1Bílaborgir
48 prósent Reykjavíkurborgar er lögð undir umferðarmannvirki, sem er svipað og í bílaborgum Norður-Ameríku. Þetta þýðir að einungis um helmingur landsvæðisins þar sem flestir Íslendingar búa nýtist í græna reiti, íverustaði manneskja, íþróttavelli og fleira. Á sama tíma er rekstrarkostnaður vegna bíls sem kostar 2,8 milljónir á bilinu 1,2 til 1,7 milljónir króna á ári. Bílaborgir og samhangandi útþensla byggðar (urban sprawl) er nú þegar viðurkennt sem eitt helsta efnahags-, umhverfis- og heilsufarsvandamál heimsins, þótt það hafi lærst seint í Reykjavík eftir að borgarfulltrúar eins og Gísli Marteinn Baldursson byrjuðu að tala fyrir því af alvöru að laga þetta. Að eyða klukkutíma á dag í biðröð sitjandi í misdýrum mengandi stálkössum er líklega eitthvað sem verður fordæmt í framtíðinni.
2Líkamsræktarstöðvar
Á meðan dæmigert nútímafólk hefur undanfarin ár reynt allt hvað það getur til að forðast að nota líkama sinn við að færa sig á milli staða, keyrir það margt hvert á bíl á sérhannaðar líkamsræktarstöðvar til að ná að hreyfa sig. Þar borgar fólkið fyrir að nota líkama sinn og brenna orku án þess að
Athugasemdir