Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

9 hlutir sem framtíðin mun dæma okkur fyrir

Fyr­ir fá­um ár­um þótti í lagi að reykja með börn­in í bíln­um og í flug­vél­um, fá­ir not­uðu bíl­belti og kyn­ferð­is­brota­menn nutu skiln­ings og um­burð­ar­lynd­is. Hvað er það í dag sem fólk mun dæma okk­ur fyr­ir í fram­tíð­inni?

9 hlutir sem framtíðin mun dæma okkur fyrir

1Bílaborgir

48 prósent Reykja­víkur­borgar er lögð undir umferðarmannvirki, sem er svipað og í bíla­­borgum Norður-Ameríku. Þetta þýðir að einungis um helmingur land­svæðisins þar sem flestir Íslendingar búa nýtist í græna reiti, íverustaði manneskja, íþróttavelli og fleira. Á sama tíma er rekstrarkostnaður vegna bíls sem kostar 2,8 milljónir á bilinu 1,2 til 1,7 milljónir króna á ári. Bílaborgir og samhangandi útþensla byggðar (urban sprawl) er nú þegar viðurkennt sem eitt helsta efnahags-, umhverfis- og heilsufarsvandamál heimsins, þótt það hafi lærst seint í Reykjavík eftir að borgarfulltrúar eins og Gísli Marteinn Baldursson byrjuðu að tala fyrir því af alvöru að laga þetta. Að eyða klukkutíma á dag í biðröð sitjandi í misdýrum mengandi stálkössum er líklega eitthvað sem verður fordæmt í framtíðinni.

2Líkamsræktar­stöðvar

Á meðan dæmigert nútímafólk hefur undan­farin ár reynt allt hvað það getur til að forðast að nota líkama sinn við að færa sig á milli staða, keyrir það margt hvert á bíl á sérhannaðar líkams­ræktarstöðvar til að ná að hreyfa sig. Þar borgar fólkið fyrir að nota líkama sinn og brenna orku án þess að

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár