Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gekk úr Sjálfstæðisflokknum og er nú óháður varabæjarfulltrúi

Karl Pét­ur Jóns­son er full­trúi í skóla- og jafn­rétt­is­nefnd Seltjarn­ar­ness sam­kvæmt sam­komu­lagi við bæj­ar­stjórn­ar­meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Um leið starfar hann sem að­stoð­ar­mað­ur fyr­ir ráð­herra Við­reisn­ar.

Gekk úr Sjálfstæðisflokknum og er nú óháður varabæjarfulltrúi

Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félagsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, gegnir enn trúnaðarstörfum fyrir Seltjarnarnesbæ eftir að hafa verið kjörinn varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014. Hann skráði sig úr Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda síðustu þingkosninga og gekk til liðs við Viðreisn. Í dag er hann óháður varabæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi en situr áfram í skólanefnd og jafnréttisnefnd bæjarins. „Meirihlutinn á Seltjarnarnesi sýndi mér með þessu traust, sem ég er einkar þakklátur fyrir enda er starfið í þessum nefndum einkar gefandi og skemmtilegt,“ segir Karl, aðspurður um málið, en Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta sínum á Seltjarnarnesi í síðustu bæjarstjórnarkosningum. 

„Ég var kjörinn varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn vorið 2014, en gekk úr flokknum síðastliðið haust í aðdraganda kosninga og gekk til liðs við Viðreisn,“ segir Karl í svari við tölvupósti Stundarinnar. „Við þau tímamót bauðst ég til að gegna áfram skyldum mínum í skóla- og jafnréttisnefnd og var því boði tekið af hálfu leiðtoga meirihlutans í bæjarstjórn Seltjarnarness. Ég sit nú sem óháður varabæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og fulltrúi í þessum tveimur nefndum og mun gera það út kjörtímabilið.“ Hann segir árangur í skólamálum á Seltjarnarnesi góðan, skólinn sé í stöðugri framför og að honum standi samhentur hópur pólitískra fulltrúa, kennara, foreldra og barna. „Starf jafnréttisnefndar er einnig mikilvægt, en bærinn hefur nýlokið við jafnlaunaúttekt og endurskoðun á jafnréttisáætlun bæjarins.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár