Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir skort á samráði: Samráðsnefnd ekki með í ráðum

Katrín Jak­obs­dótt­ir gagn­rýn­ir stjórn­ar­meiri­hlut­ann fyr­ir skort á sam­ráði við gerð af­l­andskrónu­frum­varps Bjarna Bene­dikts­son­ar. Hún seg­ir ólík­legt að gjald­eyr­is­höft verði af­num­in fyr­ir kosn­ing­ar í haust. „Stað­reynd­in er sú að frum­varp­ið mun ekki aflétta höft­um af ís­lensk­um al­menn­ingi, fyr­ir­tækj­um og líf­eyr­is­sjóð­um og enn ligg­ur ekki fyr­ir hvenær það verð­ur gert.“

Gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir skort á samráði: Samráðsnefnd ekki með í ráðum

Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Pírata sátu hjá þegar greidd voru atkvæði með aflandskrónufrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Í nefndaráliti minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar, undirrituðu af Katrínu Jakbosdóttur formanni Vinstri grænna, er meirihlutinn meðal annars gagnrýndur fyrir skort á samráði í málinu. Samráðsnefnd um losun hafta, þar sem allir stjórnmálaflokkar eiga fulltrúa, hafi ekki verið höfð með í ráðum um gerð frumvarpsins. „Það einkennir því þessa aðgerð, eins og aðrar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í haftalosunarmálum, að samráð hefur verið lítið sem ekkert og stjórnarandstöðunni hefur verið stillt upp frammi fyrir orðnum hlut þegar kemur að því að taka afstöðu í stórum og mikilvægum málum á borð við þetta frumvarp sem snýst um meðferð svokallaðra aflandskrónueigna sem nema um 319 milljörðum kr., eða 15% af vergri landsframleiðslu,“ segir meðal annars í nefndarálitinu. 

Þá segir að skortur á samráði í þessum málum allt kjörtímabilið sé óviðunandi, enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár