Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Formaður Heimssýnar útskýrir ranga fullyrðingu

Jón Bjarna­son, formað­ur Heims­sýn­ar, sagði að „hvergi [væri] meiri mis­skipt­ing auðs held­ur en í Evr­ópu­sam­band­inu“, en jöfn­uð­ur er einna mest­ur í ríkj­um sam­bands­ins.

Formaður Heimssýnar útskýrir ranga fullyrðingu
Formaður Heimssýnar Jón Bjarnason útskýrir orð sín um að hvergi sé meiri ójöfnuður en í Evrópusambandinu. Mynd: Pressphotos

Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, hélt því fram í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina að misskipting auðs væri „hvergi meiri en í Evrópusambandinu“. Fullyrðingin stenst ekki skoðun, þar sem opinberar tölur sýna að ójöfnuður er einna minnstur í heimi í ríkjum Evrópusambandsins.

Jón segist í samtali við Stundina vísa til fyrirlesturs hagfræðiprófessors frá Háskólanum í Texas.

Meiri ójöfnuður í 114 ríkjum

Evrópusambandið svaraði Jóni með Facebook-færslu á síðu sambandsins á Íslandi: „Fullyrt var í hádegisfréttum RÚV eitthvað á þá leið að hvergi í heimi væri meiri ójöfnuður en í Evrópusambandinu. Samkvæmt Wikipedia (CIA-Gini stuðull) er meiri ójöfnuður í 114 löndum heims. Ójöfnuður í ESB mun heilt yfir vera 2,6 prósentustigum meiri en á Íslandi. Raunar mælist meiri ójöfnuður á Íslandi en í 13 ESB ríkjum.“

Ójöfnuður innan ríkja heimsins
Ójöfnuður innan ríkja heimsins Kortið byggir á tölum Alþjóðabankans frá árinu 2014 yfir ójöfnuð tekna milli þegna hvers lands. Það byggir á GINI-stuðlinum, þar sem 0 er fullkominn jöfnuður tekna, en 1 er alger ójöfnuður, þar sem einn á allt.

„Það er hvergi meiri misskipting auðs heldur en í Evrópusambandinu“

Jón hafði fullyrt að meginmarkmið ESB hefði mistekist vegna ójöfnuðar. „Evrópusambandið er að liðast í sundur. Meginmarkmið þess var jöfnuður þegnanna. Það er hvergi meiri misskipting auðs heldur en í Evrópusambandinu og það er alveg klárt að Evrópusambandið sem slíkt eins og það er núna, hlýtur að liðast í sundur og endurskipuleggja sig.“

Óhefðbundin ójafnaðartölfræði

Opinberar tölur um ójöfnuð ríkja heimsins snúa almennt að ójöfnuði innan hvers ríkis fyrir sig, þar sem staða borgara viðkomandi ríkis er borin saman með svokölluðum Gini-stuðli sem sýnir hlutfallslegan mismun á tekjum. Jón segist hins vegar í samtali við Stundina vísa til annars sjónarhóls. 

Þegar Jón talar um að misskipting í Evrópusambandinu sé meiri en nokkurs staðar í heiminum vísar hann til stöðu íbúa í fátækustu löndum ESB gagnvart ríkustu löndunum, og horfir þannig á Evrópusambandið sem eitt ríki en ekki mörg. „Við getum nærri því heimfært þetta yfir á Ísland, að Suðureyri og Súðavík finnst Reykjavík taka allt of mikið til sín.“

Ójöfnuður milli ríkja sé þannig meiri í Evrópusambandinu en á milli ríkja í Bandaríkjunum.

Misjöfn þjóðarframleiðsla
Misjöfn þjóðarframleiðsla Þjóðarframleiðsla ríkja Evrópusambandsins er afar misjöfn, þar sem ný aðildarlönd í austri búa við lægri þjóðarframleiðslu.

Ekki hvergi meiri - heldur aukinn

Heimild Jóns er fyrirlestur háskólaprófessorsins James Galbraith, við Háskólann í Texas, á hádegisfundi á vegum hagfræðideildar Háskóla Íslands og Samtaka sparifjáreigenda 14. júní síðastliðinn. Lesa má um fyrirlesturinn hér.

„Hann fjallaði um þennan mikla ójöfnuð. Hann er að tala um þennan ójöfnuð á milli ríkjanna. Þetta kom nú illa við ESB-sinnana hérna og ég held að þeir hafi séð eftir því að hafa boðið honum heim,“ útskýrir Jón.

Jón dregur hins vegar í land með fullyrðingu sína um að í ESB sé mestur ójöfnuður. Hann segir að fimm mínútna viðtal Rúv við hann hafi verið klippt niður í 30 sekúndur og því skorti samhengið. „Ég man ekki hvort ég hafi sagt að það væri hvergi meiri, ég man það nú ekki, heldur bara að hann hafi vaxið mjög mikið.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár