Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæsta ríkisframlag í sögunni

Rekst­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins var nei­kvæð­ur um 35 millj­ón­ir í fyrra þrátt fyr­ir sögu­lega há fram­lög hins op­in­bera. Fyr­ir­tæki styrktu flokk­inn um 22 millj­ón­ir króna og ein­stak­ling­ar um 49 millj­ón­ir.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæsta ríkisframlag í sögunni
Forysta Sjálfstæðisflokksins Flokkurinn fékk 202 milljónir króna frá ríki og sveitarfélögum í fyrra. Mynd: Halldór Ingi

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 79 milljónum króna hærri ríkisframlög í fyrra en árið á undan. Aldrei í sögunni hefur stjórnmálaflokkur fengið jafn háa upphæð frá ríkinu. Framlög sveitarfélaga, lögaðila og einstaklinga hækkuðu einnig, en flokkurinn tapaði engu að síður 35 milljónum króna á árinu.

Samkvæmt ársreikningi flokksins sem Ríkisendurskoðun hefur birt námu ríkisframlög til flokksins tæpri 181 milljón króna í fyrra, en þau voru tæpar 102 milljónir króna árið 2017. Má rekja þessa hækkun til ákvörðunar í fjárlögum vegna ársins 2018 sem allir stjórnmálaflokkar nema Píratar og Flokkur fólksins studdu. Fjárframlögin árið 2018 voru alls 648 milljónir króna, en voru 286 milljónir króna árið 2017. Var það hækkun upp á 127 prósent.

Einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 49 milljónir króna á árinu, hver og einn um 200 þúsund krónur eða minna. Lögaðilar styrktu flokkinn um 22 milljónir króna. Hæstu upphæðir greiddu meðal annars fyrirtæki í sjávarútvegi, lögmannsstofur, byggingarfélög og stærri fyrirtæki eins og Síminn, BL og Tryggingamiðstöðin.

Námu tekjur flokksins alls tæpum 358 milljónum króna en gjöld 373 milljónum króna. Eigið fé flokksins stendur 338 milljónum króna, en skuldir hans nema 431 milljón. Tap flokksins án fjármagnsliða var þannig aðeins 6 milljónir króna í fyrra, en að þeim meðtöldum var tapið 35 milljónir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár