Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

MS borgaði Íslandi í dag fyrir að fjalla jákvætt um sig

Stöð 2 braut mögu­lega lög með um­fjöll­un um MS, sem reynd­ist vera keypt án þess að greint væri frá því. Aug­lýs­inga­stjóri Stöðv­ar 2 seg­ir það hafa ver­ið mis­tök hjá þátta­stjórn­end­um að kynna ekki keyptu um­fjöll­un­ina. Hann seg­ir að stefnt sé á að selja um­fjall­an­ir í aukn­um mæli.

MS borgaði Íslandi í dag fyrir að fjalla jákvætt um sig

Umfjöllun Íslands í dag um auglýsingaherferð Mjólkursamsölunnar (MS) 28. maí síðastliðinn var unnin gegn greiðslu MS til 365. Þetta staðfestir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, í samtali við Stundina. Í lista sem Stundin hefur undir höndum sem sendur var til Gallup yfir efnisþætti Íslands í dag, magasínþáttar Stöðvar 2, er innslagið um fyrirtækið kallað „MS plögg“.  Kjarninn vakti fyrst athygli á þessu orðalagi í Gallup-listanum en útskýrði ekki hvernig á því stæði.

Svanur Valgeirsson, auglýsinga- og mannauðsstjóri 365, staðfestir í samtali við Stundina að greitt hefði verið fyrir „plöggið“. Hann segir að mistök hafi átt sér stað við vinnslu efnis og því hafi ekki verið tekið fram að um kynningu að ræða. Í gær birti Neytendastofa leiðbeiningar til fjölmiðla um hvernig gera skuli auglýsingar auðþekkjanlegar frá sjálfstæðu ritstjórnarefni. Þar kemur skýrt fram að duldar auglýsingar sé ólöglegar.

„MS plögg“
„MS plögg“ Áhorfstölur frá Capacent.
 

Fyrirtækið örvar umræðu

Innslagið sem keypt var fjallar um auglýsingaherferð MS sem nefnist Örnefni á Íslandi. Hægt er að horfa á kynninguna hér. Viðtal er við Guðný Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, þar sem hún kynnir Örnefni á Íslandi sem er sagt vera nýjasta átak MS á mjólkurfernum. „Þetta er létt og skemmtileg nálgun og gerir fólk áhugasamt um landið í leiðinni,“ segir Guðný. Því næst segir Ásgeir Erlendsson, dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag, frá því hvernig mjólkin sé pökkuð á Selfossi. „Það var spenna í loftinu í vélasalnum í gær, enda eru fyrstu fernurnar með nýja örnefna átakinu að koma í búðir um þessar mundir,“ segir Ásgeir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Duldar auglýsingar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu