hálfu hins opinbera víða um heim eru uppboð á farsímarásum, uppboð á rétti til olíuleitar, uppboð á rétti til skógarhöggs, og svo mætti lengi telja. Það er almenn samstaða á meðal fræðimanna um að uppboð séu besta aðferðin til þess að úthluta takmörkuðum gæðum af hálfu hins opinbera. Það sem helst kemur í veg fyrir enn meiri notkun uppboða er spilling. Svo einfalt er það. Þegar uppboð eru ekki notuð hafa þeir sem eru innvígðir og innmúraðir mun meira svigrúm til þess að sölsa undir sig verðmæti á undirverði. Það er þessi spilling sem þetta mál snýst um. En stjórnarflokkarnir vilja vitaskuld þyrla upp ryki og reyna að telja fólki trú um að málið snúist um eitthvað allt annað. En það gerir það ekki. Þetta mál snýst um að viðhalda forréttindum innvígðra og innmúraðra auðmanna á kostnað almennings.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár