Fyrirtækið Drífa ehf., sem selur útivistar- og ullarfatnað undir merkjum Icewear auk minjagripa eins og lundabangsa sem orðið hafa eins konar tákn um góðærið sem ríkt hefur í ferðamannageiranum á Íslandi, hagnaðist um rúmlega 97 milljónir króna í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins sem er í eigu Ágúst Þórs Eiríkssonar og hefur verið það frá því á áttunda áratug síðustu aldar.
„Við erum stærsti heildsalinn í minjagripum á Íslandi.“
Mikil umsvif
Ekki hefur verið mikið fjallað um Ágúst Þór og Drífu í fjölmiðlum á liðnum árum en umsvif fyrirtækis hans er með nokkrum ólíkindum eins og hann hefur sjálfur sagt í samtali við Stundina: „Við erum stærsti heildsalinn í minjagripum á Íslandi. Það er línulegt samhengi í sölu minjagripa og fjölgun ferðamanna.“ Stundin ræddi við Ágúst um stöðu Drífu nú í sumar í tengslum við umfjöllun miðilsins um góðærið í ferðamannabransanum á Íslandi.
Athugasemdir