Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjölskyldan fær afhent húsnæði nálægt spítalanum

Pepaj-fjöl­skyld­an fór að skoða sig um á Braga­göt­unni í morg­un, þar sem hún mun búa. Íbúð­in er lít­il fyr­ir fjög­urra manna fjöl­skyldu, eða 45 fer­metr­ar, en þeim er sama. Það er stað­setn­ing­in sem skipt­ir máli, ná­lægð­in við spít­al­ann, þar sem Kevin mun þurfa að­stoð.

Fjölskyldan fær afhent húsnæði nálægt spítalanum

Börnin gengu upp götuna með foreldrum sínum, klædd í kuldagalla og vetrarskó, sem þau fengu að gjöf síðast þegar þau voru á Íslandi, spennt að sjá nýja heimilið sitt. Pepaj-fjölskyldan fékk afhenta lykla að íbúð á Bragagötunni í morgun og fór að skoða húsnæðið. Fjölskyldan kom aftur til landsins í gær eftir að allsherjarnefnd veitti þeim íslenskan ríkisborgararétt í kjölfar brottflutnings Útlendingastofnunar. Það þýðir að fjölskyldan fær ekki sama stuðning frá íslenska kerfinu og aðrir hælisleitendur eða flóttamenn sem fá dvalarleyfi hér á landi. Hún verður að sjá um sig sjálf. Það þýðir líka að Kevin litli sem er þriggja ára og með slímseigjusjúkdóm, sem getur verið lífshættulegur fái hann ekki viðeigandi meðferð, er utan sjúkratrygginga næstu sex mánuði. Þrátt fyrir það er þakklæti þeim efst í huga. Þau eru fyrst og fremst þakklát fyrir að fá að vera á Ísland og fá læknisaðstoð fyrir drenginn. Sama hvað það kostar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár