Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“

Áhrifa­menn í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hafa stig­ið fram í morg­un og rétt­lætt brott­flutn­ing kasóléttr­ar konu til Alban­íu. Lækn­ir á kvenna­deild Land­spít­al­ans hafði mælt gegn því að hún færi í langt flug þar sem hún væri að glíma við stoð­kerf­is­vanda­mál. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra hef­ur fall­ist á skýr­ing­ar Út­lend­inga­stofn­un­ar. „Það virð­ist vera að þarna var fylgt þeim al­mennu regl­um sem þau hafa.“

Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“

„Að ríkisstjórnarflokkarnir beri einhverja ábyrgð á þessu eða að þetta sé eitthvað stórkostlegt mál að þessu leyti, ég er ekki að kaupa það.“ 

Þannig komst Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að orði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þegar rætt var um brottflutning kasóléttrar konu til Albaníu. Konan, sem er gengin 36 vikur á leið, var send í 19 klukkustunda ferðalag þótt læknir hefði mælt gegn því að hún færi í langt flug. Konan er nú með verki og hefur þurft að leita sér læknisaðstoðar í Albaníu.  

„Það bara gilda ákveðnar reglur og stofnunin fer eftir þeim,“ sagði Brynjar í Morgunútvarpinu. „Það var í þessu máli þannig að göngudeild sóttvarna eða eitthvað, sem er með samning við Útlendingastofun um að sinna læknisþjónustu, þeir segja að viðkomandi sé það sem kallað er á ensku “fit to fly”, hæf til að fljúga þessa vegalengd og aðalatriðið er að þessi mál séu leyst mjög fljótt.“

„Þeir segja að viðkomandi sé það sem kallað er á ensku “fit to fly” og aðalatriðið er að þessi mál séu leyst mjög fljótt“

Brynjar er ekki eini áhrifamaðurinn í Sjálfstæðisflokknum sem réttlætt hefur brottflutninginn. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, bloggar um málið í dag undir yfirskriftinni „Lögmæt brottvísun sætir gagnrýni“ þar sem hann kemur útlendingayfirvöldum til varnar. 

„Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar, sat fyrir svörum í Kastljósi að kvöldi 5. nóvember. Hann gerði skilmerkilega grein fyrir því að engar reglur hefðu verið brotnar af hálfu opinberra aðila,“ skrifar Björn. „Upphaf málsins er að sjálfsögðu að konan kom hingað með fjölskyldu sinni á ólögmætum forsendum. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að leitast sé við að komast undan lögmætri afgreiðslu yfirvalda með því að höfða til mannúðar á almennum vettvangi. Þar er sagan öll yfirleitt ekki sögð.“

„Konan kom hingað með fjölskyldu
sinni á ólögmætum forsendum“

Þá er fjallað um málið í leiðara Morgunblaðsins sem ritstýrt er af Haraldi Johannessen og Davíð Oddssyni fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Þar eru þingmenn sem gagnrýnt hafa brottvísunina sakaðir um hræsni, enda hafi þeir hinir sömu stutt frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Ritstjórinn segir Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, „glenna sig opinberlega í hlutverki góðmennis vegna brottvísunar fólks frá Albaníu“. „Þá gengur konan sem á í hlut ekki með frumuklasa eins og Samfylking kallar barn í móðurkviði, þegar rætt er um víðtækari heimildir til að eyða því. Þá er það hagur barns sem er í hættu.“

„Albanía er ekki eitt af þeim löndum, þar sem stjórnarfar er svo slæmt, að taka þurfi við pólitískum flóttamönnum þaðan“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor og einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins undanfarna áratugi, leggur einnig orð í belg. „Auðvitað sækir fólk frá Albaníu til Íslands eins og annarra ríkra landa. En ef það segist vera pólitískir flóttamenn, þá stenst það alls ekki, því að Albanía er ekki eitt af þeim löndum, þar sem stjórnarfar er svo slæmt, að taka þurfi við pólitískum flóttamönnum þaðan,“ skrifar hann á Facebook. „Alþjóðlegir glæpahringir fást við að smygla fólki yfir landamæri til ríkra landa og fylgjast með því, hvar fyrirstaðan er minnst.“ Þá deilir hann grein Björns Bjarnasonar um málið.

Fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði fallist á skýringar Útlendingastofnunar um að settum reglum hefði verið fylgt í málinu. „Það virðist vera að þarna var fylgt þeim almennu reglum sem þau hafa,“ sagði hún. Þá fagnaði hún því á Twitter að Útlendingastofnun ætli að „fara yfir gildandi reglur“ með landlækni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár