Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

MS borgaði Íslandi í dag fyrir að fjalla jákvætt um sig

Stöð 2 braut mögu­lega lög með um­fjöll­un um MS, sem reynd­ist vera keypt án þess að greint væri frá því. Aug­lýs­inga­stjóri Stöðv­ar 2 seg­ir það hafa ver­ið mis­tök hjá þátta­stjórn­end­um að kynna ekki keyptu um­fjöll­un­ina. Hann seg­ir að stefnt sé á að selja um­fjall­an­ir í aukn­um mæli.

MS borgaði Íslandi í dag fyrir að fjalla jákvætt um sig

Umfjöllun Íslands í dag um auglýsingaherferð Mjólkursamsölunnar (MS) 28. maí síðastliðinn var unnin gegn greiðslu MS til 365. Þetta staðfestir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, í samtali við Stundina. Í lista sem Stundin hefur undir höndum sem sendur var til Gallup yfir efnisþætti Íslands í dag, magasínþáttar Stöðvar 2, er innslagið um fyrirtækið kallað „MS plögg“.  Kjarninn vakti fyrst athygli á þessu orðalagi í Gallup-listanum en útskýrði ekki hvernig á því stæði.

Svanur Valgeirsson, auglýsinga- og mannauðsstjóri 365, staðfestir í samtali við Stundina að greitt hefði verið fyrir „plöggið“. Hann segir að mistök hafi átt sér stað við vinnslu efnis og því hafi ekki verið tekið fram að um kynningu að ræða. Í gær birti Neytendastofa leiðbeiningar til fjölmiðla um hvernig gera skuli auglýsingar auðþekkjanlegar frá sjálfstæðu ritstjórnarefni. Þar kemur skýrt fram að duldar auglýsingar sé ólöglegar.

„MS plögg“
„MS plögg“ Áhorfstölur frá Capacent.
 

Fyrirtækið örvar umræðu

Innslagið sem keypt var fjallar um auglýsingaherferð MS sem nefnist Örnefni á Íslandi. Hægt er að horfa á kynninguna hér. Viðtal er við Guðný Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, þar sem hún kynnir Örnefni á Íslandi sem er sagt vera nýjasta átak MS á mjólkurfernum. „Þetta er létt og skemmtileg nálgun og gerir fólk áhugasamt um landið í leiðinni,“ segir Guðný. Því næst segir Ásgeir Erlendsson, dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag, frá því hvernig mjólkin sé pökkuð á Selfossi. „Það var spenna í loftinu í vélasalnum í gær, enda eru fyrstu fernurnar með nýja örnefna átakinu að koma í búðir um þessar mundir,“ segir Ásgeir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Duldar auglýsingar

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár