Gestur K. Pálmason, eiginmaður Öldu Hrannar Jóhannsdóttur aðallögfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, var færður tímabundið frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að sinna verkefnum er snúa að rannsóknum á skipulögðum brotahópum. Hann hafði aðsetur á lögreglustöðinni í Hafnarfirði.
Að sögn Margeirs Sveinssonar, varðstjóra í Hafnarfirði, var lögreglumaðurinn fenginn í umrætt verkefni að tillögu Europol, enda búi hann yfir dýrmætri reynslu á þeim sviðum sem verkefnin tóku til. Fram kemur á vef Háskólans í Reykjavík, þaðan sem Gestur útskrifaðist úr markþjálfanámi árið 2014, að hann hafi sinnt öryggis- og löggæslustörfum frá árinu 2001, setið fjölda námskeiða í öryggis- og löggæslutengdum þáttum, starfað sem sérfræðingur á séraðgerða- og sprengjueyðingarsviði Landhelgisgæslunnar og sem verkefnisstjóri öryggismála hjá Landamærastofnun Evrópu á Spáni. Þar hafi hann annast stefnumótun, samræmingu, framkvæmd og fræðslu starfsfólks á sviði öryggismála.
Eins og Stundin hefur áður fjallað um hafa stöðuveitingar án auglýsingar tíðkast mjög hjá …
Athugasemdir