Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Býður Ólafur Ragnar sig fram til aðalritara Sameinuðu þjóðanna?

Óræð­ur blaða­manna­fund­ur Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar hef­ur ver­ið tengd­ur við for­setafram­boð hans, en hann gæti ætl­að sér stærra hlut­verk.

Býður Ólafur Ragnar sig fram til aðalritara Sameinuðu þjóðanna?

Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag, en vill ekki gefa upp efni fundarins. Efni fundarins gæti verið annað en endurtekið forsetaframboð Ólafs Ragnars.

Uppfært: Ólafur Ragnar býður sig aftur fram til forseta Íslands þrátt fyrir að hafa áður boðað að það myndi hann ekki gera.

Leiddar hafa verið líkur að því að Ólafur ætli sér að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Íslands, þótt hann hafi áður tilkynnt að hann hyggðist stíga úr stóli forseta.

Ólíklegt þykir að Ólafur Ragnar haldi blaðamannafund án þess að gefa upp tilefnið, nema um sé að ræða stórtíðindi.

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir kosningar í embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Kjörtímabil Ban Ki-moon, núverandi aðalritara frá Suður-Kóreu, lýkur 31. desember næstkomandi. 

Nú þegar hafa níu manns boðið sig fram í stöðuna, sem er ein mesta virðingarstaða heims. Undanfarna daga hafa frambjóðendur verið spurðir af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í óformlegum kappræðum.

Í frétt UN News Centre kemur fram að von gæti verið á fleiri frambjóðendum á næstu vikum.

Ólafur með Pútín
Ólafur með Pútín Náin tengsl Ólafs Ragnars við umdeilda þjóðarleiðtoga hafa vakið umræður.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið orðaður við stöðuna, þótt hann sé ekki á lista Wikipedia yfir þá sem nefndir hafa verið í fjölmiðlum sem mögulegir frambjóðendur. Hann hefur lagt þunga áherslu á náin tengsl við helstu stórveldin, Kína, Indland og Rússland, svo eitthvað sé nefnt.

Málið skýrist á blaðamannafundi á Bessastöðum klukkan 16.15 í dag. 

Eftirfarandi aðilar hafa þegar boðið sig fram

Reiknað er með að næsti aðalritari Sameinunuðu þjóðanna verði líklega kona og/eða frá Austur-Evrópu, þar sem sögulega sé komið að þeim heimshluta og breyttir tímar kalli á að kona gegni stöðunni í fyrsta sinn.

Irina Bokova, 63 ára, frá Búlgaríu

Helen Clark, 66 ára, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands

Natalia Gherman, 47 ára, utanríkisráðherra Moldóvu

António Guterres, 66 ára, frá Portúgal

Vuk Jeremic, 40 ára, fyrrverandi utanríkisráðherra Serbíu

Srgjan Kerim, 67 ára, fyrrverandi utanríkisráðherra Makedóníu

Igor Luksic, 39 ára, fyrrverandi forsætisráðherra Svartfjallalands

Vesna Pusic, 63 ára, fyrrverandi utanríkisráðherra Króatíu

Danilo Turk, 64 ára, fyrrverandi forseti Slóveníu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu