Tinna Alavis vill ekki tjá sig opinberlega um auglýsingar í barnaafmæli

Lífs­stíls­blogg­ar­inn Tinna Ala­vis aug­lýs­ir barna­föt og fylgi­hluti með mynd­um af dótt­ur sinni á blogg­síðu sinni Ala­vis.is. Dótt­ur sinn­ar vegna seg­ist hún ekki vilja tjá sig op­in­ber­lega um um­tal­að barna­af­mæli sem kostað var af níu fyr­ir­tækj­um.

Tinna Alavis vill ekki tjá sig opinberlega um auglýsingar í barnaafmæli
Tinna Alavis Heldur úti lífsstílsbloggi þar sem hún kynnir vörur gegn greiðslu.

Lífsstílsbloggarinn Tinna Alavis vill ekki tjá sig um auglýsingar í umfjöllun hennar um barnaafmæli dóttur hennar, sem hún birti á bloggsvæði sínu. Ástæðan er að hún vill ekki að athygli færist á afmæli dóttur hennar.

Viðskiptablaðið fjallaði um að níu fyrirtæki hefðu styrkt barnaafmæli sem Tinna hélt á dögunum, en fyrirtækin greiða Tinnu fyrir að birta myndir af vörum þeirra í umfjöllunum á bloggi og samfélagsmiðlum. 

Í samtali við blaðamann Stundarinnar segir Tinna ekki vilja tjá sig um færsluna í opinberum fjölmiðlum þar sem umfjöllunin varðar dóttur hennar. 

„Vegna þess að þetta er afmæli dóttur okkar og við vildum ekki setja þetta inn á svona opinberan miðil, svona stóran,“ segir Tinna við fyrirspurn blaðamanns og bætir við: „Þannig að við vorum að hugsa um að hafa þetta bara á blogginu.“ 

Í færslu sem Tinna birti í gær um barnaafmæli dóttur sinnar eru myndir úr afmælinu, af gestum, veitingum og skreytingum og níu fyrirtæki nefnd á nafn sem komu að veislunni.  

„Síðustu þrjú árin hef ég haldið úti síðunni Alavis.is þar sem ég fjalla um mitt daglega líf & áhugamál,“ skrifar Tinna meðal annars í lýsingu á vefsíðunni. Þar kemur ekki fram að flestar færslur enda með smáu letri þar sem tekið er fram að færslurnar séu kostaðar.

Tinna fjallar gjarnan um barnavörur á bloggi sínu og á samfélagsmiðlum þar sem dóttir hennar er aðalviðfangsefni myndanna. Í seinustu viku fjallaði hún til dæmis um barnaföt frá Polarn O. Pyret. Í færslunni eru myndir af dóttur hennar, heima hjá sér, klædda kjól frá fyrirtækinu, og skrifar Tinna meðal annars:

„Ég tók nokkrar myndir af Ísabellu minni í dag í nýja kjólnum sínum frá Polarn O.Pyret. Hún var ótrúlega sátt með lífið & tilveruna eins & sést á myndunum. Þessi litla dama verður 3. ára í næsta mánuði & bíður spennt eftir afmælinu sínu. Ísabella elskar að fá ný föt & ég er ekki frá því að henni finnist það skemmtilegra en að fá nýtt dót!“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Duldar auglýsingar

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu