Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Davíð við fréttamann: „Þú ert í forsetaslag við mig“

Dav­íð Odds­son for­setafram­bjóð­andi tengdi aðra fram­bjóð­end­ur við stjórn­mála­flokka, gegn neit­un þeirra, og sak­aði spyr­il í kapp­ræð­um um að vera í „for­seta­slag“ við sig.

Davíð við fréttamann: „Þú ert í forsetaslag við mig“
Davíð Oddsson Tekur þátt í kappræðum á Stöð 2 ásamt þremur öðrum frambjóðendum. Mynd: Stöð 2

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, borgarstjóri og forsætisráðherra, sagði að fólk sæi í hvaða flokki Andri Snær Magnason og Guðni Th. Jóhannesson væru í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Báðir neituðu þeir að hafa tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, en Davíð vildi kenna þá við flokka. Sjálfur var hann formaður Sjálfstæðisflokkins um árabil.

Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir tóku þátt í kappræðum fyrir forsetakosningar á Stöð 2 í kvöld. Öðrum frambjóðendum var ekki boðið að taka þátt.

Í umræðu um stjórnmálaþáttöku kváðust hvorki Halla Tómasdóttir, Guðni Th, né Andri Snær hafa tekið þátt í flokkapólitík. 

„Fólk sér hvar þú ert í flokki,“ svaraði Davíð, eftir svör Andra Snæs. Þá nefndi hann að Guðni Th. hefði stuðning meðal Samfylkingarinnar.

Sakar spyril um að vera í slag

Davíð sakaði Þorbjörn Þórðarson, fréttamann og spyril í þættinum, um að vera í forsetaslag við hann.

Ummælin féllu þegar Þorbjörn spurði Davíð nánar út í orð hans um að ef öll mál færu í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi fólk „hætta að kjósa til Alþingis.“ 

Þú ert svona í forsetaslag við mig, einhvern. Það er allt í lagi mín vegna,“ sagði Davíð.

Davíð taldi að varlega þyrfti að fara í að heimila að fólk gæti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur með ákveðnu hlutfalli undirskrifta almennings. „Áhuginn og nauðsyn þess að kjósa til þings minnkar,“ útskýrði hann.

Efaðist um skoðanakönnun

Í skoðanakönnun 365 sem kynnt var í þættinum kom fram að Guðni Th. væri með 65% fylgi, Davíð 20% fylgi, Andri Snær 8%, Halla 2,5% og aðrir töluvert minna. Davíð efaðist um niðurstöður könnunarinnar, þar sem hún væri ekki í fullu samræmi við aðrar kannanir. Fylgi Davíðs mældist 18% í könnun MMR sem kynnt var í gær, en í könnun, sem gerð var fyrir stuðningsmenn Davíðs, mældist hann með 22%. 

„Ég held að það sé einhver skekkja í þessu og bind vonir við það,“ sagði hann og kvaðst treysta á að bæta við sig einu prósenti á dag fram að kosningunum eftir mánuð.

Davíð hefur áður efast um niðurstöður skoðanakannana. Árið 2009 voru 90% landsmanna andvígir því að hann gegndi stöðu seðlabankastjóra eftir bankahrunið. Í viðtali við Kastljósið hafnaði hann könnuninni og sagði að „þessi skoðanakönnun, sem var nefnd þarna líka, sem Baugsmiðlarnir birtu“ væri ekki þess eðlis að hann tæki mark á henni.

Davíð gagnrýndi kynningu sama þáttar og sakaði spyrilinn, Sigmar Guðmundsson, um ófaglega umræðu. Hann tók sem dæmi að Sigmar sjálfur gæti verið rúinn trausti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár