Kaupfélagsstjórinn í Kaupfélag Skagfirðinga, Þórólfur Gíslason á rúmlega 226 milljónir króna inni í eignarhaldsfélagi sem stundað hefur viðskipti óbeint með hlutabréf í sömu fyrirtækjum og kaupfélagið stýrir.
Fyrirtæki Þórólfs heitir Háahlíð 2. og er skráð til heimilis á lögheimili hans á Sauðárkróki sem ber sama nafn. Árið 2013 skilaði félagið 7,5 milljóna króna hagnaði. Félagið efnaðist meðal annars á viðskiptum í gegnum fyrirtækið Fiskileiðir ehf. sem átti hlutabréf í útgerðarfélagi kaupfélagsins, FISK Seafood sem er einn stærsti kvótahafi á Íslandi í dag.
Athugasemdir