Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjölskyldan fær afhent húsnæði nálægt spítalanum

Pepaj-fjöl­skyld­an fór að skoða sig um á Braga­göt­unni í morg­un, þar sem hún mun búa. Íbúð­in er lít­il fyr­ir fjög­urra manna fjöl­skyldu, eða 45 fer­metr­ar, en þeim er sama. Það er stað­setn­ing­in sem skipt­ir máli, ná­lægð­in við spít­al­ann, þar sem Kevin mun þurfa að­stoð.

Fjölskyldan fær afhent húsnæði nálægt spítalanum

Börnin gengu upp götuna með foreldrum sínum, klædd í kuldagalla og vetrarskó, sem þau fengu að gjöf síðast þegar þau voru á Íslandi, spennt að sjá nýja heimilið sitt. Pepaj-fjölskyldan fékk afhenta lykla að íbúð á Bragagötunni í morgun og fór að skoða húsnæðið. Fjölskyldan kom aftur til landsins í gær eftir að allsherjarnefnd veitti þeim íslenskan ríkisborgararétt í kjölfar brottflutnings Útlendingastofnunar. Það þýðir að fjölskyldan fær ekki sama stuðning frá íslenska kerfinu og aðrir hælisleitendur eða flóttamenn sem fá dvalarleyfi hér á landi. Hún verður að sjá um sig sjálf. Það þýðir líka að Kevin litli sem er þriggja ára og með slímseigjusjúkdóm, sem getur verið lífshættulegur fái hann ekki viðeigandi meðferð, er utan sjúkratrygginga næstu sex mánuði. Þrátt fyrir það er þakklæti þeim efst í huga. Þau eru fyrst og fremst þakklát fyrir að fá að vera á Ísland og fá læknisaðstoð fyrir drenginn. Sama hvað það kostar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár