Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsetinn telur atkvæðagreiðsluna standast lög

Á fimmta þús­und manns höfðu hvatt Guðna til þess að skrifa ekki und­ir skip­un­ar­bréf dóm­ara. Í yf­ir­lýs­ingu sem embætti for­seta birti í dag seg­ir að at­kvæða­greiðsl­an um skip­an dóm­ara á Al­þingi hafi ver­ið í sam­ræmi við lög.

Forsetinn telur atkvæðagreiðsluna standast lög
Forseti Íslands Guðni skrifaði undir skipunarbréf dómara við Landsrétt fyrr í dag. Mynd: RÚV

„Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp,“ segir í yfirlýsingu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.

Fyrr í dag skrifaði Guðni undir skipunarbréf fimmtán dómara við Landsrétt. Í yfirlýsingu frá embætti forseta segir að vegna efasemda í opinberri umræðu um málsmeðferðina hafi Guðni ákveðið að kynna sér málið nánar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar hafi verið sú að atkvæðagreiðslan væri í samræmi við lög.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, taldi að Alþingi hefði staðið ólöglega að skipun dómaranna. Hafði hann samband við Guðna og hvatti hann til þess að rannsaka málið. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á netinu þar sem skorað var á Guðna að skrifa ekki undir skipunarbréf dómaranna fimmtán og höfðu á fimmta þúsund manns skrifað undir í morgun.

Samkvæmt lögum um dómstóla bar Alþingi að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda. Þegar málið var afgreitt á Alþingi var hins vegar kosið um allan listann í heild. Í yfirlýsingu Guðna segir að enginn ágreiningur ríki um þá þingvenju, sem styðjist við ýmis ákvæði þingskapa, að kosið sé um lista í heild sinni, þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um öll atriði listans.

Undirskrift forseta Íslands var lokastaðfestingin á skipan dómara við Landsrétt en rétturinn mun taka til starfa næstu áramót. Dómarar við réttinn verða:

Aðalsteinn E. Jónasson, Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Jón Finnbjörnsson, Kristbjörg Stephensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnússon, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Þorgeir Ingi Njálsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár