Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“

Áhrifa­menn í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hafa stig­ið fram í morg­un og rétt­lætt brott­flutn­ing kasóléttr­ar konu til Alban­íu. Lækn­ir á kvenna­deild Land­spít­al­ans hafði mælt gegn því að hún færi í langt flug þar sem hún væri að glíma við stoð­kerf­is­vanda­mál. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra hef­ur fall­ist á skýr­ing­ar Út­lend­inga­stofn­un­ar. „Það virð­ist vera að þarna var fylgt þeim al­mennu regl­um sem þau hafa.“

Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“

„Að ríkisstjórnarflokkarnir beri einhverja ábyrgð á þessu eða að þetta sé eitthvað stórkostlegt mál að þessu leyti, ég er ekki að kaupa það.“ 

Þannig komst Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að orði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þegar rætt var um brottflutning kasóléttrar konu til Albaníu. Konan, sem er gengin 36 vikur á leið, var send í 19 klukkustunda ferðalag þótt læknir hefði mælt gegn því að hún færi í langt flug. Konan er nú með verki og hefur þurft að leita sér læknisaðstoðar í Albaníu.  

„Það bara gilda ákveðnar reglur og stofnunin fer eftir þeim,“ sagði Brynjar í Morgunútvarpinu. „Það var í þessu máli þannig að göngudeild sóttvarna eða eitthvað, sem er með samning við Útlendingastofun um að sinna læknisþjónustu, þeir segja að viðkomandi sé það sem kallað er á ensku “fit to fly”, hæf til að fljúga þessa vegalengd og aðalatriðið er að þessi mál séu leyst mjög fljótt.“

„Þeir segja að viðkomandi sé það sem kallað er á ensku “fit to fly” og aðalatriðið er að þessi mál séu leyst mjög fljótt“

Brynjar er ekki eini áhrifamaðurinn í Sjálfstæðisflokknum sem réttlætt hefur brottflutninginn. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, bloggar um málið í dag undir yfirskriftinni „Lögmæt brottvísun sætir gagnrýni“ þar sem hann kemur útlendingayfirvöldum til varnar. 

„Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar, sat fyrir svörum í Kastljósi að kvöldi 5. nóvember. Hann gerði skilmerkilega grein fyrir því að engar reglur hefðu verið brotnar af hálfu opinberra aðila,“ skrifar Björn. „Upphaf málsins er að sjálfsögðu að konan kom hingað með fjölskyldu sinni á ólögmætum forsendum. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að leitast sé við að komast undan lögmætri afgreiðslu yfirvalda með því að höfða til mannúðar á almennum vettvangi. Þar er sagan öll yfirleitt ekki sögð.“

„Konan kom hingað með fjölskyldu
sinni á ólögmætum forsendum“

Þá er fjallað um málið í leiðara Morgunblaðsins sem ritstýrt er af Haraldi Johannessen og Davíð Oddssyni fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Þar eru þingmenn sem gagnrýnt hafa brottvísunina sakaðir um hræsni, enda hafi þeir hinir sömu stutt frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Ritstjórinn segir Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, „glenna sig opinberlega í hlutverki góðmennis vegna brottvísunar fólks frá Albaníu“. „Þá gengur konan sem á í hlut ekki með frumuklasa eins og Samfylking kallar barn í móðurkviði, þegar rætt er um víðtækari heimildir til að eyða því. Þá er það hagur barns sem er í hættu.“

„Albanía er ekki eitt af þeim löndum, þar sem stjórnarfar er svo slæmt, að taka þurfi við pólitískum flóttamönnum þaðan“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor og einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins undanfarna áratugi, leggur einnig orð í belg. „Auðvitað sækir fólk frá Albaníu til Íslands eins og annarra ríkra landa. En ef það segist vera pólitískir flóttamenn, þá stenst það alls ekki, því að Albanía er ekki eitt af þeim löndum, þar sem stjórnarfar er svo slæmt, að taka þurfi við pólitískum flóttamönnum þaðan,“ skrifar hann á Facebook. „Alþjóðlegir glæpahringir fást við að smygla fólki yfir landamæri til ríkra landa og fylgjast með því, hvar fyrirstaðan er minnst.“ Þá deilir hann grein Björns Bjarnasonar um málið.

Fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði fallist á skýringar Útlendingastofnunar um að settum reglum hefði verið fylgt í málinu. „Það virðist vera að þarna var fylgt þeim almennu reglum sem þau hafa,“ sagði hún. Þá fagnaði hún því á Twitter að Útlendingastofnun ætli að „fara yfir gildandi reglur“ með landlækni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár