Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Er Jón Gnarr að boða forsetaframboð?

Jón Gn­arr ætl­ar að til­kynna hvort hann fari í fram­boð á morg­un. Í dag skrif­ar hann stöðu­færslu sem sum­ir telja að sé for­spil að for­setafram­boði. „Krist­in trú hef­ur ver­ið mik­il­væg­ur hluti af þjóð­menn­ingu okk­ar,“ skrif­ar Jón. „Bestastað­ir here we come“ seg­ir sam­herji hans.

Er Jón Gnarr að boða forsetaframboð?

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365, íhugar nú forsetaframboð, þrátt fyrir að hafa áður gefið það frá sér.

Í dag skrifar hann stöðufærslu á Facebook-síðu sína um kristni og gildi þjóðarinnar og virðast þeir sem skrifa athugasemdir telja að um sé að ræða forspil að forsetaframboði. Í færslunni veltir Jón vöngum yfir gildum íslensku þjóðarinnar og sessi kristinnar trúar í þjóðmenningunni.

„Ég hef verið að hugsa mikið um gildi okkar sem þjóðar. Þó ég telji mig trúlausan þá get ég ekki hafnað því að kristin trú hefur verið mikilvægur hluti af þjóðmenningu okkar og sögu. Þjóðfáninn okkar er t.d. krosstákn. Lykillinn að framtíð okkar felst í því að við náum sem best að samrýma ólík viðhorf og lífsskoðanir, útrýma ágreiningi en vinna saman sem heild. Sagan kennir okkur að þannig hefur okkur yfirleitt gengið best að ná árangri,“ skrifar Jón.

Gaukur Úlfarsson, leikstjóri og náinn samstarfsmaður Jóns í gegnum tíðina, skrifar athugasemd og segir: „Bestastaðir here we come!“

Misvísandi skilaboð

Í viðtali við Kjarnann í fyrradag gaf Jón út yfirlýsingu um að hann myndi tilkynna hvort hann færi í framboð á morgun, í einhverjum af miðlum fjölmiðlafyrirtækisins 365, þar sem hann starfar. „Ég ætla bara að liggja undir feldi þangað til," sagði Jón við Kjarnann.

Jón hefur gefið út ansi ólíkar yfirlýsingar í gegnum tíðina um hvort hann ætli sér í framboð. Í mars í fyrra skrifaði hann til að mynda pistil í Fréttablaðið þar sagði hreint út að hann ætlað sér ekki í framboð. „En það er annað sem ég get ekki sætt mig við. Mér leiðist tilætlunarsemi, frekja og dónaskapur. Ég reyni að forðast fólk sem finnst það eðlilegur hluti af daglegum samskiptum. Mér óar við þeirri tilhugsun að verða á þennan hátt hluti af þeim ömurlega og hallærislega kúltúr sem er íslensk stjórnmálamenning. Ég nenni ekki að standa aftur andspænis freka kallinum. Ég get bara ekki boðið sjálfum mér og konunni minni upp á þetta,“ skrifaði Jón.

„Leiðinleg stemning í samfélaginu“

Þá sagði Jón í viðtali við Stundina í júlí að hann vildi ekki berjast við „einhver öfl í þjóðfélaginu“ og honum þætti „leiðinleg stemning“ í þjóðfélaginu: „Það er bara ekki það sem á fyrir mér að liggja að verða forseti. Ég var bæði snortinn og upp með mér yfir því að svona mörgum þætti það vænt um mig eða hefðu svo mikla trú á mér að þeir vildu sjá mig í forsetaembættinu. Ég hugsaði líka að í því embætti gæti ég gert mikið gagn; unnið að jafnrétti, mannréttindum og hjálpað til á ýmsan hátt. Það hefði hins vegar endanlega lokað fyrir mér öllum tækifærum til að vera aðrar persónur. Ef maður er forseti þá er maður ekkert annað, það er svo afgerandi hlutverk. Mig langar að spreyta mig í öðru og halda áfram þessum persónuleikatilraunum sem ég hef verið að gera. Það er líka svo leiðinleg stemning í samfélaginu og mig langar ekki að vera einhver sem er umtalaður í þessum leiðindum. Ég fæ ekkert kikk út úr því, hef aldrei litið svo á að það væri mitt hlutverk að takast á við einhver öfl í þjóðfélaginu og mér hraus dálítið hugur við því.“

„Ég væri alveg til í að vera forseti.“

Rétt fyrir jól hafði tónninn breyst. Í þættinum Jólavöku á RÚV sagði hann að hann væri tilbúinn að verða forseti. „Ég væri alveg til í að vera forseti. Ég veit bara ekki alveg hvort ég væri til í það á þessum tímapunkti,“ sagði hann þá. Samkvæmt skoðanakönnun Vísis 4. janúar vilja níu prósent Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár