Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

MS borgaði Íslandi í dag fyrir að fjalla jákvætt um sig

Stöð 2 braut mögu­lega lög með um­fjöll­un um MS, sem reynd­ist vera keypt án þess að greint væri frá því. Aug­lýs­inga­stjóri Stöðv­ar 2 seg­ir það hafa ver­ið mis­tök hjá þátta­stjórn­end­um að kynna ekki keyptu um­fjöll­un­ina. Hann seg­ir að stefnt sé á að selja um­fjall­an­ir í aukn­um mæli.

MS borgaði Íslandi í dag fyrir að fjalla jákvætt um sig

Umfjöllun Íslands í dag um auglýsingaherferð Mjólkursamsölunnar (MS) 28. maí síðastliðinn var unnin gegn greiðslu MS til 365. Þetta staðfestir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, í samtali við Stundina. Í lista sem Stundin hefur undir höndum sem sendur var til Gallup yfir efnisþætti Íslands í dag, magasínþáttar Stöðvar 2, er innslagið um fyrirtækið kallað „MS plögg“.  Kjarninn vakti fyrst athygli á þessu orðalagi í Gallup-listanum en útskýrði ekki hvernig á því stæði.

Svanur Valgeirsson, auglýsinga- og mannauðsstjóri 365, staðfestir í samtali við Stundina að greitt hefði verið fyrir „plöggið“. Hann segir að mistök hafi átt sér stað við vinnslu efnis og því hafi ekki verið tekið fram að um kynningu að ræða. Í gær birti Neytendastofa leiðbeiningar til fjölmiðla um hvernig gera skuli auglýsingar auðþekkjanlegar frá sjálfstæðu ritstjórnarefni. Þar kemur skýrt fram að duldar auglýsingar sé ólöglegar.

„MS plögg“
„MS plögg“ Áhorfstölur frá Capacent.
 

Fyrirtækið örvar umræðu

Innslagið sem keypt var fjallar um auglýsingaherferð MS sem nefnist Örnefni á Íslandi. Hægt er að horfa á kynninguna hér. Viðtal er við Guðný Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, þar sem hún kynnir Örnefni á Íslandi sem er sagt vera nýjasta átak MS á mjólkurfernum. „Þetta er létt og skemmtileg nálgun og gerir fólk áhugasamt um landið í leiðinni,“ segir Guðný. Því næst segir Ásgeir Erlendsson, dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag, frá því hvernig mjólkin sé pökkuð á Selfossi. „Það var spenna í loftinu í vélasalnum í gær, enda eru fyrstu fernurnar með nýja örnefna átakinu að koma í búðir um þessar mundir,“ segir Ásgeir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Duldar auglýsingar

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár