Fimmtudagurinn 18. ágúst 2016 Reykjavík
Eina reglan er að þegja. Ég hafði fengið boð um að fundurinn yrði haldinn í bakhúsi í miðborg Reykjavíkur. Í rými sem virðist hafa verið hugsað sem bílskúr eða geymsla sitja 10 einstaklingar við langt eldhúsborð. Uppi um alla veggi eru dagatöl, tússtöflur fullar af skilaboðum, áminningum og skipulagningu. Svartir fánar með róttækum boðskap. Gamalt kort af Íslandi hangir á hvolfi. Þetta er augljóslega ekki eini róttæklingahópurinn sem notar þessa aðstöðu.
Uppi í horni rýmisins liggja tröppur upp í eins konar svalir sem virðast hafa verið byggðar til að auka gólfpláss. Þar uppi liggja kuðlaðar sængur, bækur og sjónvarp. Undir svölunum er eins konar bókasafn með hundruðum bóka. Yfir okkur gnæfa skrautmunir, skran, verkfæri og úti í horni er risavaxið hamstrabúr. Frá því liggja gönguplankar og rör upp á skápa og lista svo skepnan litla geti ferðast óhindruð um alla hina mögulegu listmuni rýmisins.
Hernaðaráætlunin lögð fram
En eina reglan er bara að þegja.
Athugasemdir