Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Einn af forystumönnum flokksins sem kennir sig við kvenfrelsi segir að konur noti þetta til að upphefja sjálfar sig“

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir hélt langa og harð­orða ræðu yf­ir Ög­mundi Jónas­syni eft­ir að hann sagði kon­ur not­færa sér tal um mót­læti í stjórn­mál­um sjálf­um sér til fram­drátt­ar.

„Einn af forystumönnum flokksins sem kennir sig við kvenfrelsi segir að konur noti þetta til að upphefja sjálfar sig“

Ögmundur Jónassonar, þingmaður Vinstri grænna og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, var gagnrýndur harðlega í Vikulokunum á Rás 1 í gær eftir að hann gaf lítið fyrir málflutning þess efnis að konur mættu meira mótlæti í stjórnmálum en karlar. 

Eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hafði haldið því fram að karlar fengju mýkri meðferð í stjórnmálum en konur, og Björt Ólafsdóttir þingkona Bjartrar framtíðar, tekið undir það, sagði Ögmundur: 

„Ég er náttúrlega oft búinn að heyra þessa ræðu. Nú eru þær að lýsa sinni upplifun en þó hef ég stundum á tilfinningunni að konur séu að nýta sér svona tal sjálfum sér til framdráttar. Mér finnst þetta. Mér finnst konur oft, þetta er svona soldið klisjutal að konur hugsi öðruvísi en karlar og eitthvað svoleiðis, en ég hef ekki upplifað það þannig. Sumir karlar eru frekir og yfirgangssamir og aðrir ekki, það sama gildir um konur.“

Hanna Birna og Björt furðuðu sig á ummælunum, sögðu þau ómakleg og staðfesta mál sitt. Hanna Birna svaraði Ögmundi í löngu máli:

„Mig langar aðeins hérna, af því Ögmundur segir… mér finnst það alveg ótrúlega ómaklegt og makalaust af manni sem situr í flokki sem kennir sig við jafnrétti að reyna að halda því fram að upplifun kvenna af því að þetta sé karlaheimur – sem þetta er, það er ekkert ykkur sem sitjið hér að kenna, það er enginn að gagnrýna karlana sem eru til í dag – þetta er eldgömul menning, eldgömul hefð, karlar hafa stjórnað í stjórnmálum frá því stjórnmál urðu til. Konur eru rétt að byrja að feta sig inn á þann vettvang, og er það eitthvað einkennilegt að enn séu leifar eftir af því? Nei. En einn af forystumönnum flokksins sem kennir sig við kvenfrelsi segir að konur noti þetta til að upphefja sjálfar sig, og mér finnst það makalaus túlkun á okkar upplifun, og ég bendi líka á að þetta er ekki bara upplifun, Ögmundur. Staðreyndin er sú að, það er alveg hárrétt að konur hafa náð miklum árangri á Íslandi; um helmingur þingmanna í dag eru konur. En hvernig skyldi standa á því að ef reiknuð er þingreynsla þessara kvenna, þá er hún alltaf helmingi styttri en karlanna? Hvernig skyldi standa á því að íslenskar konur sem fara inn á þing sitja nákvæmlega helmingi skemur en íslenskir karlar? Er eitthvað í konunum, er einhver defect í þeim? Eða gæti það verið að umhverfið hentaði þeim verr? Gæti það verið að kona sem er með lengstu þingreynslu á Íslandi er að fara út af þingi, er fertug, hún er fertug, hún er að fara út af þingi og það er staðreynd, Ögmundur, að karlar sitja helmingi lengur… og að reyna svo að halda því fram að þetta sé eitthvað sem konur nota… nei þetta er staðreynd sem við upplifum á hverjum einasta degi. Við eigum sem jafnréttissamfélag að hafa hugrekki til að viðurkenna það, vinna með það og tala um það en ekki tala eins og það sé einhver tilbúin upplifun.“

Björt Ólafsdóttir tók undir þetta. „Mér finnst þessi ummæli Ögmundar hreint ótrúleg og er eiginlega dálítið bit yfir þeim,“ sagði hún og bætti því við að umhverfið á Alþingi væri ófjölskylduvænt, fyrst og fremst starf fyrir miðaldra karlmenn og það væri bagalegt.

Ögmundur hvikaði hins vegar ekki frá ummælum sínum. Þegar Björt spurði: „Hvernig er hægt að nota sér þetta til framdráttar?“ svaraði hann: „Mér bara finnst það. Ég er að reyna að halda minni skoðun fram hérna og þetta er bara slegið niður og þið hafið bara ekki heyrt aðra eins ósvífni og að ég skuli leyfa mér að tala svona og svo framvegis, semsagt, og ég er bara sleginn niður. Ég ætla ekki að láta slá mig niður út af þessu. Ég er bara að segja það að ég vil líta á konur og karla sem einstaklinga, mismunandi einstaklinga, ég vil horfa til þess að staða karla og kvenna er mismunandi í okkar samfélagi, það endurspeglast í öllu samfélaginu og við eigum að reyna að taka á því. Og það að ég vilji ekki jafnrétti, og ég sem einstaklingur sé að svíkja einhverjar hugsjónir um jafnrétti og jafna stöðu karla og kvenna, ég vísa því algjörlega frá, algjörlega.“

Viðtalið hefur vakið nokkra athygli og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason hrósar Björt og Hönnu Birnu á Facebook:

Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, leggur orð í belg:

Þá tjáir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sig um málið: 

„Áhugaverð umræða og mjög sterkt innlegg hjá Hönnu Birnu. Staðreyndin er sú að feðraveldið og karlasamstaðan lifir enn góðu lífi í stjórnmálum. Það skvettist á karla og þeir hrista það af sér, það skvettist á konur og þær eru eltar uppi þangað til þær segja af sér. Ekki gott að átta sig á hvernig konur nýta það sjálfum sér til framdráttar!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár