Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjölskyldan fær afhent húsnæði nálægt spítalanum

Pepaj-fjöl­skyld­an fór að skoða sig um á Braga­göt­unni í morg­un, þar sem hún mun búa. Íbúð­in er lít­il fyr­ir fjög­urra manna fjöl­skyldu, eða 45 fer­metr­ar, en þeim er sama. Það er stað­setn­ing­in sem skipt­ir máli, ná­lægð­in við spít­al­ann, þar sem Kevin mun þurfa að­stoð.

Fjölskyldan fær afhent húsnæði nálægt spítalanum

Börnin gengu upp götuna með foreldrum sínum, klædd í kuldagalla og vetrarskó, sem þau fengu að gjöf síðast þegar þau voru á Íslandi, spennt að sjá nýja heimilið sitt. Pepaj-fjölskyldan fékk afhenta lykla að íbúð á Bragagötunni í morgun og fór að skoða húsnæðið. Fjölskyldan kom aftur til landsins í gær eftir að allsherjarnefnd veitti þeim íslenskan ríkisborgararétt í kjölfar brottflutnings Útlendingastofnunar. Það þýðir að fjölskyldan fær ekki sama stuðning frá íslenska kerfinu og aðrir hælisleitendur eða flóttamenn sem fá dvalarleyfi hér á landi. Hún verður að sjá um sig sjálf. Það þýðir líka að Kevin litli sem er þriggja ára og með slímseigjusjúkdóm, sem getur verið lífshættulegur fái hann ekki viðeigandi meðferð, er utan sjúkratrygginga næstu sex mánuði. Þrátt fyrir það er þakklæti þeim efst í huga. Þau eru fyrst og fremst þakklát fyrir að fá að vera á Ísland og fá læknisaðstoð fyrir drenginn. Sama hvað það kostar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár