Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“

Áhrifa­menn í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hafa stig­ið fram í morg­un og rétt­lætt brott­flutn­ing kasóléttr­ar konu til Alban­íu. Lækn­ir á kvenna­deild Land­spít­al­ans hafði mælt gegn því að hún færi í langt flug þar sem hún væri að glíma við stoð­kerf­is­vanda­mál. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra hef­ur fall­ist á skýr­ing­ar Út­lend­inga­stofn­un­ar. „Það virð­ist vera að þarna var fylgt þeim al­mennu regl­um sem þau hafa.“

Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“

„Að ríkisstjórnarflokkarnir beri einhverja ábyrgð á þessu eða að þetta sé eitthvað stórkostlegt mál að þessu leyti, ég er ekki að kaupa það.“ 

Þannig komst Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að orði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þegar rætt var um brottflutning kasóléttrar konu til Albaníu. Konan, sem er gengin 36 vikur á leið, var send í 19 klukkustunda ferðalag þótt læknir hefði mælt gegn því að hún færi í langt flug. Konan er nú með verki og hefur þurft að leita sér læknisaðstoðar í Albaníu.  

„Það bara gilda ákveðnar reglur og stofnunin fer eftir þeim,“ sagði Brynjar í Morgunútvarpinu. „Það var í þessu máli þannig að göngudeild sóttvarna eða eitthvað, sem er með samning við Útlendingastofun um að sinna læknisþjónustu, þeir segja að viðkomandi sé það sem kallað er á ensku “fit to fly”, hæf til að fljúga þessa vegalengd og aðalatriðið er að þessi mál séu leyst mjög fljótt.“

„Þeir segja að viðkomandi sé það sem kallað er á ensku “fit to fly” og aðalatriðið er að þessi mál séu leyst mjög fljótt“

Brynjar er ekki eini áhrifamaðurinn í Sjálfstæðisflokknum sem réttlætt hefur brottflutninginn. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, bloggar um málið í dag undir yfirskriftinni „Lögmæt brottvísun sætir gagnrýni“ þar sem hann kemur útlendingayfirvöldum til varnar. 

„Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar, sat fyrir svörum í Kastljósi að kvöldi 5. nóvember. Hann gerði skilmerkilega grein fyrir því að engar reglur hefðu verið brotnar af hálfu opinberra aðila,“ skrifar Björn. „Upphaf málsins er að sjálfsögðu að konan kom hingað með fjölskyldu sinni á ólögmætum forsendum. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að leitast sé við að komast undan lögmætri afgreiðslu yfirvalda með því að höfða til mannúðar á almennum vettvangi. Þar er sagan öll yfirleitt ekki sögð.“

„Konan kom hingað með fjölskyldu
sinni á ólögmætum forsendum“

Þá er fjallað um málið í leiðara Morgunblaðsins sem ritstýrt er af Haraldi Johannessen og Davíð Oddssyni fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Þar eru þingmenn sem gagnrýnt hafa brottvísunina sakaðir um hræsni, enda hafi þeir hinir sömu stutt frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Ritstjórinn segir Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, „glenna sig opinberlega í hlutverki góðmennis vegna brottvísunar fólks frá Albaníu“. „Þá gengur konan sem á í hlut ekki með frumuklasa eins og Samfylking kallar barn í móðurkviði, þegar rætt er um víðtækari heimildir til að eyða því. Þá er það hagur barns sem er í hættu.“

„Albanía er ekki eitt af þeim löndum, þar sem stjórnarfar er svo slæmt, að taka þurfi við pólitískum flóttamönnum þaðan“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor og einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins undanfarna áratugi, leggur einnig orð í belg. „Auðvitað sækir fólk frá Albaníu til Íslands eins og annarra ríkra landa. En ef það segist vera pólitískir flóttamenn, þá stenst það alls ekki, því að Albanía er ekki eitt af þeim löndum, þar sem stjórnarfar er svo slæmt, að taka þurfi við pólitískum flóttamönnum þaðan,“ skrifar hann á Facebook. „Alþjóðlegir glæpahringir fást við að smygla fólki yfir landamæri til ríkra landa og fylgjast með því, hvar fyrirstaðan er minnst.“ Þá deilir hann grein Björns Bjarnasonar um málið.

Fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði fallist á skýringar Útlendingastofnunar um að settum reglum hefði verið fylgt í málinu. „Það virðist vera að þarna var fylgt þeim almennu reglum sem þau hafa,“ sagði hún. Þá fagnaði hún því á Twitter að Útlendingastofnun ætli að „fara yfir gildandi reglur“ með landlækni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár