Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tinna Alavis vill ekki tjá sig opinberlega um auglýsingar í barnaafmæli

Lífs­stíls­blogg­ar­inn Tinna Ala­vis aug­lýs­ir barna­föt og fylgi­hluti með mynd­um af dótt­ur sinni á blogg­síðu sinni Ala­vis.is. Dótt­ur sinn­ar vegna seg­ist hún ekki vilja tjá sig op­in­ber­lega um um­tal­að barna­af­mæli sem kostað var af níu fyr­ir­tækj­um.

Tinna Alavis vill ekki tjá sig opinberlega um auglýsingar í barnaafmæli
Tinna Alavis Heldur úti lífsstílsbloggi þar sem hún kynnir vörur gegn greiðslu.

Lífsstílsbloggarinn Tinna Alavis vill ekki tjá sig um auglýsingar í umfjöllun hennar um barnaafmæli dóttur hennar, sem hún birti á bloggsvæði sínu. Ástæðan er að hún vill ekki að athygli færist á afmæli dóttur hennar.

Viðskiptablaðið fjallaði um að níu fyrirtæki hefðu styrkt barnaafmæli sem Tinna hélt á dögunum, en fyrirtækin greiða Tinnu fyrir að birta myndir af vörum þeirra í umfjöllunum á bloggi og samfélagsmiðlum. 

Í samtali við blaðamann Stundarinnar segir Tinna ekki vilja tjá sig um færsluna í opinberum fjölmiðlum þar sem umfjöllunin varðar dóttur hennar. 

„Vegna þess að þetta er afmæli dóttur okkar og við vildum ekki setja þetta inn á svona opinberan miðil, svona stóran,“ segir Tinna við fyrirspurn blaðamanns og bætir við: „Þannig að við vorum að hugsa um að hafa þetta bara á blogginu.“ 

Í færslu sem Tinna birti í gær um barnaafmæli dóttur sinnar eru myndir úr afmælinu, af gestum, veitingum og skreytingum og níu fyrirtæki nefnd á nafn sem komu að veislunni.  

„Síðustu þrjú árin hef ég haldið úti síðunni Alavis.is þar sem ég fjalla um mitt daglega líf & áhugamál,“ skrifar Tinna meðal annars í lýsingu á vefsíðunni. Þar kemur ekki fram að flestar færslur enda með smáu letri þar sem tekið er fram að færslurnar séu kostaðar.

Tinna fjallar gjarnan um barnavörur á bloggi sínu og á samfélagsmiðlum þar sem dóttir hennar er aðalviðfangsefni myndanna. Í seinustu viku fjallaði hún til dæmis um barnaföt frá Polarn O. Pyret. Í færslunni eru myndir af dóttur hennar, heima hjá sér, klædda kjól frá fyrirtækinu, og skrifar Tinna meðal annars:

„Ég tók nokkrar myndir af Ísabellu minni í dag í nýja kjólnum sínum frá Polarn O.Pyret. Hún var ótrúlega sátt með lífið & tilveruna eins & sést á myndunum. Þessi litla dama verður 3. ára í næsta mánuði & bíður spennt eftir afmælinu sínu. Ísabella elskar að fá ný föt & ég er ekki frá því að henni finnist það skemmtilegra en að fá nýtt dót!“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Duldar auglýsingar

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár