Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forsetinn telur atkvæðagreiðsluna standast lög

Á fimmta þús­und manns höfðu hvatt Guðna til þess að skrifa ekki und­ir skip­un­ar­bréf dóm­ara. Í yf­ir­lýs­ingu sem embætti for­seta birti í dag seg­ir að at­kvæða­greiðsl­an um skip­an dóm­ara á Al­þingi hafi ver­ið í sam­ræmi við lög.

Forsetinn telur atkvæðagreiðsluna standast lög
Forseti Íslands Guðni skrifaði undir skipunarbréf dómara við Landsrétt fyrr í dag. Mynd: RÚV

„Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp,“ segir í yfirlýsingu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.

Fyrr í dag skrifaði Guðni undir skipunarbréf fimmtán dómara við Landsrétt. Í yfirlýsingu frá embætti forseta segir að vegna efasemda í opinberri umræðu um málsmeðferðina hafi Guðni ákveðið að kynna sér málið nánar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar hafi verið sú að atkvæðagreiðslan væri í samræmi við lög.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, taldi að Alþingi hefði staðið ólöglega að skipun dómaranna. Hafði hann samband við Guðna og hvatti hann til þess að rannsaka málið. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á netinu þar sem skorað var á Guðna að skrifa ekki undir skipunarbréf dómaranna fimmtán og höfðu á fimmta þúsund manns skrifað undir í morgun.

Samkvæmt lögum um dómstóla bar Alþingi að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda. Þegar málið var afgreitt á Alþingi var hins vegar kosið um allan listann í heild. Í yfirlýsingu Guðna segir að enginn ágreiningur ríki um þá þingvenju, sem styðjist við ýmis ákvæði þingskapa, að kosið sé um lista í heild sinni, þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um öll atriði listans.

Undirskrift forseta Íslands var lokastaðfestingin á skipan dómara við Landsrétt en rétturinn mun taka til starfa næstu áramót. Dómarar við réttinn verða:

Aðalsteinn E. Jónasson, Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Jón Finnbjörnsson, Kristbjörg Stephensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnússon, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Þorgeir Ingi Njálsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár