Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Augljóst mannréttindamál“ að leyfa kynhlutlaus nöfn

Ei­rík­ur Rögn­valds­son pró­fess­or seg­ir frá­leitt að lög­gjaf­inn krefj­ist þess að all­ir heiti nafni sem op­in­beri kyn þeirra. Hann fagn­ar fyr­ir­hug­uð­um breyt­ing­um á manna­nafna­lög­gjöf­inni og tel­ur að frum­varps­drög­in sem kynnt hafa ver­ið feli í sér mikla rétt­ar­bót.

„Augljóst mannréttindamál“ að leyfa kynhlutlaus nöfn

Engin ástæða er til að ætla að íslenskri tungu stafi ógn af þeim breytingum sem felast í frumvarpsdrögum innanríkisráðherra vegna tilvonandi breytinga á íslenskri mannanafnalöggjöf. Þetta er álit Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. 

Eiríkur hefur skilað innanríkisráðuneytinu ítarlegri umsögn um frumvarpsdrögin sem birtust á vef innanríkisráðuneytisins þann 15. júní síðastliðinn. Drögin fela í sér að gildandi lög um mannanöfn falla brott en tilteknum ákvæðum um nöfn og skráningu þeirra í þjóðskrá er bætt inn í lög um þjóðskrá og almannaskráningu. Eiríkur telur að fyrirhugaðar breytingar séu af hinu góða og að samþykkt laganna yrði veruleg réttarbót. Hins vegar sé ástæða til að endurskoða nokkur ákvæði frumvarpsdraganna og skýra önnur betur. 

Eiríkur bendir meðal annars á að þrátt fyrir ákvæði í gildandi mannanafnalögum sem sett eru til verndar íslenskri tungu sé ljóst af úrskurðum mannanafnanefndar að erlend mannanöfn eigi tiltölulega greiða leið inn í málið. „Það skiptir vart sköpum fyrir framtíð tung­unnar hvort haldið er í þær hömlur sem eru á upptöku nýrra erlendra (og innlendra) nafna. Mannanöfn eru svo sérstakur og afmarkaður hluti tungumálsins að ekki er líklegt að þau hafi veruleg áhrif á aðra þætti þess, enda eru nýleg nöfn sem reyna á ákvæði mannanafnalaga flest eða öll mjög sjaldgæf,“ skrifar hann.

Sturla, Auður, Blær

Ef drögin að nýrri mannanafnalöggjöf verða að veruleika mun ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn falla brott. Eiríkur telur þetta skynsamlegt, enda sjái hann engin rök fyrir því að hafa skörp skil milli karlmanns- og kvenmannsnafna. 

„Útilokað er að fella það undir vernd íslenskrar tungu – nöfnin eru að sjálfsögðu jafníslensk (eða óíslensk) hvort sem karlar eða konur bera þau. Ekki er heldur einhlítt að samræmi sé milli kyns nafnbera og málfræðilegs kyns nafns, sbr. Sturla sem er karlmannsnafn en hefur beygingu kvenkynsorða. Fáein nöfn eru eða hafa verið notuð bæði sem karlmanns- og kvenmannsnöfn, t.d. Auður og Blær, og dæmi eru um nöfn sem eru karlmannsnöfn í erlendum tungumálum en kven­manns­nöfn á Íslandi, og öfugt,“ skrifar Eiríkur auk þess sem hann bendir á að kyn og kynvitund ætti að vera einkamál fólks og ekki koma nafni þess við.

„Það þætti vitaskuld fráleit og ósiðleg hugmynd að gá milli fóta fólks til að athuga kyn þess – en við þurfum þess ekki heldur, nafnið er alveg jafn afhjúpandi“

„Sumt fólk er hvorki fullkomlega karlkyns né kvenkyns, skilgreinir sig hvorki sem karlkyns né kvenkyns, eða vill ekki opinbera kyn sitt eða kynvitund. Engin ástæða er fyrir löggjafann að krefjast þess að allir heiti nafni sem opinberar kyn þeirra, kyn sem fólkið er kannski ekki sátt við. Það þætti vitaskuld fráleit og ósiðleg hugmynd að gá milli fóta fólks til að athuga kyn þess – en við þurfum þess ekki heldur, nafnið er alveg jafn afhjúpandi. Trú er einkamál fólks, stjórnmálaskoðanir og kynhneigð líka, og aldur getur verið viðkvæmt mál. Kyn og kynvitund ætti vitaskuld að falla í sama flokk – vera einkamál fólks, sem það ætti ekki að vera skyldugt til að opinbera með nafni sínu. Þetta er augljóst mannréttindamál og mjög nauðsynlegt að afnema þessi skil og leyfa kynhlutlaus nöfn.“

„Bur“ kæmi til greina í stað „sonar“ og „dóttur“

Eiríkur telur einnig mikilvægt að ekki séu settar reglur um hvernig kenning til föður og móður skuli vera líkt og er í gildandi lögum þar sem segir að karlar skuli nota „son“ en konur „dóttir“. Hann fagnar því að sú krafa falli brott samkvæmt frumvarpsdrögum innanríkisráðuneytisins. „Frumvarpsdrögin gefa möguleika á því að þeir sem vilja noti kynlaust form, t.d. „bur“ sem dómnefnd í nýyrðasamkeppni Samtakanna 78 mælti með,“ skrifar Eiríkur.

Í tilkynningu sem birtist á vef innanríkisráðuneytisins þann 15. júní 2016 er bent á að í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 31. janúar 2013 var byggt á því að réttur manns til nafns félli undir vernd 71. gr. stjórnarskrárinnar á friðhelgi einkalífs. Því til stuðnings var vísað til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu sem fellt hefur réttinn til nafns undir 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem er samhljóða íslenska stjórnarskrárákvæðinu. Þannig virðist sem dómstólar telji að réttur til nafns verði aðeins takmarkaður með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra, sbr. 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Eiríkur tekur undir þessi sjónarmið. „Nöfn eru tilfinningamál og nafnréttur manna ríkur, eins og staðfest er með ýmsum dómum, bæði frá Mannréttindadómstól Evrópu, Héraðs­dómi Reykjavíkur o.fl., og með vísun til t.d. mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrár Íslands. Ríkar ástæður verða að vera til þess að sá réttur sé skertur,“ skrifar hann. 

Gildandi lög feli í sér mannréttindabrot

„Niðurstaða mín er þessi: Engin ástæða er til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim breytingum sem felast í hinum nýju frumvarpsdrögum. Erlend mannanöfn eiga nú þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið málspjöllum. Kenning til föður og móður er vissulega hluti íslensks menningararfs en ættarnöfn eru samt ekkert síður hluti íslenskrar tungu en föður- og móðurnöfn. Ekkert liggur fyrir um það að kenning til föður og móður hverfi á stuttum tíma þótt ættarnöfn verði almennt leyfð.

Hin nýju frumvarpsdrög eru veruleg réttarbót og afnema þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot. Þó þarf að endurskoða nokkur ákvæði draganna og skýra önnur betur.“ Hér má lesa umsögn Eiríks Rögnvaldssonar í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Íslensk tunga

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár