Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsetinn telur atkvæðagreiðsluna standast lög

Á fimmta þús­und manns höfðu hvatt Guðna til þess að skrifa ekki und­ir skip­un­ar­bréf dóm­ara. Í yf­ir­lýs­ingu sem embætti for­seta birti í dag seg­ir að at­kvæða­greiðsl­an um skip­an dóm­ara á Al­þingi hafi ver­ið í sam­ræmi við lög.

Forsetinn telur atkvæðagreiðsluna standast lög
Forseti Íslands Guðni skrifaði undir skipunarbréf dómara við Landsrétt fyrr í dag. Mynd: RÚV

„Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp,“ segir í yfirlýsingu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.

Fyrr í dag skrifaði Guðni undir skipunarbréf fimmtán dómara við Landsrétt. Í yfirlýsingu frá embætti forseta segir að vegna efasemda í opinberri umræðu um málsmeðferðina hafi Guðni ákveðið að kynna sér málið nánar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar hafi verið sú að atkvæðagreiðslan væri í samræmi við lög.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, taldi að Alþingi hefði staðið ólöglega að skipun dómaranna. Hafði hann samband við Guðna og hvatti hann til þess að rannsaka málið. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á netinu þar sem skorað var á Guðna að skrifa ekki undir skipunarbréf dómaranna fimmtán og höfðu á fimmta þúsund manns skrifað undir í morgun.

Samkvæmt lögum um dómstóla bar Alþingi að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda. Þegar málið var afgreitt á Alþingi var hins vegar kosið um allan listann í heild. Í yfirlýsingu Guðna segir að enginn ágreiningur ríki um þá þingvenju, sem styðjist við ýmis ákvæði þingskapa, að kosið sé um lista í heild sinni, þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um öll atriði listans.

Undirskrift forseta Íslands var lokastaðfestingin á skipan dómara við Landsrétt en rétturinn mun taka til starfa næstu áramót. Dómarar við réttinn verða:

Aðalsteinn E. Jónasson, Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Jón Finnbjörnsson, Kristbjörg Stephensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnússon, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Þorgeir Ingi Njálsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
5
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár