Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Allir nema Davíð mæta á kappræðurnar

Kapp­ræð­ur Stund­ar­inn­ar og Reykja­vik Media verða hald­ar í kvöld klukk­an 20. All­ir fram­bjóð­end­ur nema einn taka þátt.

Allir nema Davíð mæta á kappræðurnar
Forsetaframbjóðendur Kosið verður til forseta á laugardaginn.

Kappræður Stundarinnar og Reykjavik Media með forsetaframbjóðendum fara fram í kvöld án eins frambjóðanda, sem boðaði fjarveru sína í gær.

Davíð Oddsson hyggst halda sinn eigin opna fund í Kópavogi á meðan kappræðunum stendur í Hafnarfirði og verða því átta af níu frambjóðendum þátttakendur mættir í Gaflaraleikhúsið klukkan 20 í kvöld.

Haft var samband við alla frambjóðendur fyrir um þremur vikum og höfðu allir boðað komu sína utan eins, sem afþakkaði í gær. Frambjóðendurnir eru: Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.

Til stóð að frambjóðendur mættust í tveimur hópum, en afráðið hefur verið að þeir mætist allir á sama tíma.

Staðreyndakönnun í samtíma

Í kappræðum Stundarinnar og Reykjavik Media er kappkostað að veita almenningi aðgang að frambjóðendum og svo halda sannleikanum til haga eins og kostur er. 

Það fyrirkomulag verður haft á að yfirlýsingar frambjóðenda verða staðreyndakannaðar á meðan kappræðunum stendur og munu Jóhannes Kr. Kristjánsson frá Reykjavik Media og Jón Trausti Reynisson frá Stundinni sannreyna og leita heimilda í þeim tilfellum þar sem vafi er á sannleiksgildi staðhæfinga. 

Þá geta áhorfendur sent spurningar í gegnum Twitter eða Facebook undir streymi af útsendingu kappræðanna.

Spurningar frá almenningi

Fjórar leiðir eru til þess að koma spurningum áleiðis:

1. Senda tölvupóst á kosningastundin@stundin.is.

2. Senda spurningar á Twitter með myllumerkinu #kosningastundin

3. Skrifa spurningar í ummælum undir streymi af beinni útsendingu á Facebook, sem verður finnanlegt á Facebook-síðum Stundarinnar og Reykjavik Media

4. Mæta í salinn í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði og leggja fram spurningar á þar til gerð form.

Fulltrúar Stundarinnar og Reykjavik Media munu yfirfara spurningar og velja úr þær sem spyrlar leggja fram í beinu útsendingunni.

Kappræðurnar verða í beinni útsendingu á Facebook-síðum Stundarinnar og Reykjavik Media frá klukkan 20 í kvöld til 21:30. Spyrlar verða Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Reykjavik Media, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár