Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

MS borgaði Íslandi í dag fyrir að fjalla jákvætt um sig

Stöð 2 braut mögu­lega lög með um­fjöll­un um MS, sem reynd­ist vera keypt án þess að greint væri frá því. Aug­lýs­inga­stjóri Stöðv­ar 2 seg­ir það hafa ver­ið mis­tök hjá þátta­stjórn­end­um að kynna ekki keyptu um­fjöll­un­ina. Hann seg­ir að stefnt sé á að selja um­fjall­an­ir í aukn­um mæli.

MS borgaði Íslandi í dag fyrir að fjalla jákvætt um sig

Umfjöllun Íslands í dag um auglýsingaherferð Mjólkursamsölunnar (MS) 28. maí síðastliðinn var unnin gegn greiðslu MS til 365. Þetta staðfestir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, í samtali við Stundina. Í lista sem Stundin hefur undir höndum sem sendur var til Gallup yfir efnisþætti Íslands í dag, magasínþáttar Stöðvar 2, er innslagið um fyrirtækið kallað „MS plögg“.  Kjarninn vakti fyrst athygli á þessu orðalagi í Gallup-listanum en útskýrði ekki hvernig á því stæði.

Svanur Valgeirsson, auglýsinga- og mannauðsstjóri 365, staðfestir í samtali við Stundina að greitt hefði verið fyrir „plöggið“. Hann segir að mistök hafi átt sér stað við vinnslu efnis og því hafi ekki verið tekið fram að um kynningu að ræða. Í gær birti Neytendastofa leiðbeiningar til fjölmiðla um hvernig gera skuli auglýsingar auðþekkjanlegar frá sjálfstæðu ritstjórnarefni. Þar kemur skýrt fram að duldar auglýsingar sé ólöglegar.

„MS plögg“
„MS plögg“ Áhorfstölur frá Capacent.
 

Fyrirtækið örvar umræðu

Innslagið sem keypt var fjallar um auglýsingaherferð MS sem nefnist Örnefni á Íslandi. Hægt er að horfa á kynninguna hér. Viðtal er við Guðný Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, þar sem hún kynnir Örnefni á Íslandi sem er sagt vera nýjasta átak MS á mjólkurfernum. „Þetta er létt og skemmtileg nálgun og gerir fólk áhugasamt um landið í leiðinni,“ segir Guðný. Því næst segir Ásgeir Erlendsson, dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag, frá því hvernig mjólkin sé pökkuð á Selfossi. „Það var spenna í loftinu í vélasalnum í gær, enda eru fyrstu fernurnar með nýja örnefna átakinu að koma í búðir um þessar mundir,“ segir Ásgeir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Duldar auglýsingar

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár