Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tinna Alavis vill ekki tjá sig opinberlega um auglýsingar í barnaafmæli

Lífs­stíls­blogg­ar­inn Tinna Ala­vis aug­lýs­ir barna­föt og fylgi­hluti með mynd­um af dótt­ur sinni á blogg­síðu sinni Ala­vis.is. Dótt­ur sinn­ar vegna seg­ist hún ekki vilja tjá sig op­in­ber­lega um um­tal­að barna­af­mæli sem kostað var af níu fyr­ir­tækj­um.

Tinna Alavis vill ekki tjá sig opinberlega um auglýsingar í barnaafmæli
Tinna Alavis Heldur úti lífsstílsbloggi þar sem hún kynnir vörur gegn greiðslu.

Lífsstílsbloggarinn Tinna Alavis vill ekki tjá sig um auglýsingar í umfjöllun hennar um barnaafmæli dóttur hennar, sem hún birti á bloggsvæði sínu. Ástæðan er að hún vill ekki að athygli færist á afmæli dóttur hennar.

Viðskiptablaðið fjallaði um að níu fyrirtæki hefðu styrkt barnaafmæli sem Tinna hélt á dögunum, en fyrirtækin greiða Tinnu fyrir að birta myndir af vörum þeirra í umfjöllunum á bloggi og samfélagsmiðlum. 

Í samtali við blaðamann Stundarinnar segir Tinna ekki vilja tjá sig um færsluna í opinberum fjölmiðlum þar sem umfjöllunin varðar dóttur hennar. 

„Vegna þess að þetta er afmæli dóttur okkar og við vildum ekki setja þetta inn á svona opinberan miðil, svona stóran,“ segir Tinna við fyrirspurn blaðamanns og bætir við: „Þannig að við vorum að hugsa um að hafa þetta bara á blogginu.“ 

Í færslu sem Tinna birti í gær um barnaafmæli dóttur sinnar eru myndir úr afmælinu, af gestum, veitingum og skreytingum og níu fyrirtæki nefnd á nafn sem komu að veislunni.  

„Síðustu þrjú árin hef ég haldið úti síðunni Alavis.is þar sem ég fjalla um mitt daglega líf & áhugamál,“ skrifar Tinna meðal annars í lýsingu á vefsíðunni. Þar kemur ekki fram að flestar færslur enda með smáu letri þar sem tekið er fram að færslurnar séu kostaðar.

Tinna fjallar gjarnan um barnavörur á bloggi sínu og á samfélagsmiðlum þar sem dóttir hennar er aðalviðfangsefni myndanna. Í seinustu viku fjallaði hún til dæmis um barnaföt frá Polarn O. Pyret. Í færslunni eru myndir af dóttur hennar, heima hjá sér, klædda kjól frá fyrirtækinu, og skrifar Tinna meðal annars:

„Ég tók nokkrar myndir af Ísabellu minni í dag í nýja kjólnum sínum frá Polarn O.Pyret. Hún var ótrúlega sátt með lífið & tilveruna eins & sést á myndunum. Þessi litla dama verður 3. ára í næsta mánuði & bíður spennt eftir afmælinu sínu. Ísabella elskar að fá ný föt & ég er ekki frá því að henni finnist það skemmtilegra en að fá nýtt dót!“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Duldar auglýsingar

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár