Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Allir nema Davíð mæta á kappræðurnar

Kapp­ræð­ur Stund­ar­inn­ar og Reykja­vik Media verða hald­ar í kvöld klukk­an 20. All­ir fram­bjóð­end­ur nema einn taka þátt.

Allir nema Davíð mæta á kappræðurnar
Forsetaframbjóðendur Kosið verður til forseta á laugardaginn.

Kappræður Stundarinnar og Reykjavik Media með forsetaframbjóðendum fara fram í kvöld án eins frambjóðanda, sem boðaði fjarveru sína í gær.

Davíð Oddsson hyggst halda sinn eigin opna fund í Kópavogi á meðan kappræðunum stendur í Hafnarfirði og verða því átta af níu frambjóðendum þátttakendur mættir í Gaflaraleikhúsið klukkan 20 í kvöld.

Haft var samband við alla frambjóðendur fyrir um þremur vikum og höfðu allir boðað komu sína utan eins, sem afþakkaði í gær. Frambjóðendurnir eru: Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.

Til stóð að frambjóðendur mættust í tveimur hópum, en afráðið hefur verið að þeir mætist allir á sama tíma.

Staðreyndakönnun í samtíma

Í kappræðum Stundarinnar og Reykjavik Media er kappkostað að veita almenningi aðgang að frambjóðendum og svo halda sannleikanum til haga eins og kostur er. 

Það fyrirkomulag verður haft á að yfirlýsingar frambjóðenda verða staðreyndakannaðar á meðan kappræðunum stendur og munu Jóhannes Kr. Kristjánsson frá Reykjavik Media og Jón Trausti Reynisson frá Stundinni sannreyna og leita heimilda í þeim tilfellum þar sem vafi er á sannleiksgildi staðhæfinga. 

Þá geta áhorfendur sent spurningar í gegnum Twitter eða Facebook undir streymi af útsendingu kappræðanna.

Spurningar frá almenningi

Fjórar leiðir eru til þess að koma spurningum áleiðis:

1. Senda tölvupóst á kosningastundin@stundin.is.

2. Senda spurningar á Twitter með myllumerkinu #kosningastundin

3. Skrifa spurningar í ummælum undir streymi af beinni útsendingu á Facebook, sem verður finnanlegt á Facebook-síðum Stundarinnar og Reykjavik Media

4. Mæta í salinn í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði og leggja fram spurningar á þar til gerð form.

Fulltrúar Stundarinnar og Reykjavik Media munu yfirfara spurningar og velja úr þær sem spyrlar leggja fram í beinu útsendingunni.

Kappræðurnar verða í beinni útsendingu á Facebook-síðum Stundarinnar og Reykjavik Media frá klukkan 20 í kvöld til 21:30. Spyrlar verða Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Reykjavik Media, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár