Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ég er á móti málskotsréttinum“: Frambjóðendur sitja fyrir svörum

Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um spurt alla fram­bjóð­end­ur til for­seta tíu spurn­inga er varða nokk­ur af helstu deilu og álita­mál­um líð­andi stund­ar. Hér ber að líta svör þeirra við fyrstu spurn­ing­unni: „Hvað finnst þér um máls­skots­rétt for­seta og í hvaða til­fell­um get­ur þú séð fyr­ir þér að nýta hann?“

„Ég er á móti málskotsréttinum“: Frambjóðendur sitja fyrir svörum
Frambjóðendurnir. Níu einstaklingar eru í boði sem næsti forseti lýðveldisins.

Stundin hefur spurt alla frambjóðendur* til forseta tíu spurninga er varða nokkur af helstu deilu og álitamálum líðandi stundar. Hér ber að líta svör þeirra við fyrstu spurningunni:

Hvað finnst þér um málsskotsrétt forseta og í hvaða tilfellum getur þú séð fyrir þér að nýta hann?


Andri Snær Magnason

Andri Snær.
Andri Snær. Rithöfundur.

„Ég tel að drögin að nýrri stjórnarskrá séu mjög áhugaverð lending. Að ákveðin prósenta kjósenda geti krafist atkvæðagreiðslu. Að aðhaldið sé hjá þjóðinni, því það hefur verið algjörlega upp og ofan hvort 15.000 undirskriftir eða 90.000 undirskriftir hafi náð að knýja fram ákvarðanir hjá forseta. Málskotsrétturinn sé þó ennþá í höndum forseta, þannig að ef lög eru sett að næturþeli, sem forseti telur að eigi að fara fyrir þjóðina sé það möguleiki. Mér þætti verra að setja persónulega fram tölu, mér finnst mikilvægara að við komum okkur út úr þessu persónulega fari, og klárum verkið sem býr til ferilinn. Mér finnst vera mikilvægast að lögfesta þetta, en ekki að þetta séu persónulegir duttlungar hver prósentan er. Ég veit ekki hvort 10 eða 15% talan er rétt, en við þurfum saman að komast að því. Það eru örugglega allskonar sérfræðingar sem hafa vit á því. Við þurfum líka að þroskast svo þetta sé ekki bara einhver takki sem við ýtum á, svo þingið sjálft geti tekið í sameiningu sæmilega óvinsæla ákvörðun, við verðum að treysta því að það verði ákveðinn lýðræðisþroski á bak við þetta. Að virða ákveðnar ákvarðanir. Að þeir sem ekki eru hlynntir ríkisstjórninni séu ekki bara með tilbúinn takka á browsernum hjá sér sem stoppar allt. En ég er alveg viss um að það myndi jafna sig út, það verður kannski ýtt dálítið mikið fyrst, en svo bara nennum við líklega ekki að kjósa um allt. En mér hefur fundist að á undanförnum árum höfum við fengið að kjósa nokkrum sinnum of sjaldan.“


Ástþór Magnússon

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. Viðskiptamaður.

„Árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins og að hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta. Álitsgjafar fjölmiðla sögðu þetta ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inngripi forseta.

Forseti notaði málskotsréttinn átta árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál eins og Kárahnjúkar, öryrkjamál, sala HS-veitu og fyrstu Icesave-lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta. Eftir 15 ár í embætti er skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans greip hann til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta til að fólk átti sig betur á að sitjandi forseti nýtti sér málskotsréttinn meðal annars út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum.

Ég vil ekki að geðþóttaákvarðanir ráði för. Ég vil setja starfsreglur um málskotsréttinn byggt á drögum Stjórnlagaráðs um að 10% þjóðarinnar geti krafist atkvæðagreiðslu. Þannig veit þjóðin og þingheimur fyrirfram hvað þarf til. Þjóðaratkvæðagreiðslur er öflug leið til að brúa gjár á milli þings og þjóðar og koma í veg fyrir að þær myndist.

Þjóðaratkvæðagreiðslur eru eðlilegar í nútíma lýðræði. Ég hef bent á leiðir til að lækka kostnað við kosningar, til dæmis með því að nota hraðbankakerfið sem kjörklefa samhliða sérlausnum fyrir þá sem ekki komast í hraðbanka.“


Elísabet Jökulsdóttir

Elísabet Jökulsdóttir.
Elísabet Jökulsdóttir. Rithöfundur.

„Ég er á móti málskotsréttinum. Mér finnst að þingið eigi bara að koma sér saman um hlutina. Svo getur þjóðin krafist atkvæðagreiðslu í nýju stjórnarskránni. Þetta er svona eins og að klaga í mömmu. Af hverju á einn maður að skrifa undir lög eftir sínum geðþótta?“

 

 

 


Guðni Th. Jóhannesson

Guðni Th.
Guðni Th. Sagnfræðingur.

„Hann á að vera í stjórnarskrá, en það er mér hjartans mál að í stjórnarskrá komi jafnframt það ákvæði að tiltekinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild lög.

Þannig færist þessi réttur fólksins beint í hendur þess, við eigum ekki að þurfa þennan milligöngumann á Bessastöðum. Samt finnst mér til vonar og vara að forseti eigi að hafa áfram vald til þess að synja lögum staðfestingar, þótt áskoranir berist honum ekki. Það gæti verið vegna hans sjálfs, að sannfæring hans banni honum að skrifa undir lög og það gæti verið við einhverjar algjörlega ófyrirsjáanlegar aðstæður að ekki vinnist tími til að safna undirskriftum, óvissuástand sé með þeim hætti eða eitthvað slíkt, þannig að þetta er mín sýn á synjunarvaldið: Færa það beint til fólksins, en hafa það áfram í höndum forseta vegna einhverra sérstakra ófyrirsjáanlegra ástæðna.“


Guðrún Margrét Pálsdóttir

Guðrún Margrét Pálsdóttir.
Guðrún Margrét Pálsdóttir. Hjúkrunarfræðingur.

„Mér finnst hann mikilvægur öryggisventill sem ber aðeins að nýta þegar umdeild lög hafa verið samþykkt sem myndu valda stórfelldum neikvæðum og óafturkræfum breytingum á högum lands eða þjóðar.“

 

 

 

 


Halla Tómasdóttir

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir. Fjárfestir.

„Málskotsréttur forseta er mikilvægur öryggisventill, því hann gerir forseta mögulegt að leggja mál í dóm þjóðarinnar. Forseti má ekki beita geðþótta við slíkar ákvarðanir, og þess vegna þurfa að gilda skýrar leikreglur um málskotsréttinn. Það þurfa til dæmis að vera reglur um þann fjölda áskorana til forseta sem þarf svo hann beiti málskotréttinum. Þar til málskotsrétturinn hefur verið skilgreindur betur í stjórnarskrá myndi ég setja skýrar og gagnsæjar vinnureglur um beitingu hans. Ég vil þó taka fram, að ákveðin mál eiga ekki erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu, svo sem þau er varða skatta og sjálfstæði þjóðarinnar.  Ég tel sömuleiðis að forseti eigi ekki að samþykkja lög sem skerða mannréttindi eða vega að tjáningarfrelsi.“


Hildur Þórðardóttir

Hildur Þórðardóttir.
Hildur Þórðardóttir. Rithöfundur.

„Mér finnst hann vera bráðnauðsynlegur vegna þess að þingið verður að hafa aðhald. Ég hef sagt alveg frá því ég kom fram í upphafi að ég mun nýta málskotsréttinn fái ég til þess nægar undirskriftir kosningabærra manna. Ég vil miða við 10% eins og stendur í nýju stjórnarskránni, vegna þess að mér finnst nýja stjórnarskráin vera plaggið sem við eigum að fara eftir. Ég held að það sé alveg nógu mikið mál að safna 30 þúsund undirskriftum til þess að þetta verði ekki vandamál. Mig langar að undirskilja líka þessi lög sem eru tiltekin í nýju stjórnarskránni hvað varðar mannréttindi minnihlutahópa og skattalög og svoleiðis, að þau geti ekki farið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar þingið er að starfa á skjön við þjóðina og vilja hennar þá kemur kurr og óánægja í samfélagið. Það er bara greinilegt þegar það er að gerast. Ég vil samt fá undirskriftirnar. En þegar þingið er ekki að efna loforðin sín þá þarf að hafa þennan varnagla. Ef þingið starfar samkvæmt vilja þjóðarinnar þá verður þetta ekkert vandamál. Þetta er bara þegar þingið er að gera einhverjar gloríur, þegar þeir halda að þeir hafi frítt spil á milli kosninga. Við kjósum þá til ákveðinna starfa og ef þeir sinna þeim ekki verðum við að fá að taka í taumana. Ég vil gæta hagsmuna fólksins og lýðræðisins í landinu. Forsetinn hefur umboð frá þjóðinni. Hann á að vera varnagli og öryggisventill þjóðarinnar. Hann á ekki að vera undir hæl flokkanna. Hann er þjónn fólksins.“


Sturla Jónsson

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson. Athafnamaður.

„Í einhverjum aðstæður mun ég meta hvort mér finnist þörf á að setja það fram, en hins vegar fái ég 25.000 undirskriftir, þá fer málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við tölum um að koma valdinu til fólksins, og þetta er byrjunin, á meðan við erum ekki búin að breyta stjórnarskránni. Þá verður þetta bæði hjá fólkinu, af því ég mun hiklaust gera þetta, og svo ef mér líst illa á mál sem ekki hefur komið í fjölmiðla þá mun ég einnig nýta réttinn. Ég held það væri ansi margt hér á landi sem væri öðruvísi ef fólk gæti tekið þátt í því sem er að gerast hérna.“


* Frambjóðandinn Davíð Oddson fékk spurningarnar sendar og tækifæri til þess að svara þeim en hefur ekki gert það. Berist svör frá honum mun þeim verða bætt við jafnóðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár