Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjölskyldan fær afhent húsnæði nálægt spítalanum

Pepaj-fjöl­skyld­an fór að skoða sig um á Braga­göt­unni í morg­un, þar sem hún mun búa. Íbúð­in er lít­il fyr­ir fjög­urra manna fjöl­skyldu, eða 45 fer­metr­ar, en þeim er sama. Það er stað­setn­ing­in sem skipt­ir máli, ná­lægð­in við spít­al­ann, þar sem Kevin mun þurfa að­stoð.

Fjölskyldan fær afhent húsnæði nálægt spítalanum

Börnin gengu upp götuna með foreldrum sínum, klædd í kuldagalla og vetrarskó, sem þau fengu að gjöf síðast þegar þau voru á Íslandi, spennt að sjá nýja heimilið sitt. Pepaj-fjölskyldan fékk afhenta lykla að íbúð á Bragagötunni í morgun og fór að skoða húsnæðið. Fjölskyldan kom aftur til landsins í gær eftir að allsherjarnefnd veitti þeim íslenskan ríkisborgararétt í kjölfar brottflutnings Útlendingastofnunar. Það þýðir að fjölskyldan fær ekki sama stuðning frá íslenska kerfinu og aðrir hælisleitendur eða flóttamenn sem fá dvalarleyfi hér á landi. Hún verður að sjá um sig sjálf. Það þýðir líka að Kevin litli sem er þriggja ára og með slímseigjusjúkdóm, sem getur verið lífshættulegur fái hann ekki viðeigandi meðferð, er utan sjúkratrygginga næstu sex mánuði. Þrátt fyrir það er þakklæti þeim efst í huga. Þau eru fyrst og fremst þakklát fyrir að fá að vera á Ísland og fá læknisaðstoð fyrir drenginn. Sama hvað það kostar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár