Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Einn af forystumönnum flokksins sem kennir sig við kvenfrelsi segir að konur noti þetta til að upphefja sjálfar sig“

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir hélt langa og harð­orða ræðu yf­ir Ög­mundi Jónas­syni eft­ir að hann sagði kon­ur not­færa sér tal um mót­læti í stjórn­mál­um sjálf­um sér til fram­drátt­ar.

„Einn af forystumönnum flokksins sem kennir sig við kvenfrelsi segir að konur noti þetta til að upphefja sjálfar sig“

Ögmundur Jónassonar, þingmaður Vinstri grænna og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, var gagnrýndur harðlega í Vikulokunum á Rás 1 í gær eftir að hann gaf lítið fyrir málflutning þess efnis að konur mættu meira mótlæti í stjórnmálum en karlar. 

Eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hafði haldið því fram að karlar fengju mýkri meðferð í stjórnmálum en konur, og Björt Ólafsdóttir þingkona Bjartrar framtíðar, tekið undir það, sagði Ögmundur: 

„Ég er náttúrlega oft búinn að heyra þessa ræðu. Nú eru þær að lýsa sinni upplifun en þó hef ég stundum á tilfinningunni að konur séu að nýta sér svona tal sjálfum sér til framdráttar. Mér finnst þetta. Mér finnst konur oft, þetta er svona soldið klisjutal að konur hugsi öðruvísi en karlar og eitthvað svoleiðis, en ég hef ekki upplifað það þannig. Sumir karlar eru frekir og yfirgangssamir og aðrir ekki, það sama gildir um konur.“

Hanna Birna og Björt furðuðu sig á ummælunum, sögðu þau ómakleg og staðfesta mál sitt. Hanna Birna svaraði Ögmundi í löngu máli:

„Mig langar aðeins hérna, af því Ögmundur segir… mér finnst það alveg ótrúlega ómaklegt og makalaust af manni sem situr í flokki sem kennir sig við jafnrétti að reyna að halda því fram að upplifun kvenna af því að þetta sé karlaheimur – sem þetta er, það er ekkert ykkur sem sitjið hér að kenna, það er enginn að gagnrýna karlana sem eru til í dag – þetta er eldgömul menning, eldgömul hefð, karlar hafa stjórnað í stjórnmálum frá því stjórnmál urðu til. Konur eru rétt að byrja að feta sig inn á þann vettvang, og er það eitthvað einkennilegt að enn séu leifar eftir af því? Nei. En einn af forystumönnum flokksins sem kennir sig við kvenfrelsi segir að konur noti þetta til að upphefja sjálfar sig, og mér finnst það makalaus túlkun á okkar upplifun, og ég bendi líka á að þetta er ekki bara upplifun, Ögmundur. Staðreyndin er sú að, það er alveg hárrétt að konur hafa náð miklum árangri á Íslandi; um helmingur þingmanna í dag eru konur. En hvernig skyldi standa á því að ef reiknuð er þingreynsla þessara kvenna, þá er hún alltaf helmingi styttri en karlanna? Hvernig skyldi standa á því að íslenskar konur sem fara inn á þing sitja nákvæmlega helmingi skemur en íslenskir karlar? Er eitthvað í konunum, er einhver defect í þeim? Eða gæti það verið að umhverfið hentaði þeim verr? Gæti það verið að kona sem er með lengstu þingreynslu á Íslandi er að fara út af þingi, er fertug, hún er fertug, hún er að fara út af þingi og það er staðreynd, Ögmundur, að karlar sitja helmingi lengur… og að reyna svo að halda því fram að þetta sé eitthvað sem konur nota… nei þetta er staðreynd sem við upplifum á hverjum einasta degi. Við eigum sem jafnréttissamfélag að hafa hugrekki til að viðurkenna það, vinna með það og tala um það en ekki tala eins og það sé einhver tilbúin upplifun.“

Björt Ólafsdóttir tók undir þetta. „Mér finnst þessi ummæli Ögmundar hreint ótrúleg og er eiginlega dálítið bit yfir þeim,“ sagði hún og bætti því við að umhverfið á Alþingi væri ófjölskylduvænt, fyrst og fremst starf fyrir miðaldra karlmenn og það væri bagalegt.

Ögmundur hvikaði hins vegar ekki frá ummælum sínum. Þegar Björt spurði: „Hvernig er hægt að nota sér þetta til framdráttar?“ svaraði hann: „Mér bara finnst það. Ég er að reyna að halda minni skoðun fram hérna og þetta er bara slegið niður og þið hafið bara ekki heyrt aðra eins ósvífni og að ég skuli leyfa mér að tala svona og svo framvegis, semsagt, og ég er bara sleginn niður. Ég ætla ekki að láta slá mig niður út af þessu. Ég er bara að segja það að ég vil líta á konur og karla sem einstaklinga, mismunandi einstaklinga, ég vil horfa til þess að staða karla og kvenna er mismunandi í okkar samfélagi, það endurspeglast í öllu samfélaginu og við eigum að reyna að taka á því. Og það að ég vilji ekki jafnrétti, og ég sem einstaklingur sé að svíkja einhverjar hugsjónir um jafnrétti og jafna stöðu karla og kvenna, ég vísa því algjörlega frá, algjörlega.“

Viðtalið hefur vakið nokkra athygli og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason hrósar Björt og Hönnu Birnu á Facebook:

Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, leggur orð í belg:

Þá tjáir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sig um málið: 

„Áhugaverð umræða og mjög sterkt innlegg hjá Hönnu Birnu. Staðreyndin er sú að feðraveldið og karlasamstaðan lifir enn góðu lífi í stjórnmálum. Það skvettist á karla og þeir hrista það af sér, það skvettist á konur og þær eru eltar uppi þangað til þær segja af sér. Ekki gott að átta sig á hvernig konur nýta það sjálfum sér til framdráttar!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár