Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Alcoa greiðir milljarða til fyrirtækis í Lúxemborg

Upp­safn­að tap Alcoa á Ís­landi á tíu ára tíma­bili er lægra en vaxta­greiðsl­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Indriði Þor­láks­son seg­ir vaxta­greiðsl­urn­ar í reynd vera dul­bún­ar arð­greiðsl­ur. For­stjóri Alcoa seg­ir ta­prekst­ur­inn eðli­leg­an fylgi­fisk mik­illa fjár­fest­inga Alcoa. Unn­ið að laga­frum­varpi sem koma í veg fyr­ir óeðli­leg við­skipti tengdra að­ila.

Alcoa greiðir milljarða til fyrirtækis í Lúxemborg
Fimm milljarða munur Fimm milljarða munur er á þeim vaxtagreiðslum Alcoa á Íslandi til lúxemborgísks móður­félags síns og þeirri upphæð sem fyrirtækið hefur tapað frá árinu 2003. Forstjóri Alcoa segir þessa stöðu vera eðlilega. Myndin er af álverinu í Reyðarfirði. Mynd: Alcoa

Uppsafnað tap móðurfélags álvers Alcoa á Reyðarfirði á árunum 2003 til 2013 nemur samtals rúmlega 48 milljörðum króna, eða nærri 428 milljónum dollara. Þetta kemur fram í ársreikningum móðurfélags álversins, Alcoa á Íslandi. 

Á sama tíma, árin 2003 til 2013, nema vaxtagreiðslur félagsins til móðurfélags síns í Lúxemborg, Alcoa Luxemborg S.Á.R.L, rúmlega 53 milljörðum króna. Rúmlega fimm milljarða króna munur er því á vaxtargreiðslum móðurfélags álversins til móðurfélags síns og taprekstursins á Íslandi.

Alcoa á Íslandi ehf. á 99 prósenta hlut í fyrirtækinu Alcoa Fjarðarál slf. sem á og rekur álverið á Reyðarfirði. Fyrirtækið Reyðarál á svo 1 prósent í fyrirtækinu. Alcoa fjarðarál slf. er einnig skuldsett gagnvart félagi í eigu Alcoa í Lúxemborg. Skuldir þess félags við lúxemborgíska félagið eru ekki teknar með í reikninginn hér, aðeins skuldir Alcoa Ísland ehf.

Sjónvarpsþátturinn Kastljós á RÚV hefur í tvígang fjallað ítarlega um eðli og tilgang viðskipta Alcoa á Íslandi ehf. við móðurfélag sitt í Lúxemborg. Umfang tapsins og umfang vaxtagreiðslnanna hefur hins vegar ekki áður komið fram.

Tekjuskattar á hagnað fyrir­tækja á Íslandi, svokallaðir fyrirtækjaskattar, eru 20 prósent og hefur Alcoa Ísland ehf. ekki greitt slíkan skatt á Íslandi vegna taprekstar. 

„Skandall“
„Skandall“ Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir það „skandal“ að stórfyrirtæki eins og Alcoa Fjarðaál komist upp með það ár eftir ár að greiða milljarða króna árlega til félaga á aflandseyjum í formi vaxtagreiðslna af lánum. Magnús Þór Ásmundsson er forstjóri Alcoa Fjarðaáls.

Útskýrt með miklum fjárfestingum

Forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Magnús Þór Ásmundsson, segir að tapið sé tilkomið vegna mikillar fjárfestingar Alcoa á Íslandi. „Tapið er tilkomið vegna þess að Alcoa fjárfesti á Íslandi fyrir 220 milljarða á sínum tíma og fjármagnskostnaður fyrirtækisins er mjög mikill. Það skapar tap af rekstrinum.“

Blaðamaður: „Af hverju vill Alcoa reka starfsemi á Íslandi sem skilar alltaf tapi? Það gengur ekki upp samkvæmt einfaldri, heilbrigðri skynsemi?“

Magnús Þór: „Þá hefur þú einhverja aðra skynsemi heldur en ég. Eins og ég er að segja þá er verið að greiða upp fjárfestinguna. Það er það sem skapar þessar rekstraraðstæður.“

„Þá hefur þú einhverja aðra skynsemi heldur en ég.“
Blaðamaður: „Er Alcoa ánægt með þessa rekstrareiningu?“

Magnús Þór: „Já, já. Alcoa er ánægt með rekstrareiningu Fjarðaáls.“

Blaðamaður: „Hvernig getur Alcoa verið ánægt með rekstrareiningu sem skilar tapi ár eftir ár?“

Magnús Þór: „Ég var að útskýra það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Álver

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls úr landi tvö­falt hærri en hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins

Laga­setn­ing­in til að sporna við skatta­hag­ræð­ingu ál­fyr­ir­tækj­anna á Ís­landi mun ekki hafa mik­il áhrif á Norð­ur­ál og Alcoa. Vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls frá Ís­landi til eig­in fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um nema rúm­lega 84 millj­ón­um, hærri upp­hæð en sam­bæri­leg­ar greiðsl­ur hjá Alcoa.
Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015
FréttirÁlver

Alcoa: Laga­setn­ing­in hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 millj­arða vaxta­greiðsl­ur 2014 og 2015

Vaxt­greiðsl­ur ál­fyr­ir­tæk­is­ins Alcoa hafa al­mennt ver­ið und­ir þeim við­mið­um sem kveð­ið er á um í nýj­um lög­um um tekju­skatt. Laga­breyt­ing­in sem á að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot slíkra fyr­ir­tækja virð­ist því ekki hafa mik­il áhrif. For­stjóri Alcoa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið vinni að því að kanna áhrif laga­breyt­ing­ar­inn­ar á starf­semi ál­fyr­ir­tæk­is­ins.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Alcoa úr ál­ver­inu nema 67 millj­örð­um króna

Vaxta­greiðsl­ur ál­vers­ins á Reyð­ar­firði til fé­lags í eigu Alcoa í Lúx­em­borg eru rúm­lega tveim­ur millj­örð­um króna hærri en bók­fært tap ál­vers­ins á Ís­landi. Síð­asta rík­is­stjórn breytti lög­um um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir slíka skatta­snún­inga. Indriði Þor­láks­son seg­ir að laga­breyt­ing­arn­ar séu ekki nægi­lega rót­tæk­ar til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot með lána­við­skipt­um á milli tengdra fé­laga.
Stjórnendur álveranna væru lögbrjótar í Noregi
FréttirÁlver

Stjórn­end­ur ál­ver­anna væru lög­brjót­ar í Nor­egi

Norsk meng­un­ar­lög­gjöf er með tals­vert öðru sniði en sú ís­lenska. Í henni eru heim­ild­ir fyr­ir því að refsa stjórn­end­um fyr­ir­tækja sér­stak­lega, fremji þau ít­rek­að það sem kall­að er „meng­un­ar­glæpi“. Reglu­legt eft­ir­lit fag­að­ila með vökt­un ál­vera og hegn­ing fyr­ir brot á meng­un­ar­lög­um, sem er við­tek­inn sið­ur í Nor­egi, þekk­ist ekki á ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár