Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands sem sækist eftir endurkjöri í vor, hefur ítrekað gengið á bak orða sinna og verið staðinn að ósannindum.
Forsetatíð hans spannar 20 ár en áður var Ólafur einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Þegar Ólafur bauð sig fyrst fram til embættis forseta árið 1996 héldu pólitískir andstæðingar hans, sem flestir komu af hægrivæng íslenskra stjórnmála, því mjög á lofti að Ólafur væri óheiðarlegur og tækifærissinnaður.
„Ég skal ekki tönnlast á því sem enginn getur véfengt, að Ólafur hefur margsinnis sagt ósatt um ýmis atriði úr ævi sinni, hefur misnotað ráðherravald sitt og hegðað sér ósæmilega á opinberum vettvangi,“
Athugasemdir