Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Allir í skólanum eru vinir mínir“

Ljós­mynd­in af litla lang­veika drengn­um sem stóð í dyr­un­um, horfði út í myrkr­ið og beið þess að lög­regl­an færði hann úr landi, hreyfði við mörg­um. Hún átti þátt í að fjöldi fólks mót­mælti ákvörð­un stjórn­valda um brott­vís­un. Þrýst­ing­ur­inn bar ár­ang­ur og fjöl­skyld­an sneri aft­ur. Í dag geng­ur börn­un­um vel í skóla og eiga marga vini, Kevin er frísk­ur því hann fær lækn­is­þjón­ustu og for­eldr­arn­ir reka sitt eig­ið fyr­ir­tæki.

„Allir í skólanum eru vinir mínir“
Kevin og hvolpurinn hans Bangsinn sem Kevin heldur á var gjöf frá góðum vini. Hann er sá sami og Kevin bar á myndinni sem tekinn var af honum í dyragættinni heima hjá honum, þegar hann var þriggja ára og beið þess að lögreglan næði í hann til að flytja hann úr landi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það fyrsta sem gestur á heimili þeirra Kastriot og Xhuliu Pepoj tekur eftir eru allar ræktarlegu plönturnar sem prýða heimilið. Þegar blaðamaður spyr hver hefur svo græna fingur á heimilinu bendir Xhulia á manninn sinn, Kastriot, sem kinkar kolli brosandi, ypptir öxlum og segist einfaldlega elska plöntur. Heimili þeirra er hlýlegt og þau hafa komið sér vel fyrir á þessum tæpu fjórum árum sem liðin eru frá því að þau komu aftur til Íslands, eftir að hafa verið vísað úr landi. 

Blaðamaður og ljósmyndari Stundarinnar eru komnar í heimsókn til þeirra, til að fá að heyra hvernig þeim hefur gengið að fóta sig í lífinu á Íslandi. Fjölskyldan býr steinsnar frá skóla barnanna, Dalskóla, þar sem Klea er í 4. bekk og Kevin í 2. bekk. Við stöndum við stóran stofugluggann sem snýr út að skólanum og bíðum eftir að sjá börnin birtast hvað úr hverju. Í tilefni af komu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið sem fékk að vera

Fær loks að starfa sem tannlæknir eftir fimm ára bið
ViðtalFólkið sem fékk að vera

Fær loks að starfa sem tann­lækn­ir eft­ir fimm ára bið

Nær fimm ár eru frá því að sýr­lenski tann­lækn­ir­inn Lina Ashouri kom til lands­ins ásamt son­um sín­um sem flótta­mað­ur. Frá fyrsta degi var hún stað­ráð­in í að vinna ekki við ann­að en tann­lækn­ing­ar hér, fag­ið sem hún hafði unn­ið við í tutt­ugu ár áð­ur en hún þurfti að flýja heima­land sitt. Það tók lengri tíma en hún átti von á en ef allt geng­ur eft­ir verð­ur hún orð­in full­gild­ur tann­lækn­ir fyr­ir árs­lok.
Komu sem flóttamenn en eru sögð of upptekin til að lifa: „Þetta er lífið“
ViðtalFólkið sem fékk að vera

Komu sem flótta­menn en eru sögð of upp­tek­in til að lifa: „Þetta er líf­ið“

Hjón­in Za­hra Mes­bah Sayed Ali og Hass­an Raza Ak­bari, sem bæði komu til Ís­lands sem flótta­menn, reka nú túlka­þjón­ustu og veit­inga­stað, auk þess sem hann keyr­ir leigu­bíl og hún stund­ar fullt há­skóla­nám. Þar að auki eiga þau eina litla dótt­ur og eiga von á öðru barni. Vin­ir þeirra hafa áhyggj­ur af því að þau séu of upp­tek­in til að lifa líf­inu. Þau blása á það, taka ólík­um áskor­un­um opn­um örm­um og segja: „Þetta er líf­ið!“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár