Býður Ólafur Ragnar sig fram til aðalritara Sameinuðu þjóðanna?

Óræð­ur blaða­manna­fund­ur Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar hef­ur ver­ið tengd­ur við for­setafram­boð hans, en hann gæti ætl­að sér stærra hlut­verk.

Býður Ólafur Ragnar sig fram til aðalritara Sameinuðu þjóðanna?

Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag, en vill ekki gefa upp efni fundarins. Efni fundarins gæti verið annað en endurtekið forsetaframboð Ólafs Ragnars.

Uppfært: Ólafur Ragnar býður sig aftur fram til forseta Íslands þrátt fyrir að hafa áður boðað að það myndi hann ekki gera.

Leiddar hafa verið líkur að því að Ólafur ætli sér að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Íslands, þótt hann hafi áður tilkynnt að hann hyggðist stíga úr stóli forseta.

Ólíklegt þykir að Ólafur Ragnar haldi blaðamannafund án þess að gefa upp tilefnið, nema um sé að ræða stórtíðindi.

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir kosningar í embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Kjörtímabil Ban Ki-moon, núverandi aðalritara frá Suður-Kóreu, lýkur 31. desember næstkomandi. 

Nú þegar hafa níu manns boðið sig fram í stöðuna, sem er ein mesta virðingarstaða heims. Undanfarna daga hafa frambjóðendur verið spurðir af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í óformlegum kappræðum.

Í frétt UN News Centre kemur fram að von gæti verið á fleiri frambjóðendum á næstu vikum.

Ólafur með Pútín
Ólafur með Pútín Náin tengsl Ólafs Ragnars við umdeilda þjóðarleiðtoga hafa vakið umræður.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið orðaður við stöðuna, þótt hann sé ekki á lista Wikipedia yfir þá sem nefndir hafa verið í fjölmiðlum sem mögulegir frambjóðendur. Hann hefur lagt þunga áherslu á náin tengsl við helstu stórveldin, Kína, Indland og Rússland, svo eitthvað sé nefnt.

Málið skýrist á blaðamannafundi á Bessastöðum klukkan 16.15 í dag. 

Eftirfarandi aðilar hafa þegar boðið sig fram

Reiknað er með að næsti aðalritari Sameinunuðu þjóðanna verði líklega kona og/eða frá Austur-Evrópu, þar sem sögulega sé komið að þeim heimshluta og breyttir tímar kalli á að kona gegni stöðunni í fyrsta sinn.

Irina Bokova, 63 ára, frá Búlgaríu

Helen Clark, 66 ára, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands

Natalia Gherman, 47 ára, utanríkisráðherra Moldóvu

António Guterres, 66 ára, frá Portúgal

Vuk Jeremic, 40 ára, fyrrverandi utanríkisráðherra Serbíu

Srgjan Kerim, 67 ára, fyrrverandi utanríkisráðherra Makedóníu

Igor Luksic, 39 ára, fyrrverandi forsætisráðherra Svartfjallalands

Vesna Pusic, 63 ára, fyrrverandi utanríkisráðherra Króatíu

Danilo Turk, 64 ára, fyrrverandi forseti Slóveníu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár