Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bændasamtökin krefja Alþingi um ríkisútgjöld upp á rúma 130 milljarða

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins lít­ur á að­komu Al­þing­is að bú­vöru­samn­ing­um sem „stefnu­mark­andi“ og er mót­fall­inn breyt­ing­um. Rík­is­stjórn­in vill að veitt­ir verði bein­ir og óbein­ir land­bún­að­ar­styrk­ir næstu tíu ár­in sem kosta rík­is­sjóð meira en kost­ar að reisa tvo nýja Land­spít­ala.

Bændasamtökin krefja Alþingi um ríkisútgjöld upp á rúma 130 milljarða

Bændasamtök Íslands ætla að bregðast við af fullum þunga ef meiriháttar efnisbreytingarar verða gerðar á frumvarpi til staðfestingar búvörusamningunum í meðförum Alþingis, svo sem ef gildistíminn verður styttur eða stuðningsgreiðslur til landbúnaðar lækkaðar. Þetta kemur fram í viðtali við Sindra Sigurgeirsson, formann Bændasamtakanna, í Fréttablaðinu í dag

„Ef þingið ákveður að gera breytingar sem raska samningstextanum sjálfum höfum við sagt að við teljum að það þýði nýjar viðræður og aðra atkvæðagreiðslu,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna í samtali við Stundina. „Við gerðum þennan samning við fulltrúa stjórnvalda og ætlumst til þess, eins og almennt tíðkast þegar samið er, að hinn aðilinn leiti staðfestingar sín megin eins og við gerðum.“ 

Beinir og óbeinir styrkir meira en 200 milljarðar

Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til laga um breyt­ingu á búvörulög­um, búnaðarlögum og tolla­lög­um munu ríkisútgjöld vegna búvörusamninga – einkum vegna stuðnings til nautgriparækt og sauðfjárrækt – nema 12 til 14 milljörðum á hverju ári næstu 10 árin, eða alls um 130 milljörðum. Á sama tíma nemur óbeinn stuðning­ur við íslenskan landbúnað í formi toll­vernd­ar um 8 til 10 millj­örðum á ári. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
6
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár