Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fjármálaráðherra og forsætisráðherra tókust á í þingsal: „Allt einhver eftiráspeki“

Bene­dikt Jó­hann­es­son gagn­rýndi fyrri rík­is­stjórn fyr­ir þrjósku gagn­vart af­l­andskrónu­eig­end­um.

Fjármálaráðherra og forsætisráðherra tókust á í þingsal: „Allt einhver eftiráspeki“

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, gagnrýndi harðlega hvernig staðið var að aflandskrónuuppboði í fyrra þegar rætt var um losun fjármagnshafta á Alþingi í dag. Beindi hann þar spjótum sínum að fyrri ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, svaraði gagnrýninni og sagði um eftiráspeki að ræða.

Í munnlegri skýrslu sinni um afnám fjármagnshafta sagðist Benedikt telja að mögulegt og skynsamlegt hefði verið að þurrka upp aflandskrónu­vand­ann í útboðinu sem Seðla­bank­inn hélt um mitt ár 2016. 

„Í ráðu­neyt­inu heyri ég að lík­legt sé að á þeim tíma hefði verið hægt að þurrka snjó­hengj­una svo­nefndu upp að mestu leyti ef gengið hefði verið á milli 165-170 krónur á evru. Nú sjáum við glöggt að skyn­sam­legt hefði verið að ljúka við­skipt­unum á því gengi. Þá­ver­andi stjórn­völd ákváðu að gera það ekki, kannski vegna þess sjón­ar­miðs að með því hefði verið gert allt of vel við aflandskrónu­eig­end­ur. Eftir á sjá allir að Íslend­ingar hefðu grætt mjög mikið á því að ljúka dæm­inu þá, en menn misstu af því tæki­færi,“ sagði Benedikt.

Skömmu síðar gekk Bjarni Benediktsson forsætisráðherra út úr þingsal og horfði Benedikt á eftir honum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók til máls á eftir Benedikt og tók undir gagnrýni hans. Sagði hún að í raun hefðði aflandskrónuútboðið í fjármálaráðherratíð Bjarna ekki tekist.

„Hæstvirtur núverandi fjármálaráðherra kemur hér og segir að í raun og veru hefði verið betra að semja við aflandskrónueigendur á öðru gengi. Þannig að hann virðist telja líka að þarna hafi verið gerð mistök í framkvæmdinni við losun hafta,“ sagði Katrín. 

Bjarni tók til máls skömmu síðar og svaraði gagnrýni Benedikts og Katrínar. „Mér finnst það skjóta skökku við þegar menn koma hér upp og segja að útboðið sem haldið var um mitt ár í fyrra hafi ekki verið vel heppnað. Staðreyndin er sú að við fengum þátttöku í því útboði sem var langt umfram það sem tekist hafði að fá fram í fyrri útboðum. Langt langt langt umfram það. Veruleg fjárhæð sem þá losnaði, rétt um sjötíu milljarðar ef ég man rétt, sem við náðum að losa í útboðinu. Vissulega stóð eftir há fjárhæð en engu að síður vel heppnað útboð sem var undanfari þess að við gátum hafið afnámsferli á innlenda aðila,“ sagði Bjarni. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár