Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafði fengið sendar spurningar um Namibíumálið frá RÚV og Al Jazeera áður en hann fór í viðtöl hjá Bylgjunni, Stöð 2 og Morgunblaðinu til að beina athygli að húsleit Seðlabankans hjá Samherja árið 2012 og meintri aðför starfsmanna hans og RÚV gegn fyrirtækinu.
Þá sendi Samherji frá sér yfirlýsingu á mánudag þar sem málið var látið líta út fyrir að tengjast aðeins einum fyrrverandi starfsmanni, þótt gögn bendi til fullrar þátttöku forstjórans.
Húsleitin hjá Samherja fór hins vegar fram áður en veiðar fyrirtækisins við Namibíu hófust að nokkru ráði og tengjast þessi tvö mál því ekki. Húsleitin var í samhengi við rannsókn á meintum gjaldeyrisbrotum og stjórnvaldssektum sem Seðlabankinn lagði á vegna þeirra sem lauk með því að sektirnar voru felldar niður með dómi Hæstaréttar í fyrra, þar sem rétturinn taldi Seðlabankann skorta lagaheimild til sektanna, meðal annars vegna mistaka við löggjöfina af hálfu viðskiptaráðuneytisins. …
Athugasemdir