Stuðningur við Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda jókst gríðarlega dagana í kringum forsetakosningar. Samkvæmt könnun sem MMR framkvæmdi dagana 27. júní til 4. júlí hefðu 52 prósent svarenda kosið Guðna Th. Jóhannesson og 48 prósent kosið Höllu ef haldin hefði verið önnur umferð í forsetakosningum, þar sem valið hefði staðið á milli tveggja efstu frambjóðendanna.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu MMR sem fjölmiðlum barst rétt í þessu. Guðni Th. Jóhannesson hlaut meiri stuðning hjá þeim sem eldri voru á meðan Halla Tómasdóttir hlaut meiri stuðning hjá yngri hópum. Þeir sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkin voru líklegri til þess að styðja Höllu Tómasdóttur en þeir sem sögðust styðja Samfylkinguna, Vinstri-græn, Pírata og Bjarta framtíð.
Athugasemdir