Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjölskyldan fær afhent húsnæði nálægt spítalanum

Pepaj-fjöl­skyld­an fór að skoða sig um á Braga­göt­unni í morg­un, þar sem hún mun búa. Íbúð­in er lít­il fyr­ir fjög­urra manna fjöl­skyldu, eða 45 fer­metr­ar, en þeim er sama. Það er stað­setn­ing­in sem skipt­ir máli, ná­lægð­in við spít­al­ann, þar sem Kevin mun þurfa að­stoð.

Fjölskyldan fær afhent húsnæði nálægt spítalanum

Börnin gengu upp götuna með foreldrum sínum, klædd í kuldagalla og vetrarskó, sem þau fengu að gjöf síðast þegar þau voru á Íslandi, spennt að sjá nýja heimilið sitt. Pepaj-fjölskyldan fékk afhenta lykla að íbúð á Bragagötunni í morgun og fór að skoða húsnæðið. Fjölskyldan kom aftur til landsins í gær eftir að allsherjarnefnd veitti þeim íslenskan ríkisborgararétt í kjölfar brottflutnings Útlendingastofnunar. Það þýðir að fjölskyldan fær ekki sama stuðning frá íslenska kerfinu og aðrir hælisleitendur eða flóttamenn sem fá dvalarleyfi hér á landi. Hún verður að sjá um sig sjálf. Það þýðir líka að Kevin litli sem er þriggja ára og með slímseigjusjúkdóm, sem getur verið lífshættulegur fái hann ekki viðeigandi meðferð, er utan sjúkratrygginga næstu sex mánuði. Þrátt fyrir það er þakklæti þeim efst í huga. Þau eru fyrst og fremst þakklát fyrir að fá að vera á Ísland og fá læknisaðstoð fyrir drenginn. Sama hvað það kostar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár