Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, varði spítalahótelrekstur Sinnum kröftuglega í Kastljósi síðasta þriðjudag. Landspítalinn vill hins vegar slíta samning við Sinnum. Nokkur tengsl eru á milli Steingríms Ara og Ástu Þórarinsdóttur, annars eiganda Sinnum og stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins, en þau sátu meðal annars í saman í stjórn LÍN. Bæði hafa þau starfað innan Sjálfstæðisflokksins um áratugaskeið. Steingrímur Ari var aðstoðarmaður Friðriks Sófussonar allan hans ráðherraferil meðan Ásta var skipuð af Friðriki í stjórn LÍN. Stundin hefur ítrekað fjallað um Sinnum og rekstur sjúkrahótelsins í Ármúla. Hinn eigandi Sinnum, utan lífeyrissjóða, er Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar, og áhrifamanneskja í Sjálfstæðisflokknum.
Athugasemdir