Júlía Birgisdóttir steig fram sem brotaþoli stafræns ofbeldis í Kastljósinu í desember árið 2015. Hún gagnrýnir harðlega ummæli Óttars Guðmundssonar geðlæknir sem hann lét falla í Síðdegisútvarpi Rásar 2 um stafrænt kynferðisofbeldi. Meðal þess sem Óttar sagði um þolendur var: „Þá veit hún [brotaþolandi] ekkert sitt rjúkandi ráð að hafa verið svikin og því um líkt, en náttúrlega getur hún engum um kennt nema sjálfri sér, því það bera allir ábyrgð á því sem þeir setja á netið sjálfir.“
Um leið og Júlía gagnrýnir nálgun Óttars þakkar hún honum fyrir að setja á ný kraft í umræðuna um stafrænt kynferðisofbeldi.
Athugasemdir