Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Formaður og varaformaður atvinnuveganefndar styrktir af útgerðarfyrirtækjum

Ís­fé­lag Vest­manna­eyja, Vinnslu­stöð­in hf og Þor­björn hf eru á með­al styrktarað­ila for­manns og 1. vara­for­manns at­vinnu­vega­nefnd­ar Al­þing­is. Þing­nefnd­in fjall­ar um sjáv­ar­út­vegs­mál, svo sem þing­mál er varða veiði­gjöld og fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerf­ið.

Formaður og varaformaður atvinnuveganefndar styrktir af útgerðarfyrirtækjum

Bæði formaður og 1. varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis voru styrktir af útgerðarfyrirtækjum í prófkjörsbaráttu sinni fyrir síðustu þingkosningar.

Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, voru kjörnir formaður og varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis á fimmtudaginn. Daginn áður höfðu birst upplýsingar um prófkjörsstyrki til sjálfstæðismanna á vef Ríkisendurskoðunar. 

Útdráttur úr uppgjöri Páls vegna þátttöku í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sýnir að hann hlaut samtals 800 þúsund krónur í styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum.

Um er að ræða Ísfélag Vestmannaeyja hf, Vinnslustöðina hf, Framherja ehf, Dalborg ehf og Skipalyftuna ehf. Auk þess styrkti fyrirtækið Brekkuhús ehf. Pál um 400 þúsund krónur, en fyrirtækið er líkt og Ísfélag Vestmannaeyja, hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. 

Ásmundur Friðriksson, nýkjörinn varaformaður atvinnuveganefndar, er úr sama kjördæmi og Páll og hlaut einnig veglega styrki frá útgerðarfélögum og öðrum fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi.

Á meðal þeirra félaga sem styrktu Ásmund eru Þorbjörn hf, Vinnslustöðin hf, Nesfiskur ehf, Hafnarnes ver hf, Sjávarmál ehf, Einhamar Seafood ehf, K&G ehf, Háteigur fiskverkun ehf og Skipalyftan ehf. 

Atvinnuveganefnd Alþingis fjallar um sjávar­útvegs­­mál, land­búnaðar­­­mál, iðnaðar- og orku­mál, nýsköpun og tækni­­þróun, atvinnu­mál almennt og nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar. Þannig hefur það til dæmis komið í hlut nefndarinnar á undanförnum árum að taka frumvörp um veiðigjöld og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu til þinglegrar meðferðar. 

Eins og Stundin greindi frá þann 28. október síðastliðinn þáði Sjálfstæðisflokkurinn rúmar 20 milljónir frá kvótahöfum á tímabilinu 2013 til 2015. Þeir prófkjörsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem komust inn á þing árið 2013 þáðu jafnframt 4,3 milljónir frá kvótafyrirtækjum, en í þeim hópi eru þrír sjálfstæðismenn sem gegndu ráðherraembætti á síðasta kjörtímabili. Á sömu árum voru veiðigjöld styrkveitendanna lækkuð auk þess sem reynt var að úthluta þeim tugmilljarða makrílkvóta. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár