Skýrsla sem unnin var að beiðni samráðshóps stjórnvalda og hagsmunasamtaka á Rússlandsmarkaði og birt á vef forsætisráðuneytisins er skrifuð á ensku.
Vinnubrögðin ganga í berhögg við málstefnu Stjórnarráðsins sem gerir kröfu um að allt efni sem gefið er út á vegum ráðuneyta, svo sem skýrslur um mikilvæga hagsmuni Íslands, sé á íslensku. Að sama skapi kveða lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls á um að íslenska sé „mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu“.
Athugasemdir