Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæsta ríkisframlag í sögunni

Rekst­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins var nei­kvæð­ur um 35 millj­ón­ir í fyrra þrátt fyr­ir sögu­lega há fram­lög hins op­in­bera. Fyr­ir­tæki styrktu flokk­inn um 22 millj­ón­ir króna og ein­stak­ling­ar um 49 millj­ón­ir.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæsta ríkisframlag í sögunni
Forysta Sjálfstæðisflokksins Flokkurinn fékk 202 milljónir króna frá ríki og sveitarfélögum í fyrra. Mynd: Halldór Ingi

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 79 milljónum króna hærri ríkisframlög í fyrra en árið á undan. Aldrei í sögunni hefur stjórnmálaflokkur fengið jafn háa upphæð frá ríkinu. Framlög sveitarfélaga, lögaðila og einstaklinga hækkuðu einnig, en flokkurinn tapaði engu að síður 35 milljónum króna á árinu.

Samkvæmt ársreikningi flokksins sem Ríkisendurskoðun hefur birt námu ríkisframlög til flokksins tæpri 181 milljón króna í fyrra, en þau voru tæpar 102 milljónir króna árið 2017. Má rekja þessa hækkun til ákvörðunar í fjárlögum vegna ársins 2018 sem allir stjórnmálaflokkar nema Píratar og Flokkur fólksins studdu. Fjárframlögin árið 2018 voru alls 648 milljónir króna, en voru 286 milljónir króna árið 2017. Var það hækkun upp á 127 prósent.

Einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 49 milljónir króna á árinu, hver og einn um 200 þúsund krónur eða minna. Lögaðilar styrktu flokkinn um 22 milljónir króna. Hæstu upphæðir greiddu meðal annars fyrirtæki í sjávarútvegi, lögmannsstofur, byggingarfélög og stærri fyrirtæki eins og Síminn, BL og Tryggingamiðstöðin.

Námu tekjur flokksins alls tæpum 358 milljónum króna en gjöld 373 milljónum króna. Eigið fé flokksins stendur 338 milljónum króna, en skuldir hans nema 431 milljón. Tap flokksins án fjármagnsliða var þannig aðeins 6 milljónir króna í fyrra, en að þeim meðtöldum var tapið 35 milljónir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár