Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Coca-Cola borgar vísindamönnum sem kenna hreyfingarleysi um offitu

Gos­drykkja­fram­leið­and­inn Coca-Cola bregst við um­ræðu um syk­ur­skatta með því að fjár­magna vís­inda­menn sem hvetja fólk til að ein­beita sér að hreyf­ingu frek­ar en mataræði. Syk­ur­skatt­ur lagð­ur á í Mexí­kó en af­num­inn á Ís­landi.

Coca-Cola borgar vísindamönnum sem kenna hreyfingarleysi um offitu

Komið er í ljós að Coca-Cola hefur veitt jafnvirði hundruð milljónum króna til samtaka sem auglýsa þann boðskap að offitufaraldurinn í Bandaríkjunum orsakist af hreyfingarleysi en ekki vegna neyslu á sykruðum og óhollum matvælum, líkt og gosdrykkjum sem Coca-Cola framleiðir.

Coca-Cola hefur undanfarið styrkt samtökin Global Energy Balance Network, sem kynnir þau sjónarmið að neytendur sem hafa áhyggjur af þyngd sinni eigi fremur að einbeita sér að hreyfingu en að minnka neyslu sína.

Varaforseti samtakanna, íþróttafræðingurinn Steven N. Blair, útskýrði sjónarmið þeirra nýverið í myndbandi þar sem stefna þeirra er kynnt: „Mest athygli í fjölmiðlunum og vísindaritum hefur snúist um: „Ó, þau eru að borða of mikið, borða of mikið, borða of mikið“ - og þannig að kenna skyndibita og sykruðum drykkjum um. Og það eru raunverulega engar knýjandi sannanir fyrir því að svo sé,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár