Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Pírata sátu hjá þegar greidd voru atkvæði með aflandskrónufrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Í nefndaráliti minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar, undirrituðu af Katrínu Jakbosdóttur formanni Vinstri grænna, er meirihlutinn meðal annars gagnrýndur fyrir skort á samráði í málinu. Samráðsnefnd um losun hafta, þar sem allir stjórnmálaflokkar eiga fulltrúa, hafi ekki verið höfð með í ráðum um gerð frumvarpsins. „Það einkennir því þessa aðgerð, eins og aðrar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í haftalosunarmálum, að samráð hefur verið lítið sem ekkert og stjórnarandstöðunni hefur verið stillt upp frammi fyrir orðnum hlut þegar kemur að því að taka afstöðu í stórum og mikilvægum málum á borð við þetta frumvarp sem snýst um meðferð svokallaðra aflandskrónueigna sem nema um 319 milljörðum kr., eða 15% af vergri landsframleiðslu,“ segir meðal annars í nefndarálitinu.
Þá segir að skortur á samráði í þessum málum allt kjörtímabilið sé óviðunandi, enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór
Athugasemdir