Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæsta ríkisframlag í sögunni

Rekst­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins var nei­kvæð­ur um 35 millj­ón­ir í fyrra þrátt fyr­ir sögu­lega há fram­lög hins op­in­bera. Fyr­ir­tæki styrktu flokk­inn um 22 millj­ón­ir króna og ein­stak­ling­ar um 49 millj­ón­ir.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæsta ríkisframlag í sögunni
Forysta Sjálfstæðisflokksins Flokkurinn fékk 202 milljónir króna frá ríki og sveitarfélögum í fyrra. Mynd: Halldór Ingi

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 79 milljónum króna hærri ríkisframlög í fyrra en árið á undan. Aldrei í sögunni hefur stjórnmálaflokkur fengið jafn háa upphæð frá ríkinu. Framlög sveitarfélaga, lögaðila og einstaklinga hækkuðu einnig, en flokkurinn tapaði engu að síður 35 milljónum króna á árinu.

Samkvæmt ársreikningi flokksins sem Ríkisendurskoðun hefur birt námu ríkisframlög til flokksins tæpri 181 milljón króna í fyrra, en þau voru tæpar 102 milljónir króna árið 2017. Má rekja þessa hækkun til ákvörðunar í fjárlögum vegna ársins 2018 sem allir stjórnmálaflokkar nema Píratar og Flokkur fólksins studdu. Fjárframlögin árið 2018 voru alls 648 milljónir króna, en voru 286 milljónir króna árið 2017. Var það hækkun upp á 127 prósent.

Einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 49 milljónir króna á árinu, hver og einn um 200 þúsund krónur eða minna. Lögaðilar styrktu flokkinn um 22 milljónir króna. Hæstu upphæðir greiddu meðal annars fyrirtæki í sjávarútvegi, lögmannsstofur, byggingarfélög og stærri fyrirtæki eins og Síminn, BL og Tryggingamiðstöðin.

Námu tekjur flokksins alls tæpum 358 milljónum króna en gjöld 373 milljónum króna. Eigið fé flokksins stendur 338 milljónum króna, en skuldir hans nema 431 milljón. Tap flokksins án fjármagnsliða var þannig aðeins 6 milljónir króna í fyrra, en að þeim meðtöldum var tapið 35 milljónir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár