Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Davíð við fréttamann: „Þú ert í forsetaslag við mig“

Dav­íð Odds­son for­setafram­bjóð­andi tengdi aðra fram­bjóð­end­ur við stjórn­mála­flokka, gegn neit­un þeirra, og sak­aði spyr­il í kapp­ræð­um um að vera í „for­seta­slag“ við sig.

Davíð við fréttamann: „Þú ert í forsetaslag við mig“
Davíð Oddsson Tekur þátt í kappræðum á Stöð 2 ásamt þremur öðrum frambjóðendum. Mynd: Stöð 2

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, borgarstjóri og forsætisráðherra, sagði að fólk sæi í hvaða flokki Andri Snær Magnason og Guðni Th. Jóhannesson væru í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Báðir neituðu þeir að hafa tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, en Davíð vildi kenna þá við flokka. Sjálfur var hann formaður Sjálfstæðisflokkins um árabil.

Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir tóku þátt í kappræðum fyrir forsetakosningar á Stöð 2 í kvöld. Öðrum frambjóðendum var ekki boðið að taka þátt.

Í umræðu um stjórnmálaþáttöku kváðust hvorki Halla Tómasdóttir, Guðni Th, né Andri Snær hafa tekið þátt í flokkapólitík. 

„Fólk sér hvar þú ert í flokki,“ svaraði Davíð, eftir svör Andra Snæs. Þá nefndi hann að Guðni Th. hefði stuðning meðal Samfylkingarinnar.

Sakar spyril um að vera í slag

Davíð sakaði Þorbjörn Þórðarson, fréttamann og spyril í þættinum, um að vera í forsetaslag við hann.

Ummælin féllu þegar Þorbjörn spurði Davíð nánar út í orð hans um að ef öll mál færu í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi fólk „hætta að kjósa til Alþingis.“ 

Þú ert svona í forsetaslag við mig, einhvern. Það er allt í lagi mín vegna,“ sagði Davíð.

Davíð taldi að varlega þyrfti að fara í að heimila að fólk gæti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur með ákveðnu hlutfalli undirskrifta almennings. „Áhuginn og nauðsyn þess að kjósa til þings minnkar,“ útskýrði hann.

Efaðist um skoðanakönnun

Í skoðanakönnun 365 sem kynnt var í þættinum kom fram að Guðni Th. væri með 65% fylgi, Davíð 20% fylgi, Andri Snær 8%, Halla 2,5% og aðrir töluvert minna. Davíð efaðist um niðurstöður könnunarinnar, þar sem hún væri ekki í fullu samræmi við aðrar kannanir. Fylgi Davíðs mældist 18% í könnun MMR sem kynnt var í gær, en í könnun, sem gerð var fyrir stuðningsmenn Davíðs, mældist hann með 22%. 

„Ég held að það sé einhver skekkja í þessu og bind vonir við það,“ sagði hann og kvaðst treysta á að bæta við sig einu prósenti á dag fram að kosningunum eftir mánuð.

Davíð hefur áður efast um niðurstöður skoðanakannana. Árið 2009 voru 90% landsmanna andvígir því að hann gegndi stöðu seðlabankastjóra eftir bankahrunið. Í viðtali við Kastljósið hafnaði hann könnuninni og sagði að „þessi skoðanakönnun, sem var nefnd þarna líka, sem Baugsmiðlarnir birtu“ væri ekki þess eðlis að hann tæki mark á henni.

Davíð gagnrýndi kynningu sama þáttar og sakaði spyrilinn, Sigmar Guðmundsson, um ófaglega umræðu. Hann tók sem dæmi að Sigmar sjálfur gæti verið rúinn trausti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár