Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fannst áhugavert að „hinar hagsýnu húsmæður“ sýndu ríkisfjármálum áhuga – biðst afsökunar

Sex kon­ur og þrír karl­ar ræddu um verklag við op­in­ber fjár­mál á Al­þingi í gær. „Mér finnst áhuga­vert hverj­ir það eru sem sýna mest­an áhuga á þess­um um­ræð­um, það er­um við Njáll Trausti og hinar hag­sýnu hús­mæð­ur sem eru í stór­um hóp­um hér inni,“ sagði Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­mála­ráð­herra.

Fannst áhugavert að „hinar hagsýnu húsmæður“ sýndu ríkisfjármálum áhuga – biðst afsökunar

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, vakti athygli á því að konur sýndu umræðum um verklag við opinber fjármál áhuga í umræðum á Alþingi í gær. „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum. Það erum við Njáll Trausti og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni. Það er þannig að það skiptir afar miklu máli að tala um þetta,“ sagði Benedikt í sérstökum umræðum sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, átti frumkvæði að. 

Uppfært 7. febrúar kl. 18: Benedikt hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. Hann skrifar á Facebook: „Í ræðustól Alþingis vísaði ég til þingkvenna sem hagsýnna húsmæðra. Það var tilraun til þess að gefa hnyttið andsvar við fyrri ræðu, en hún heppnaðist afleitlega. Um leið og ég heyrði mig segja þetta hugsaði ég: „Þú ert nú ekki alltaf jafn orðheppinn Benedikt.“ Þetta voru kjánaleg ummæli og ég biðst afsökunar á þeim.“

Í upphafsræðu sinni velti Bjarkey fyrir sér hvort framsetningin á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar væri til þess fallin að skapa faglega umræðu um málið á þinginu. „Megináherslan í fjármálastefnunni er heildarafkoma og skuldir, en helstu lykiltölur eru ekki birtar, t.d. hver landsframleiðslan verður í milljörðum króna. Sú tala er ekki gefin upp í spá Hagstofunnar og öll framsetning byggir á hlutföllum en ekki jafnframt á tölum,“ sagði hún og bætti við: „Þar sem fjármálastefna er bæði ætluð sérfræðingum og almennum borgurum spyr ég fjármálaráðherra hvort hann telji ekki æskilegt að stefnan verði sett upp samkvæmt báðum aðferðum, bæði út frá gagnsæi og út frá því að auðvelda ólíkum hópum að meta stefnuna.“ 

Í svari sínu sagði Benedikt að samanburður fjármálastefnu við rauntölur yrði sýndur í framtíðinni. „Við erum ekki komin enn á þann stað að geta sýnt slíkan samanburð vegna þess hve stutt er síðan lögin komust í framkvæmd og engar tölur að bera saman við, en ég er sammála þingmanninum um að slíkur samanburður er afar mikilvægur.“

Bjarkey sagði að það hefði loðað við frá því að hún kom fyrst inn á þing 2004 að þingsalurinn tæmdist alltaf þegar farið væri að tala um fjárlög eða fjármál. „Það loðir enn við og núna þegar við ætlum að fara að sýna aukinn aga og aðhald í fjármálum er mikilvægt að sem flestir geti skilið um hvað málið snýst. Til þess þurfum við líka tölur. Ég held að við getum sett þær fram án þess að það sé villandi með því að taka fram með hvaða hætti við ákveðum að gera þær samanburðarhæfar milli ára.“

Benedikt tók undir þetta. Þá sagði hann áhugavert að sjá fjölda kvenna sýna verklagi við opinber fjármál áhuga en sex konur og þrír karlar tóku þátt í umræðunum. „Þetta er líklegast mikilvægasta málefni kjörtímabilsins. Þarna erum við að marka stefnuna, marka rammann, og vel að merkja, þegar búið verður að marka þann ramma er þetta orðið stefna Alþingis og við munum haga okkur í samræmi við hana.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár