Sláturfélag Suðurlands leyfir ekki myndatöku af framleiðslu sinni og segist forstjóri félagsins ekki heldur geta heimilað blaðamanni að verða vitni að henni, að svo stöddu. Forstjóri félagsins rökstyður synjunina með því að það sé „ekki mjög lystaukandi fyrir almenning“ að upplýst yrði með þeim hætti um framleiðslu á vörum félagsins.
Stundin fór fram á að mynda framleiðsluferil kjötafurða frá bónda til neytanda í greinaröð um landbúnaðarframleiðslu og aftengingu almennings frá uppruna matvæla. Til vara fór Stundin fram á að blaðamaður fengi að verða vitni að ferlinu og skrifa grein um það.
Aðdragandi beiðninnar var að í kjölfar greinar um mótmæli vegana við sláturhús SS á Selfossi í ágúst upphófust samskipti milli blaðamannsins sem skrifaði greinina og forstjóra SS, Steinþórs Skúlasonar, sem vildi leiðrétta hluta umfjöllunarinnar.
Athugasemdir