Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hæstiréttur staðfestir að Eyjólfur verði sendur til Noregs

Hæstirétt­ur Ís­lands stað­festi rétt í þessu dóm Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur um að fimm ára gam­all dreng­ur skuli nauð­ug­ur flutt­ur frá fjöl­skyldu sinni og til Nor­egs þar sem hann verð­ur vist­að­ur til 18 ára ald­urs. „Hvað á ég að gera?“ spyr Elva Christ­ina, móð­ir Eyj­ólfs.

Hæstiréttur staðfestir að Eyjólfur verði sendur til Noregs
Eyjólfur Móðir Eyjólfs hefur tuttugu og fimm daga til þess að kveðja son sinn fyrir fullt og allt. Mynd: Notandi

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fimm ára gamals íslensks drengs sem norska barnaverndin vill fá í sína vörslu.

Amma og Eyjólfur
Amma og Eyjólfur Helena Brynjólfsdóttir hefur barist fyrir því að halda í forsjá yfir Eyjólfi en hún flúði með hann til Íslands í sumar.

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið undanfarna mánuði eða allt frá því amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, flúði með hann hingað til lands í sumar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á grundvelli Haag-samningsins en samkvæmt honum hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að ákveða að barni, sem hefur verið flutt til landsins með ólögmætum hætti, eða er haldið hér á landi á ólögmætan hátt, skuli skilað þegar í stað.

Dómurinn er áfall fyrir fjölskyldu drengsins en hún hefur barist fyrir því að fá lausn sinna mála hér á landi í stað þess að senda fimm ára gamalt barnið til Noregs þar sem hann þekkir ekki neinn og talar ekki norsku.

„Hvað á ég að gera?“ spurði Elva Christina, móðir Eyjólfs, í samtali við Stundina skömmu eftir að hún fékk símtal frá lögfræðingi sínum sem tjáði henni niðurstöðuna. Hún segir fjölskylduna fá að verja 25 dögum með Eyjólfi áður en hann verður tekinn með lögregluvaldi og fluttur nauðugur til Noregs þann 4. desember næstkomandi.

Dagur í lífi Eyjólfs

Blaðamaður eyddi degi með Eyjólfi sem vaknaði með bros á vör og fór að sofa með bros á vör.

Nú þurfa stjórnvöld að bregðast við

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur að undanförnu verið í sambandi við forsvarsmenn norsku barnaverndarinnar en líkt og Stundin greindi frá þá vildu talsmenn norsku barnaverndarinnar fyrst fá niðurstöðu í dóm Hæstaréttar áður en næstu skref yrðu stigin í málinu. Nú hefur dómur fallið og þetta gæti þýtt að norska barnaverndin fái Eyjólf í sína vörslu áður en íslensk barnaverndaryfirvöld geta samið um lausn málsins. Það þýðir að Eyjólfur verður fluttur til Noregs til þess eins að vera fluttur aftur til Íslands þar sem mál hans og fjölskyldu hans yrðu leyst í samvinnu við íslensk stjórnvöld.

„Þá verður slitið á öll tengsl
drengsins við fjölskyldumeðlimi“

Ef íslensk stjórnvöld ná ekki samkomulagi við norsku barnaverndina þá fær enginn nema móðir drengsins, Elva Christina, að hitta hann næstu þrettán árin. Heimsóknartíminn hennar yrði líka af afar skornum skammti. Tvær heimsóknir á ári og í tvo klukkutíma í senn undir ströngu eftirliti norsku barnaverndarinnar. Þá verður slitið á öll tengsl drengsins við fjölskyldumeðlimi, þar á meðal ömmu drengsins, Helenu, sem hefur alið hann upp nánast frá blautu barnsbeini.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er rætt við Elvu Christinu sem segist óttast það mest að Eyjólfur verði tekinn af henni og hún fái ekki að sjá hann: „Að Eyjólfur eigi eftir að gleyma mér á þessum árum. Að hann verði misnotaður á fósturheimilinu í Noregi eins og tugir ef ekki hundruð barna hafa lent í þarna úti. Að ég geti ekkert gert til að hjálpa litla drengnum mínum þegar hann er í neyð eða ef það er brotið á honum. Að eyðileggja hann fyrir lífstíð því ég barðist við fíkniefnadjöfulinn og tapaði í fyrstu. Það óttast ég mest.“

Elskar að leika sér úti

Blaðamaður hitti Eyjólf þar sem hann býr ásamt ömmu sinni og mömmu í Álfheimum í Reykjavík. Eyjólfur er fjörugur, skýr og skemmtilegur fimm ára strákur sem virðist elska fjölskylduna sína.  Þá á hann vini í leikskólanum og finnst afskaplega gaman að leika sér við frænkur sínar, þær Helenu og Siggu. Honum finnst gaman í fótbolta og að vera úti að leika sér. Úti að leika sér með vinum sínum frá leikskólanum. Leikskólanum sem hann gæti verið rifinn frá eftir tæpan mánuð.

„Af hverju ætti að refsa honum fyrir það sem ég hef gert? Ég hef tekið þeim afleiðingum og ég er tilbúin að taka út mína refsingu, hver sem hún er. Aldrei gæti ég samt lifað með því ef hann yrði tekinn frá mér og sendur í burtu. Aldrei. Ég veit ekki hvað ég geri ef ég missi hann,“ sagði Elva Christina og var auðsjáanlega mikið niður fyrir.

„Ekki taka hann frá mér. Geturðu beðið þau um það? Að taka hann ekki frá mér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár