Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Formaður Heimssýnar útskýrir ranga fullyrðingu

Jón Bjarna­son, formað­ur Heims­sýn­ar, sagði að „hvergi [væri] meiri mis­skipt­ing auðs held­ur en í Evr­ópu­sam­band­inu“, en jöfn­uð­ur er einna mest­ur í ríkj­um sam­bands­ins.

Formaður Heimssýnar útskýrir ranga fullyrðingu
Formaður Heimssýnar Jón Bjarnason útskýrir orð sín um að hvergi sé meiri ójöfnuður en í Evrópusambandinu. Mynd: Pressphotos

Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, hélt því fram í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina að misskipting auðs væri „hvergi meiri en í Evrópusambandinu“. Fullyrðingin stenst ekki skoðun, þar sem opinberar tölur sýna að ójöfnuður er einna minnstur í heimi í ríkjum Evrópusambandsins.

Jón segist í samtali við Stundina vísa til fyrirlesturs hagfræðiprófessors frá Háskólanum í Texas.

Meiri ójöfnuður í 114 ríkjum

Evrópusambandið svaraði Jóni með Facebook-færslu á síðu sambandsins á Íslandi: „Fullyrt var í hádegisfréttum RÚV eitthvað á þá leið að hvergi í heimi væri meiri ójöfnuður en í Evrópusambandinu. Samkvæmt Wikipedia (CIA-Gini stuðull) er meiri ójöfnuður í 114 löndum heims. Ójöfnuður í ESB mun heilt yfir vera 2,6 prósentustigum meiri en á Íslandi. Raunar mælist meiri ójöfnuður á Íslandi en í 13 ESB ríkjum.“

Ójöfnuður innan ríkja heimsins
Ójöfnuður innan ríkja heimsins Kortið byggir á tölum Alþjóðabankans frá árinu 2014 yfir ójöfnuð tekna milli þegna hvers lands. Það byggir á GINI-stuðlinum, þar sem 0 er fullkominn jöfnuður tekna, en 1 er alger ójöfnuður, þar sem einn á allt.

„Það er hvergi meiri misskipting auðs heldur en í Evrópusambandinu“

Jón hafði fullyrt að meginmarkmið ESB hefði mistekist vegna ójöfnuðar. „Evrópusambandið er að liðast í sundur. Meginmarkmið þess var jöfnuður þegnanna. Það er hvergi meiri misskipting auðs heldur en í Evrópusambandinu og það er alveg klárt að Evrópusambandið sem slíkt eins og það er núna, hlýtur að liðast í sundur og endurskipuleggja sig.“

Óhefðbundin ójafnaðartölfræði

Opinberar tölur um ójöfnuð ríkja heimsins snúa almennt að ójöfnuði innan hvers ríkis fyrir sig, þar sem staða borgara viðkomandi ríkis er borin saman með svokölluðum Gini-stuðli sem sýnir hlutfallslegan mismun á tekjum. Jón segist hins vegar í samtali við Stundina vísa til annars sjónarhóls. 

Þegar Jón talar um að misskipting í Evrópusambandinu sé meiri en nokkurs staðar í heiminum vísar hann til stöðu íbúa í fátækustu löndum ESB gagnvart ríkustu löndunum, og horfir þannig á Evrópusambandið sem eitt ríki en ekki mörg. „Við getum nærri því heimfært þetta yfir á Ísland, að Suðureyri og Súðavík finnst Reykjavík taka allt of mikið til sín.“

Ójöfnuður milli ríkja sé þannig meiri í Evrópusambandinu en á milli ríkja í Bandaríkjunum.

Misjöfn þjóðarframleiðsla
Misjöfn þjóðarframleiðsla Þjóðarframleiðsla ríkja Evrópusambandsins er afar misjöfn, þar sem ný aðildarlönd í austri búa við lægri þjóðarframleiðslu.

Ekki hvergi meiri - heldur aukinn

Heimild Jóns er fyrirlestur háskólaprófessorsins James Galbraith, við Háskólann í Texas, á hádegisfundi á vegum hagfræðideildar Háskóla Íslands og Samtaka sparifjáreigenda 14. júní síðastliðinn. Lesa má um fyrirlesturinn hér.

„Hann fjallaði um þennan mikla ójöfnuð. Hann er að tala um þennan ójöfnuð á milli ríkjanna. Þetta kom nú illa við ESB-sinnana hérna og ég held að þeir hafi séð eftir því að hafa boðið honum heim,“ útskýrir Jón.

Jón dregur hins vegar í land með fullyrðingu sína um að í ESB sé mestur ójöfnuður. Hann segir að fimm mínútna viðtal Rúv við hann hafi verið klippt niður í 30 sekúndur og því skorti samhengið. „Ég man ekki hvort ég hafi sagt að það væri hvergi meiri, ég man það nú ekki, heldur bara að hann hafi vaxið mjög mikið.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.
Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum
ViðtalEvrópumál

Veikt evru­kerfi spil­ar upp í hend­urn­ar á stóru ríkj­un­um

Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir að ut­an­rík­is­stefna Ís­lands á ár­un­um eft­ir hrun hafi ein­kennst af við­leitni til að tryggja Ís­landi efna­hags­legt skjól. Hann tel­ur við­brögð ESB við skulda­vanda Grikkja hafa af­hjúp­að galla á evru­kerf­inu þar sem veik­ur stofn­an­arammi gerði Þýskalandi kleift að stjórna ferð­inni út frá eig­in hags­mun­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu