Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Er Jón Gnarr að boða forsetaframboð?

Jón Gn­arr ætl­ar að til­kynna hvort hann fari í fram­boð á morg­un. Í dag skrif­ar hann stöðu­færslu sem sum­ir telja að sé for­spil að for­setafram­boði. „Krist­in trú hef­ur ver­ið mik­il­væg­ur hluti af þjóð­menn­ingu okk­ar,“ skrif­ar Jón. „Bestastað­ir here we come“ seg­ir sam­herji hans.

Er Jón Gnarr að boða forsetaframboð?

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365, íhugar nú forsetaframboð, þrátt fyrir að hafa áður gefið það frá sér.

Í dag skrifar hann stöðufærslu á Facebook-síðu sína um kristni og gildi þjóðarinnar og virðast þeir sem skrifa athugasemdir telja að um sé að ræða forspil að forsetaframboði. Í færslunni veltir Jón vöngum yfir gildum íslensku þjóðarinnar og sessi kristinnar trúar í þjóðmenningunni.

„Ég hef verið að hugsa mikið um gildi okkar sem þjóðar. Þó ég telji mig trúlausan þá get ég ekki hafnað því að kristin trú hefur verið mikilvægur hluti af þjóðmenningu okkar og sögu. Þjóðfáninn okkar er t.d. krosstákn. Lykillinn að framtíð okkar felst í því að við náum sem best að samrýma ólík viðhorf og lífsskoðanir, útrýma ágreiningi en vinna saman sem heild. Sagan kennir okkur að þannig hefur okkur yfirleitt gengið best að ná árangri,“ skrifar Jón.

Gaukur Úlfarsson, leikstjóri og náinn samstarfsmaður Jóns í gegnum tíðina, skrifar athugasemd og segir: „Bestastaðir here we come!“

Misvísandi skilaboð

Í viðtali við Kjarnann í fyrradag gaf Jón út yfirlýsingu um að hann myndi tilkynna hvort hann færi í framboð á morgun, í einhverjum af miðlum fjölmiðlafyrirtækisins 365, þar sem hann starfar. „Ég ætla bara að liggja undir feldi þangað til," sagði Jón við Kjarnann.

Jón hefur gefið út ansi ólíkar yfirlýsingar í gegnum tíðina um hvort hann ætli sér í framboð. Í mars í fyrra skrifaði hann til að mynda pistil í Fréttablaðið þar sagði hreint út að hann ætlað sér ekki í framboð. „En það er annað sem ég get ekki sætt mig við. Mér leiðist tilætlunarsemi, frekja og dónaskapur. Ég reyni að forðast fólk sem finnst það eðlilegur hluti af daglegum samskiptum. Mér óar við þeirri tilhugsun að verða á þennan hátt hluti af þeim ömurlega og hallærislega kúltúr sem er íslensk stjórnmálamenning. Ég nenni ekki að standa aftur andspænis freka kallinum. Ég get bara ekki boðið sjálfum mér og konunni minni upp á þetta,“ skrifaði Jón.

„Leiðinleg stemning í samfélaginu“

Þá sagði Jón í viðtali við Stundina í júlí að hann vildi ekki berjast við „einhver öfl í þjóðfélaginu“ og honum þætti „leiðinleg stemning“ í þjóðfélaginu: „Það er bara ekki það sem á fyrir mér að liggja að verða forseti. Ég var bæði snortinn og upp með mér yfir því að svona mörgum þætti það vænt um mig eða hefðu svo mikla trú á mér að þeir vildu sjá mig í forsetaembættinu. Ég hugsaði líka að í því embætti gæti ég gert mikið gagn; unnið að jafnrétti, mannréttindum og hjálpað til á ýmsan hátt. Það hefði hins vegar endanlega lokað fyrir mér öllum tækifærum til að vera aðrar persónur. Ef maður er forseti þá er maður ekkert annað, það er svo afgerandi hlutverk. Mig langar að spreyta mig í öðru og halda áfram þessum persónuleikatilraunum sem ég hef verið að gera. Það er líka svo leiðinleg stemning í samfélaginu og mig langar ekki að vera einhver sem er umtalaður í þessum leiðindum. Ég fæ ekkert kikk út úr því, hef aldrei litið svo á að það væri mitt hlutverk að takast á við einhver öfl í þjóðfélaginu og mér hraus dálítið hugur við því.“

„Ég væri alveg til í að vera forseti.“

Rétt fyrir jól hafði tónninn breyst. Í þættinum Jólavöku á RÚV sagði hann að hann væri tilbúinn að verða forseti. „Ég væri alveg til í að vera forseti. Ég veit bara ekki alveg hvort ég væri til í það á þessum tímapunkti,“ sagði hann þá. Samkvæmt skoðanakönnun Vísis 4. janúar vilja níu prósent Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár