Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Coca-Cola borgar vísindamönnum sem kenna hreyfingarleysi um offitu

Gos­drykkja­fram­leið­and­inn Coca-Cola bregst við um­ræðu um syk­ur­skatta með því að fjár­magna vís­inda­menn sem hvetja fólk til að ein­beita sér að hreyf­ingu frek­ar en mataræði. Syk­ur­skatt­ur lagð­ur á í Mexí­kó en af­num­inn á Ís­landi.

Coca-Cola borgar vísindamönnum sem kenna hreyfingarleysi um offitu

Komið er í ljós að Coca-Cola hefur veitt jafnvirði hundruð milljónum króna til samtaka sem auglýsa þann boðskap að offitufaraldurinn í Bandaríkjunum orsakist af hreyfingarleysi en ekki vegna neyslu á sykruðum og óhollum matvælum, líkt og gosdrykkjum sem Coca-Cola framleiðir.

Coca-Cola hefur undanfarið styrkt samtökin Global Energy Balance Network, sem kynnir þau sjónarmið að neytendur sem hafa áhyggjur af þyngd sinni eigi fremur að einbeita sér að hreyfingu en að minnka neyslu sína.

Varaforseti samtakanna, íþróttafræðingurinn Steven N. Blair, útskýrði sjónarmið þeirra nýverið í myndbandi þar sem stefna þeirra er kynnt: „Mest athygli í fjölmiðlunum og vísindaritum hefur snúist um: „Ó, þau eru að borða of mikið, borða of mikið, borða of mikið“ - og þannig að kenna skyndibita og sykruðum drykkjum um. Og það eru raunverulega engar knýjandi sannanir fyrir því að svo sé,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár