Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ítrekaðar duldar auglýsingar hjá Stöð 2 og Bylgjunni

Rit­höf­und­ur og ferða­þjón­ustu­að­ili greina frá því að þeir hafi ekki feng­ið að koma í við­tal hjá Bylgj­unni vegna þess að þeir borg­uðu ekki fyr­ir það. Dul­in við­skipta­skila­boð eru ólög­leg. Fjöl­miðla­nefnd skoð­ar keypta um­fjöll­un Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar hjá Ís­landi í dag.

Ítrekaðar duldar auglýsingar hjá Stöð 2 og Bylgjunni
Mannauðsstjóri og auglýsingastjóri á 365-miðlum Svanur Valgeirsson segir að fyrirtækið muni færa út kvíarnar í keyptri umfjöllun í sjónvarpi. Mynd: Samsett

Ólöglegt er að dulbúa auglýsingar sem óborgaðar umfjallanir, en engu að síður hafa Stöð 2 og Bylgjan birt seld viðtöl án þess að greina áhorfendum frá því að viðmælandinn hafi borgað fyrir að koma í þættina.
Svanur Valgeirsson, sem er bæði mannauðsstjóri og auglýsingastjóri á 365-miðlum, sem senda út Bylgjuna og Stöð 2, segir að fyrirtækið muni færa út kvíarnar í keyptri umfjöllun í sjónvarpi.

Ekki verður þó betur séð en kvíarnar séu komnar ansi langt út nú þegar á útvarpsstöðvum miðilsins, Stöð 2 og Fréttablaðinu hvað varðar duldar auglýsingar. 

Duldar auglýsingar, sem eru ólöglegar, eru skilgreindar svo í Fjölmiðlalögum: „Dulin viðskiptaboð eru kynning í máli eða myndum á vörum, þjónustu, heiti, vörumerki eða starfsemi aðila sem framleiðir vöru eða veitir þjónustu í dagskrárliðum þegar slík kynning er til þess ætluð af hálfu fjölmiðlaveitu að þjóna auglýsingamarkmiðum og gæti villt um fyrir neytendum að því er eðli hennar varðar.“

Eðli máls samkvæmt er oft erfitt að koma auga á duldar auglýs­ingar en hér verða þó rakin nokkur skýr dæmi. Annars vegar má nefna rithöfund og hins vegar eiganda ferðaskrifstofu sem fengu ekki að koma í útvarpið án þessa að borga fyrir. Auk þess má nefna mál, sem Stundin fjallaði um á dögunum, um umfjöllun Íslands í dag um auglýsingaherferð Mjólkursamsölunnar (MS) 28. maí síðastliðinn, sem var unnin gegn greiðslu MS til 365.
Svanur Valgeirsson, auglýsinga- og mannauðsstjóri 365, sagði þá að það hefðu verið mistök dagskrárgerðarmanna að taka ekki fram eða birta skjáborða sem gæfi til kynna að um auglýsingu væri að ræða. 
Þessi sömu mistök virðast þó hafa átt sér stað fáeinum dögum síðar í Bítinu á Bylgjunni en innslagið var nánasta endurtekið í útvarpsþættinum 1. júní. Á engum tímapunkti nefna dagskrárgerðarmenn Bítisins að um sé að ræða auglýsingu.

Athugasemd 6. júlí

 

Þessi frétt birtist í síðasta tölublaði Stundarinnar 2. júlí síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá Fjölmiðanefnd í dag kemur fram að ekkert verði gert í máli Ísland í dag og Mjólkursamsölunnar þar sem það hafi verið mistök hjá fyrirtækinu að merkja innslagið ekki sérstaklega sem auglýsingu. Ekki er litið til þess að þessi sömu mistök hafi átt sér stað í Bítinu nokkrum dögum eftir Ísland í dag innslagið.

„Nefndin hefur einnig sent 365 miðlum erindi vegna frétta af duldri auglýsingu í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 þann 28. maí sl. Fjallað var um málið í Kjarnanum 7. júní og Stundinni 11. júní sl., þar sem haft var eftir auglýsinga- og mannauðsstjóra 365 miðla að mistök hefðu átt sér stað við efnisvinnslu og hafi hið kostaða efni af þeim sökum ekki verið auðkennt sem slíkt.

Í erindi fjölmiðlanefndar til 365 miðla segir að nefndin geri að svo stöddu ekki frekari athugasemdir við þá duldu auglýsingu á Stöð 2, sem hér hefur verið vísað til, þar sem fram hafi komið að mistök við efnisvinnslu hafi átt sér stað hjá 365 miðlum. Um leið ítrekar fjölmiðlanefnd að lögum samkvæmt eru dulin viðskiptaboð bönnuð og að 365 miðlum, sem og öðrum fjölmiðlum, ber að aðgreina viðskiptaboð og ritstjórnarefni með skýrum hætti. Þá eru óheimil viðskiptaboð og fjarkaup fyrir tóbaksvörur, áfengi, lyfseðilsskyld lyf og happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem ekki hefur leyfi hér á landi,“ segir í tilkynningu Fjölmiðlanefndar.

 

Þurfti að borga til að gefa

Margeir Ingólfsson, annar eigandi ferðaskrifstofunnar Ferðin, fullyrðir að sér hafi verið tjáð af Heimi Karlssyni, þáttastjórnanda í Bítinu, að hann þyrfti að borga til að koma í viðtal í þættinum. Margeir segir í samtali við Stundina að hann hafi haft samband við þáttastjórnendur í því markmikið að gefa hlustendum gjafabréf í ferðir hjá félaginu. 

„Ástæða þess að mér datt í hug að bjóða Bylgjunni þetta var að ég hafði í tvígang, nokkrum vikum áður, heyrt þá Bítismenn vera með fulltrúa frá Úrval Útsýn í viðtali hjá sér þar sem þeir kynntu sérstakar ferðir hjá Úrval Útsýn og gáfu síðan gjafabréf í lok viðtalsins,“ segir Margeir.

Margeir segir að eftir að hafa sent nokkra tölvupóst hafi hann fengið símhringingu frá Heimi. „Mér var þá kurteisislega bent á að það gengi ekki þannig fyrir sig að ég kæmi bara í viðtal með gjafabréf með mér, því að allt svona þurfi að borga þeim fyrir, enda eins og hann sagði: „Það þurfa allir salt í grautinn“. Mér var sagt að allt svona fari í gegnum auglýsingadeildina og ég ætti að hafa samband við þá ef ég vildi koma með gjafabréf fyrir áheyrendur Bylgjunnar. Þetta fór síðan ekki lengra þar sem mér datt ekki í hug að fara að borga Bylgjunni fyrir það að fá að gefa lesendum þeirra gjafabréf, án þess að það kæmi fram að stöðin rukkaði sérstaklega fyrir það. Mér fannst þetta svolítið „sjúkt“,“ segir Margeir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Duldar auglýsingar

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár