Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Aðstoðarmaður Benedikts segir hann sjá eftir ummælunum

Að­stoð­ar­mað­ur fjár­mála­ráð­herra, Gylfi Ólafs­son, seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son hafa séð eft­ir um­mæl­um sín­um um hinar hag­sýnu hús­mæð­ur strax í ræðu­stól, en þetta er ekki í fyrsta skipt­ið Bene­dikt hef­ur ver­ið ásak­að­ur um karlrembu.

Aðstoðarmaður Benedikts segir hann sjá eftir ummælunum
Gylfi Ólafsson Aðstoðarmaðurinn segir Benedikt sjá eftir orðum sínum Mynd: Pressphotos.biz - (Geirix)

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Gylfi Ólafsson, segist hafa rætt við Benedikt Jóhannsson um ummæli sem Benedikt lét falla í ræðustól í gær, og að Benedikt sjái eftir þeim. 

Ummælin lét Benedikt falla í umræðum um verklag við opinber fjármál, og fjallaði Stundin um það fyrr í dag. Þar sagði hann „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum. Það erum við Njáll Trausti og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni. Það er þannig að það skiptir afar miklu máli að tala um þetta.“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi orðaval Benedikts harðlega í dag og í kjölfarið baðst hann afsökunar. „Í ræðustól Alþingis vísaði ég til þingkvenna sem hagsýnna húsmæðra. Það var tilraun til þess að gefa hnyttið andsvar við fyrri ræðu, en hún heppnaðist afleitlega. Um leið og ég heyrði mig segja þetta hugsaði ég: „Þú ert nú ekki alltaf jafn orðheppinn Benedikt.“ Þetta voru kjánaleg ummæli og ég biðst afsökunar á þeim,“ skrifaði hann.

„Tilraunir Benedikts til að vera fyndinn eru mistækar.“

Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður Benedikts, tjáði sig um málið á Facebook í dag. Þar sagðist hann hafa rætt við fjármálaráðherra og að hann sæi eftir ummælunum, og hefði gert það strax í ræðustól. „Tilraunir Benedikts til að vera fyndinn eru mistækar. Ég ræddi þetta við hann og hann sér eftir þessu; og sá eftir þessu strax í ræðustól.“

Gylfi tjáði sig um málið á síðu Ingu Auðbjargar Straumland, en hún er eiginkona Helga Hrafns Gunnarssonar, fyrrum þingmanns Pírata. Í færslunni biðlaði Inga til Gylfa, sem femínista, að kenna Benedikt að vera ekki karlrema. „Það er alveg hægt ef hann bara vandar sig. Hann getur til dæmis byrjað á því að passa sig á því hvernig hann hrósar konum og hætta að vísa í úreltar staðalímyndir og furða sig á fjármálalæsi kvenna.“

Katrín eins og Lea prinsessa

Inga bendir í sömu færslu á að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem Benedikt hafi gerst uppvís að karlrembu. „Sami ráðherra var sælla minninga uppvís að því að hrósa Kötu Jak fyrir útlit sitt í Kryddsíldinni, á meðan allir karlarnir fengu hrós um umhyggjusemi og dugnað.“

Kryddsíldin
Kryddsíldin Katrín tekur við hrósi Benedikts um útlit sitt

Þar vísar Inga í orð Benedikts sem hann lét falla í Kryddsíldinni, síðasta gamlársdag, en þau hlutu umtalsverða gagnrýni. Í þættinum voru saman komnir sjö fulltrúar stjórnmálaflokkanna á Alþingi, en aðeins einn af þeim, Katrín Jakobsdóttir, var kona. Þegar fulltrúunum var gert að hrósa hver öðrum, og var Katrín sú eina þeirra sem fékk hrós fyrir útlit. Benedikt sagði við það tilefni: „Ég var nú að hafa orð á því við Katrínu áðan að mér finnst hún vera eins og Lea prinsessa hérna, hún er svo flott hérna í dag. Það er eiginlega bara það fallegasta sem ég get sagt um þig að þessu sinni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár