Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Heiða Kristín fer ekki fram - vill aðra konu sem formann Bjartrar framtíðar

Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, sem gagn­rýndi for­ystu Bjartr­ar fram­tíð­ar harð­lega, seg­ist nú ekki ætla að bjóða sig fram til for­manns.

Heiða Kristín fer ekki fram - vill aðra konu sem formann Bjartrar framtíðar
Formennirnir tveir Formenn Bjartrar framtíðar voru tveir, þar til Heiða Kristín steig til hliðar og Guðmundur Steingrímsson tók einn við keflinu. Síðar vildi Heiða Kristín að Guðmundur stigi til hliðar og vildi ekki öðrum kosti taka sæti Bjartar Ólafsdóttur á þingi í fjarveru hennar. Mynd: Pressphotos

Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar, sem hefur gagnrýnt núverandi formann harðlega fyrir slakt fylgi flokksins í skoðanakönnunum, hefur lýst því yfir að hún muni ekki bjóða sig sjálf fram til formanns á komandi ársfundi flokksins sem haldinn verður 5. september. 

„Ég hef ákveðið að bjóða mig ekki fram til formanns Bjartrar framtíðar. Breytingarnar sem BF er að ganga í gegnum snúast ekki um mig eða minn metnað heldur um það að flokkurinn geti endurvakið áhuga kjósenda og fundið neistann sem til þarf til að hrífa aðra með. Metnaður minn liggur í því að leggja því verkefni lið og ég met stöðuna þannig að það verði best gert með því að ég taki sæti á Alþingi í haust í fæðingarorlofi Bjartrar Ólafsdóttur og veiti nýrri forystu stuðning til góðra verka. Þar vil ég sjá konu fremsta meðal jafningja,“ segir Heiða Kristín á Facebook-síðu sinni. 

Hún útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns síðar. „Sá dagur kann að koma ég mun bjóða mig fram til forystu, en sá tímapunktur er ekki núna.“

Fram hefur komið að hvorki formaðurinn Guðmundur Steingrímsson né þingflokksformaðurinn Róbert Marshall, sem eru þingmenn flokksins, munu bjóða sig fram sem formenn. Guðmundur mælti með því að staða formanns „róteraðist“ á milli aðila innan Bjartrar framtíðar. 

Björt Ólafsdóttir, sem nú er í fæðingarorlofi, hefur greint frá því að hún muni ekki bjóða sig fram. Heiða Kristín hafði áður lýst því yfir að hún myndi hætta í stjórnmálum og ekki taka sæti Bjartar á þingi, en Heiða er varaformaður fyrir hana. Henni snerist hugur þegar Guðmundur Steingrímsson greindi frá brotthvarfi sínu úr formannsstóli.

„Mér finnst vandi Bjartrar framtíðar vera inni í Bjartri framtíð“

Ekki hefur komið fram hvort Brynhildur Pétursdóttir, annar þingmaður flokksins, muni fara í formannsframboð. Þá hefur stjórnarformaðurinn Margrét Marteinsdóttir ekki tjáð sig um málið.

Aðrir þingmenn flokksins eru Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson. 

Bæði Óttarr Proppé og svo Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hafa lýst sig reiðubúin að gerast formenn Bjartrar framtíðar.

Brynhildur Pétursdóttir
Brynhildur Pétursdóttir Eini þingmaður flokksins sem kemur til greina sem formannsframbjóðandi er Brynhildur Pétursdóttir.

Björt framtíð mælist nú með rúmlega 4 prósent fylgi. Heiða Kristín skrifaði fylgistapið á formann flokksins. „Mér finnst vandi Bjartrar framtíðar vera inni í Bjartri framtíð, hann er ekki vandi kjósenda. Vandinn er ekki tilkominn vegna þess að kjósendur skilja ekki flokkinn heldur er hann vandi formannsins og þeirra sem starfa í Bjartri framtíð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu