Segir „kerfisbreytingalausa“ ríkisstjórn ætla að fresta „nauðsynlegri eflingu velferðar og menntakerfis“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, seg­ir rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar boða íhalds­sama stefnu í skatta- og rík­is­fjár­mál­um.

Segir „kerfisbreytingalausa“ ríkisstjórn ætla að fresta „nauðsynlegri eflingu velferðar og menntakerfis“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir nýja ríkisstjórn boða íhaldssama stefnu í skatta- og ríkisfjármálum. Þrátt fyrir allt tal um kerfisbreytingar í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og Evrópumálum hafi verið mynduð ríkisstjórn sem ætli fyrst og fremst að vinna eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins en setja hvers kyns kerfisbreytingar á ís.

Þetta kom fram í ræðu Katrínar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi. 

„Það segir sína sögu að hæstvirtur forsætisráðherra ákvað að vitna í Tómas Guðmundsson og kvæði hans frá fjórða áratug síðustu aldar því að stjórnarsáttmálinn er um margt í besta 1920-stíl, kannski táknrænt að hann er undirritaður af þremur karlmönnum þrátt fyrir batnandi kynjahlutföll á þingi,“ sagði Katrín og bætti við: 

„Kynning fjármálaráðherra, sem við heyrðum af í fjölmiðlum, á ríkisfjármálastefnu nýrrar stjórnar er sömuleiðis íhaldssöm. Sú ríkisstjórn sem nú hefur tekið við boðar nefnilega íhaldssama stefnu. Það má kalla hana jafnvægi, það má líka kalla hana kyrrstöðu því að ætlunin er að fresta nauðsynlegri eflingu velferðar og menntakerfis, það á ekki að byggja meira upp en rúmast innan hagsveiflunnar. Það má ekki afla aukatekna til að byggja upp aðþrengt velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Undir þetta er kvittað í ræðu hæstvirts forsætisráðherra þegar hann segir: Fjármagnið er af of skornum skammti.““

„Staðreyndir fremur en hughrif“

Í ræðu sinni hafði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagt að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefði kallað fram þau „hughrif“ hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmálinn um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu væri brostinn. Katrín Jakobsdóttir hæddist að orðalaginu og sagði: 

„Hughrifin birtast líklega í 86.000 undirskriftum frá Íslendingum sem kröfðu stjórnmálamenn um aukin framlög til heilbrigðismála. Hughrifin birtast í því að greiðsluþátttaka sjúklinga hér á landi er umtalsvert meiri en annars staðar á Norðurlöndum á sama tíma og skortir fjármuni til að tryggja mönnun og viðunandi aðstæður. Og ætli það skapi ekki líka ákveðin hughrif að í tíð núverandi hæstvirts forsætisráðherra í fjármálaráðuneytinu lækkaði skattbyrðin á tekjuhæstu hópana og þyngdist á aðra hópa. Sumir myndu reyndar kalla þetta staðreyndir fremur en hughrif.“ 

Varar við auknum álögum á almenning  

Katrín hvatti til kerfisbreytinga á sviði skatta- og velferðarmála og sagði brýnt að leiðrétta stöðu tekjulægstu hópanna í ljósi kannana sem sýni að nokkur þúsund börn líða efnislegan skort á Íslandi.

„Til að tryggja jöfnuð og félagslegan stöðugleika þarf að ráðast í kerfisbreytingar, skattleggja fjármagnið og létta skattbyrðinni af tekjulægstu hópunum. Þar væri hægt að byrja á sjúklingasköttunum sem eru hærri hér en annars staðar og um leið væri hægt að afla aukinna tekna af þeim sem hafa mest milli handa því að ef aðhald er sett á útgjöld í velferðarmálum í stað þess að hækka skatta á auðmenn er í raun verið að hækka álögur á venjulegt fólk fremur en þá ríkustu.“

Þá vék hún almennt að umræðunni um kerfisbreytingar:

„Kerfisbreytingar voru orð síðustu kosningabaráttu. Heilir flokkar voru stofnaðir um slíkar breytingar í sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem og Evrópusambandsaðild. Þessir sömu flokkar eru mættir í ríkisstjórn sem fyrst og fremst mótast af stefnu Sjálfstæðisflokksins — allt á réttri leið, sagði hann í síðustu kosningabaráttu og nánast endurprentar stefnuskrána í stjórnarsáttmálanum. Kerfisbreytingar bíða betri tíma. Ekki er hægt að gera allt í einu enda er framtíðin löng, segir nýr fjármálaráðherra. Manni kemur annar ráðherra í hug úr sjónvarpsþáttunum „Já, ráðherra“ sem var einmitt ritstjóri blaðsins „Reform“ sem mætti þýða sem „Kerfisbreytingar“ áður en hann varð ráðherra stjórnsýslumálefna. Frasinn um að Róm hafi ekki verið byggð á einum degi varð honum einmitt mjög tamur eftir að hann tók við embætti og kynntist sínum ágætu embættismönnum.“

Katrín benti á að eftirkosningar vildu forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar skyndilega að þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB yrði frestað.

„Skyndilega er Róm ekki byggð á einum degi og menn fara að vitna í Tómas Guðmundsson í leit að innblæstri. Tómas Guðmundsson orti raunar fleira en Hótel jörð, t.d. þetta:„Og satt er það að stundum hef ég þurft / á öllu mínu ístöðuleysi að halda.“ Einhvern veginn komu mér þessi orð í hug þegar nýr stjórnarsáttmáli birtist eftir margra mánaða tal um kerfisbreytingar, nokkurn veginn kerfisbreytingalaus.“

Hér má lesa stefnuræðu Bjarna Benediktssonar í heild. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár