Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir fækkun nemenda og hagræðingu á háskólastiginu

Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­mála­ráð­herra seg­ir fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar gera ráð fyr­ir fækk­un nem­enda en það sé ekki „óheil­brigð fækk­un“.

Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir fækkun nemenda og hagræðingu á háskólastiginu
Aukin fjárframlög Aukning framlaga til menntamála fara að miklu leyti í uppbyggingu húsnæðis. Mynd: Kristinn Magnússon

Stefnt er að því að fækka háskólanemum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára. Þetta viðurkenndi Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í svari við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmannisVinstri grænna, á Alþingi í dag. Spurði Katrín hvort fjárframlög á hvern nemanda á háskólastigi yrðu aukin með fækkun nemenda. Benedikt svaraði því til að í áætluninni væri gert ráð fyrir einhverri fækkun háskólanema en „það væru í sjálfu sér engin óheilbrigð fækkun nemenda eða niðurskurður sem þessi fjármálaáætlun gerir ráð fyrir“. 

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur gagnrýnt harðlega fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára og bent á að ef fylgja eigi áætluninni verði ekki hægt að ná fram aukningu í framlögum á hvern ársnema nema með verulegri fækkun. 

Benedikt svaraði fyrir fjármálaáætlunina, sem var kynnt á föstudaginn, á Alþingi í dag: „Það er alveg sama hvað það er sagt oft. Viðbót er ekki niðurskurður. Þannig er það nú bara,“ sagði hann þegar bent var á að aukning fjárframlaga til sjúkrahúsþjónustu héldi ekki í við áætlaða fjölgun sjúklinga. 

Þegar rætt var um háskólastigið sagði Benedikt að lengi mætti gott bæta. „Það er hægt að gera það með tvennum hætti, annars vegar er hægt að bæta í framlögin og hins vegar er hægt að skipuleggja námið með öðrum hætti,“ sagði hann. „Hvort tveggja verður auðvitað gert. Það er það sem þeir sem reka háskólann hverju sinni eru sífellt að velta fyrir sér, hvernig veita þeir sem besta og markvissasta menntun fyrir þau framlög sem ríkið úthlutar á hverjum tíma.“

Helmingi lægri fjárframlög á Íslandi 

Katrín tók undir gagnrýni Jóns Atla á þinginu í umræðum um fjármálaáætlunina á þingi í dag. „Þessari áherslu hafa rektorar í landinu og háskólafólk áður mótmælt. Að ætlunin sé að fækka þeim sem stunda háskólanám fremur en að byggja hér upp öflugt háskólanám og auka framlögin sem eru, ef við skoðum þau á hvern nemenda, helmingi lægri hér en á Norðurlöndunum og umtalsvert lægri en að meðaltali í OECD.“

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir Spyr hvort „ætlunin sé að fækka þeim sem stunda háskólanám fremur en að byggja hér upp öflugt háskólanám.“

Katrín benti einnig á að Vísinda- og tækniráð hefði samþykkt stefnumótun um að ná meðaltali OECD-ríkjanna varðandi fjárframlög á hvern nemanda fyrir árið 2020. „Það er algjörlega fjarri því í þessari áætlun. Í ljósi þess að Vísinda- og tækniráð er nú fyrst og fremst skipað ráðherrum ríkisstjórnarinnar hverju sinni þá skilur maður hreinlega ekki hvernig er hægt að samþykkja slíka stefnumótun en leggja svo fram þessa áætlun,“ sagði hún.

Þetta er eitt af þeim atriðum sem Jón Atli gagnrýndi þegar hann lýsti yfir vonbrigðum með fjármálaáætlunina sem hann telur að samræmist ekki því markmiði að ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu.

Samkvæmt fjármálaáætluninni munu framlög ríkisins til háskólastigsins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 upp í ríflega 44 milljarða króna á fimm árum. Þar meðtalinn er kostnaður vegna byggingarframkvæmda við Hús íslenskra fræða á árunum 2017 til 2021. „Miðað við þessa áætlun og óbreyttan nemendafjölda á háskólastiginu munum við seint ná OECD meðaltalinu – sem ætti að jafnaði ekki að vera mjög metnaðarfullt markmið – og hvað þá Norðurlandameðaltalinu. Eina leiðin til að ná þessum meðaltölum miðað við áætlunina væri mjög mikil fækkun nemenda á háskólastiginu á Íslandi,“ sagði Jón Atli. 

Sagði minni eftirspurn eftir háskólanámi

Katrín beindi þeirri spurningu að Benedikt hvort honum þætti þetta viðunandi framtíðarsýn: „Fækkum nemendum á háskólanámi og færum framlögin þannig upp. Telur hann virkilega að þetta sé til raunverulegrar eflingar háskólastigsins?“

Benedikt svaraði því til að framlög til háskólanna væru að hækka, en eins væri hægt að skipuleggja námið með öðrum hætti. „Þeir sem reka háskólann hverju sinni eru sífellt að velta fyrir sér hverju sinni hvernig þeir veita besta og markvissustu menntun fyrir þau framlög sem ríkið úthlutar á hverjum tíma.“

Fjármálaráðherra
Fjármálaráðherra Segir að ekki sé gert fyrir óeðlilegri fækkun nemenda.

Í kjölfar hrunsins hafi nemendum fjölgað mikið í háskólunum þar sem atvinnuleysi jókst og fólk vildi nýta tímann til að bæta þekkingu sína og stöðu á vinnumarkaði. „Ég tel að það hafi verið góð og vinsamleg stefna. Nú eru aðrar aðstæður og meiri atvinna og má búast við því að það sé minni eftirspurn hlutfallslega eftir háskólanámi,“ sagði Benedikt, sem síðan staðfesti að fjármálaáætlunin geri ráð fyrir fækkun nemenda á háskólastigi. „Það sem við erum að gera, við erum að bæta við framlögum per nemenda og það er í sjálfum sér engin óheilbrigð fækkun nemenda eða niðurskurður sem þessi fjármálaáætlun gerir ráð fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár