Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, þykir hafa unnið gott starf þegar hann gaf álit sitt á framgöngu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnvart Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra sem annaðist rannsókn lekamálsins. Tryggvi hóf rannsókn sína í framhaldi af forsíðufrétt DV um að Stefán hefði hætt sem lögreglustjóri í kjölfar afskipta ráðherra af störfum hans. Tryggvi varð fyrir heiftarlegum árásum samherja ráðherrans og bandamanna hans. Meira að segja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra setti spurningamerki við rannsóknina á ráðherranum.
Frændi í Hæstarétt
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi Gunnarsson styggir æðstu embættismenn þjóðarinnar. Árið 2004 samdi hann álit um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í sæti dómara við Hæstarétt. Ólafur Börkur er náfrændi Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og náinn samherji Davíðs, skipaði Ólaf þvert ofan í álit matsnefndar sem taldi hann vera lakasta kostinn af umsækjendum um embættið.
Álit umboðsmanns fól í sér áfellisdóm yfir embættisfærslu Björns. Davíð Oddsson …
Athugasemdir