Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“

Áhrifa­menn í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hafa stig­ið fram í morg­un og rétt­lætt brott­flutn­ing kasóléttr­ar konu til Alban­íu. Lækn­ir á kvenna­deild Land­spít­al­ans hafði mælt gegn því að hún færi í langt flug þar sem hún væri að glíma við stoð­kerf­is­vanda­mál. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra hef­ur fall­ist á skýr­ing­ar Út­lend­inga­stofn­un­ar. „Það virð­ist vera að þarna var fylgt þeim al­mennu regl­um sem þau hafa.“

Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“

„Að ríkisstjórnarflokkarnir beri einhverja ábyrgð á þessu eða að þetta sé eitthvað stórkostlegt mál að þessu leyti, ég er ekki að kaupa það.“ 

Þannig komst Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að orði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þegar rætt var um brottflutning kasóléttrar konu til Albaníu. Konan, sem er gengin 36 vikur á leið, var send í 19 klukkustunda ferðalag þótt læknir hefði mælt gegn því að hún færi í langt flug. Konan er nú með verki og hefur þurft að leita sér læknisaðstoðar í Albaníu.  

„Það bara gilda ákveðnar reglur og stofnunin fer eftir þeim,“ sagði Brynjar í Morgunútvarpinu. „Það var í þessu máli þannig að göngudeild sóttvarna eða eitthvað, sem er með samning við Útlendingastofun um að sinna læknisþjónustu, þeir segja að viðkomandi sé það sem kallað er á ensku “fit to fly”, hæf til að fljúga þessa vegalengd og aðalatriðið er að þessi mál séu leyst mjög fljótt.“

„Þeir segja að viðkomandi sé það sem kallað er á ensku “fit to fly” og aðalatriðið er að þessi mál séu leyst mjög fljótt“

Brynjar er ekki eini áhrifamaðurinn í Sjálfstæðisflokknum sem réttlætt hefur brottflutninginn. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, bloggar um málið í dag undir yfirskriftinni „Lögmæt brottvísun sætir gagnrýni“ þar sem hann kemur útlendingayfirvöldum til varnar. 

„Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar, sat fyrir svörum í Kastljósi að kvöldi 5. nóvember. Hann gerði skilmerkilega grein fyrir því að engar reglur hefðu verið brotnar af hálfu opinberra aðila,“ skrifar Björn. „Upphaf málsins er að sjálfsögðu að konan kom hingað með fjölskyldu sinni á ólögmætum forsendum. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að leitast sé við að komast undan lögmætri afgreiðslu yfirvalda með því að höfða til mannúðar á almennum vettvangi. Þar er sagan öll yfirleitt ekki sögð.“

„Konan kom hingað með fjölskyldu
sinni á ólögmætum forsendum“

Þá er fjallað um málið í leiðara Morgunblaðsins sem ritstýrt er af Haraldi Johannessen og Davíð Oddssyni fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Þar eru þingmenn sem gagnrýnt hafa brottvísunina sakaðir um hræsni, enda hafi þeir hinir sömu stutt frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Ritstjórinn segir Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, „glenna sig opinberlega í hlutverki góðmennis vegna brottvísunar fólks frá Albaníu“. „Þá gengur konan sem á í hlut ekki með frumuklasa eins og Samfylking kallar barn í móðurkviði, þegar rætt er um víðtækari heimildir til að eyða því. Þá er það hagur barns sem er í hættu.“

„Albanía er ekki eitt af þeim löndum, þar sem stjórnarfar er svo slæmt, að taka þurfi við pólitískum flóttamönnum þaðan“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor og einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins undanfarna áratugi, leggur einnig orð í belg. „Auðvitað sækir fólk frá Albaníu til Íslands eins og annarra ríkra landa. En ef það segist vera pólitískir flóttamenn, þá stenst það alls ekki, því að Albanía er ekki eitt af þeim löndum, þar sem stjórnarfar er svo slæmt, að taka þurfi við pólitískum flóttamönnum þaðan,“ skrifar hann á Facebook. „Alþjóðlegir glæpahringir fást við að smygla fólki yfir landamæri til ríkra landa og fylgjast með því, hvar fyrirstaðan er minnst.“ Þá deilir hann grein Björns Bjarnasonar um málið.

Fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði fallist á skýringar Útlendingastofnunar um að settum reglum hefði verið fylgt í málinu. „Það virðist vera að þarna var fylgt þeim almennu reglum sem þau hafa,“ sagði hún. Þá fagnaði hún því á Twitter að Útlendingastofnun ætli að „fara yfir gildandi reglur“ með landlækni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
4
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár