Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir skort á samráði: Samráðsnefnd ekki með í ráðum

Katrín Jak­obs­dótt­ir gagn­rýn­ir stjórn­ar­meiri­hlut­ann fyr­ir skort á sam­ráði við gerð af­l­andskrónu­frum­varps Bjarna Bene­dikts­son­ar. Hún seg­ir ólík­legt að gjald­eyr­is­höft verði af­num­in fyr­ir kosn­ing­ar í haust. „Stað­reynd­in er sú að frum­varp­ið mun ekki aflétta höft­um af ís­lensk­um al­menn­ingi, fyr­ir­tækj­um og líf­eyr­is­sjóð­um og enn ligg­ur ekki fyr­ir hvenær það verð­ur gert.“

Gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir skort á samráði: Samráðsnefnd ekki með í ráðum

Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Pírata sátu hjá þegar greidd voru atkvæði með aflandskrónufrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Í nefndaráliti minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar, undirrituðu af Katrínu Jakbosdóttur formanni Vinstri grænna, er meirihlutinn meðal annars gagnrýndur fyrir skort á samráði í málinu. Samráðsnefnd um losun hafta, þar sem allir stjórnmálaflokkar eiga fulltrúa, hafi ekki verið höfð með í ráðum um gerð frumvarpsins. „Það einkennir því þessa aðgerð, eins og aðrar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í haftalosunarmálum, að samráð hefur verið lítið sem ekkert og stjórnarandstöðunni hefur verið stillt upp frammi fyrir orðnum hlut þegar kemur að því að taka afstöðu í stórum og mikilvægum málum á borð við þetta frumvarp sem snýst um meðferð svokallaðra aflandskrónueigna sem nema um 319 milljörðum kr., eða 15% af vergri landsframleiðslu,“ segir meðal annars í nefndarálitinu. 

Þá segir að skortur á samráði í þessum málum allt kjörtímabilið sé óviðunandi, enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár