Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæsta ríkisframlag í sögunni

Rekst­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins var nei­kvæð­ur um 35 millj­ón­ir í fyrra þrátt fyr­ir sögu­lega há fram­lög hins op­in­bera. Fyr­ir­tæki styrktu flokk­inn um 22 millj­ón­ir króna og ein­stak­ling­ar um 49 millj­ón­ir.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæsta ríkisframlag í sögunni
Forysta Sjálfstæðisflokksins Flokkurinn fékk 202 milljónir króna frá ríki og sveitarfélögum í fyrra. Mynd: Halldór Ingi

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 79 milljónum króna hærri ríkisframlög í fyrra en árið á undan. Aldrei í sögunni hefur stjórnmálaflokkur fengið jafn háa upphæð frá ríkinu. Framlög sveitarfélaga, lögaðila og einstaklinga hækkuðu einnig, en flokkurinn tapaði engu að síður 35 milljónum króna á árinu.

Samkvæmt ársreikningi flokksins sem Ríkisendurskoðun hefur birt námu ríkisframlög til flokksins tæpri 181 milljón króna í fyrra, en þau voru tæpar 102 milljónir króna árið 2017. Má rekja þessa hækkun til ákvörðunar í fjárlögum vegna ársins 2018 sem allir stjórnmálaflokkar nema Píratar og Flokkur fólksins studdu. Fjárframlögin árið 2018 voru alls 648 milljónir króna, en voru 286 milljónir króna árið 2017. Var það hækkun upp á 127 prósent.

Einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 49 milljónir króna á árinu, hver og einn um 200 þúsund krónur eða minna. Lögaðilar styrktu flokkinn um 22 milljónir króna. Hæstu upphæðir greiddu meðal annars fyrirtæki í sjávarútvegi, lögmannsstofur, byggingarfélög og stærri fyrirtæki eins og Síminn, BL og Tryggingamiðstöðin.

Námu tekjur flokksins alls tæpum 358 milljónum króna en gjöld 373 milljónum króna. Eigið fé flokksins stendur 338 milljónum króna, en skuldir hans nema 431 milljón. Tap flokksins án fjármagnsliða var þannig aðeins 6 milljónir króna í fyrra, en að þeim meðtöldum var tapið 35 milljónir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár