Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Formaður Heimssýnar útskýrir ranga fullyrðingu

Jón Bjarna­son, formað­ur Heims­sýn­ar, sagði að „hvergi [væri] meiri mis­skipt­ing auðs held­ur en í Evr­ópu­sam­band­inu“, en jöfn­uð­ur er einna mest­ur í ríkj­um sam­bands­ins.

Formaður Heimssýnar útskýrir ranga fullyrðingu
Formaður Heimssýnar Jón Bjarnason útskýrir orð sín um að hvergi sé meiri ójöfnuður en í Evrópusambandinu. Mynd: Pressphotos

Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, hélt því fram í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina að misskipting auðs væri „hvergi meiri en í Evrópusambandinu“. Fullyrðingin stenst ekki skoðun, þar sem opinberar tölur sýna að ójöfnuður er einna minnstur í heimi í ríkjum Evrópusambandsins.

Jón segist í samtali við Stundina vísa til fyrirlesturs hagfræðiprófessors frá Háskólanum í Texas.

Meiri ójöfnuður í 114 ríkjum

Evrópusambandið svaraði Jóni með Facebook-færslu á síðu sambandsins á Íslandi: „Fullyrt var í hádegisfréttum RÚV eitthvað á þá leið að hvergi í heimi væri meiri ójöfnuður en í Evrópusambandinu. Samkvæmt Wikipedia (CIA-Gini stuðull) er meiri ójöfnuður í 114 löndum heims. Ójöfnuður í ESB mun heilt yfir vera 2,6 prósentustigum meiri en á Íslandi. Raunar mælist meiri ójöfnuður á Íslandi en í 13 ESB ríkjum.“

Ójöfnuður innan ríkja heimsins
Ójöfnuður innan ríkja heimsins Kortið byggir á tölum Alþjóðabankans frá árinu 2014 yfir ójöfnuð tekna milli þegna hvers lands. Það byggir á GINI-stuðlinum, þar sem 0 er fullkominn jöfnuður tekna, en 1 er alger ójöfnuður, þar sem einn á allt.

„Það er hvergi meiri misskipting auðs heldur en í Evrópusambandinu“

Jón hafði fullyrt að meginmarkmið ESB hefði mistekist vegna ójöfnuðar. „Evrópusambandið er að liðast í sundur. Meginmarkmið þess var jöfnuður þegnanna. Það er hvergi meiri misskipting auðs heldur en í Evrópusambandinu og það er alveg klárt að Evrópusambandið sem slíkt eins og það er núna, hlýtur að liðast í sundur og endurskipuleggja sig.“

Óhefðbundin ójafnaðartölfræði

Opinberar tölur um ójöfnuð ríkja heimsins snúa almennt að ójöfnuði innan hvers ríkis fyrir sig, þar sem staða borgara viðkomandi ríkis er borin saman með svokölluðum Gini-stuðli sem sýnir hlutfallslegan mismun á tekjum. Jón segist hins vegar í samtali við Stundina vísa til annars sjónarhóls. 

Þegar Jón talar um að misskipting í Evrópusambandinu sé meiri en nokkurs staðar í heiminum vísar hann til stöðu íbúa í fátækustu löndum ESB gagnvart ríkustu löndunum, og horfir þannig á Evrópusambandið sem eitt ríki en ekki mörg. „Við getum nærri því heimfært þetta yfir á Ísland, að Suðureyri og Súðavík finnst Reykjavík taka allt of mikið til sín.“

Ójöfnuður milli ríkja sé þannig meiri í Evrópusambandinu en á milli ríkja í Bandaríkjunum.

Misjöfn þjóðarframleiðsla
Misjöfn þjóðarframleiðsla Þjóðarframleiðsla ríkja Evrópusambandsins er afar misjöfn, þar sem ný aðildarlönd í austri búa við lægri þjóðarframleiðslu.

Ekki hvergi meiri - heldur aukinn

Heimild Jóns er fyrirlestur háskólaprófessorsins James Galbraith, við Háskólann í Texas, á hádegisfundi á vegum hagfræðideildar Háskóla Íslands og Samtaka sparifjáreigenda 14. júní síðastliðinn. Lesa má um fyrirlesturinn hér.

„Hann fjallaði um þennan mikla ójöfnuð. Hann er að tala um þennan ójöfnuð á milli ríkjanna. Þetta kom nú illa við ESB-sinnana hérna og ég held að þeir hafi séð eftir því að hafa boðið honum heim,“ útskýrir Jón.

Jón dregur hins vegar í land með fullyrðingu sína um að í ESB sé mestur ójöfnuður. Hann segir að fimm mínútna viðtal Rúv við hann hafi verið klippt niður í 30 sekúndur og því skorti samhengið. „Ég man ekki hvort ég hafi sagt að það væri hvergi meiri, ég man það nú ekki, heldur bara að hann hafi vaxið mjög mikið.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár