Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Coca-Cola borgar vísindamönnum sem kenna hreyfingarleysi um offitu

Gos­drykkja­fram­leið­and­inn Coca-Cola bregst við um­ræðu um syk­ur­skatta með því að fjár­magna vís­inda­menn sem hvetja fólk til að ein­beita sér að hreyf­ingu frek­ar en mataræði. Syk­ur­skatt­ur lagð­ur á í Mexí­kó en af­num­inn á Ís­landi.

Coca-Cola borgar vísindamönnum sem kenna hreyfingarleysi um offitu

Komið er í ljós að Coca-Cola hefur veitt jafnvirði hundruð milljónum króna til samtaka sem auglýsa þann boðskap að offitufaraldurinn í Bandaríkjunum orsakist af hreyfingarleysi en ekki vegna neyslu á sykruðum og óhollum matvælum, líkt og gosdrykkjum sem Coca-Cola framleiðir.

Coca-Cola hefur undanfarið styrkt samtökin Global Energy Balance Network, sem kynnir þau sjónarmið að neytendur sem hafa áhyggjur af þyngd sinni eigi fremur að einbeita sér að hreyfingu en að minnka neyslu sína.

Varaforseti samtakanna, íþróttafræðingurinn Steven N. Blair, útskýrði sjónarmið þeirra nýverið í myndbandi þar sem stefna þeirra er kynnt: „Mest athygli í fjölmiðlunum og vísindaritum hefur snúist um: „Ó, þau eru að borða of mikið, borða of mikið, borða of mikið“ - og þannig að kenna skyndibita og sykruðum drykkjum um. Og það eru raunverulega engar knýjandi sannanir fyrir því að svo sé,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár