Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bændasamtökin krefja Alþingi um ríkisútgjöld upp á rúma 130 milljarða

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins lít­ur á að­komu Al­þing­is að bú­vöru­samn­ing­um sem „stefnu­mark­andi“ og er mót­fall­inn breyt­ing­um. Rík­is­stjórn­in vill að veitt­ir verði bein­ir og óbein­ir land­bún­að­ar­styrk­ir næstu tíu ár­in sem kosta rík­is­sjóð meira en kost­ar að reisa tvo nýja Land­spít­ala.

Bændasamtökin krefja Alþingi um ríkisútgjöld upp á rúma 130 milljarða

Bændasamtök Íslands ætla að bregðast við af fullum þunga ef meiriháttar efnisbreytingarar verða gerðar á frumvarpi til staðfestingar búvörusamningunum í meðförum Alþingis, svo sem ef gildistíminn verður styttur eða stuðningsgreiðslur til landbúnaðar lækkaðar. Þetta kemur fram í viðtali við Sindra Sigurgeirsson, formann Bændasamtakanna, í Fréttablaðinu í dag

„Ef þingið ákveður að gera breytingar sem raska samningstextanum sjálfum höfum við sagt að við teljum að það þýði nýjar viðræður og aðra atkvæðagreiðslu,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna í samtali við Stundina. „Við gerðum þennan samning við fulltrúa stjórnvalda og ætlumst til þess, eins og almennt tíðkast þegar samið er, að hinn aðilinn leiti staðfestingar sín megin eins og við gerðum.“ 

Beinir og óbeinir styrkir meira en 200 milljarðar

Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til laga um breyt­ingu á búvörulög­um, búnaðarlögum og tolla­lög­um munu ríkisútgjöld vegna búvörusamninga – einkum vegna stuðnings til nautgriparækt og sauðfjárrækt – nema 12 til 14 milljörðum á hverju ári næstu 10 árin, eða alls um 130 milljörðum. Á sama tíma nemur óbeinn stuðning­ur við íslenskan landbúnað í formi toll­vernd­ar um 8 til 10 millj­örðum á ári. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár